Bayern og Benfica sendu Barcelona í Evrópudeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2021 22:00 Bæjarar voru ekki í vandræðum í kvöld. EPA-EFE/PHILIPP GUELLAND Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið. Eftir kvöldið er ljóst að Barcelona er á leið í Evrópudeildina eftir áramót en liðið átti aldrei möguleika er það sótti Bayern München heim. Þá vann Benfica öruggan sigur á Dynamo Kíev. Það var ljóst fyrir leiki kvöldsins að Börsungar þyrftu á kraftaverki að halda því þeir þurftu á sigri að halda gegn ógnarsterku Bayern liði. Þó gestirnir frá Katalóníu hafi mætt með leikplan og reynt að sækja á heimamenn þá var getumunurinn einfaldlega of mikill. Þá hjálpaði ekki að Jordi Alba, vinstri bakvörður Börsunga, fór meiddur af velli eftir tæpan hálftíma leik. Skömmu síðar komust heimamenn yfir þegar Thomas Müller skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið. Áður en fyrri hálfleikur var úti kom Leroy Sané heimamönnum í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. In good hands #FCBFCB 3-0 pic.twitter.com/2txlljsNiV— FC Bayern English (@FCBayernEN) December 8, 2021 Táningurinn Jamal Musiala gulltryggði svo sigur Bæjara með marki eftir rúmlega klukkustund. Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur á Allianz-vellinum í kvöld. Í Portúgal vann Benfica öruggan 2-0 sigur þökk sé mörkum Roman Yaremchuk og Gilberto. Bayern endar E-riðil með fullt hús eða 18 stig. Benfica kemur þar á eftir með átta stig, Börsungar eru með sjö og Kíev situr á botninum með aðeins eitt stig. Þar með er ljóst að lærisveinar Xavi eru á leiðinni í Evrópudeildina eftir áramót. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið. Eftir kvöldið er ljóst að Barcelona er á leið í Evrópudeildina eftir áramót en liðið átti aldrei möguleika er það sótti Bayern München heim. Þá vann Benfica öruggan sigur á Dynamo Kíev. Það var ljóst fyrir leiki kvöldsins að Börsungar þyrftu á kraftaverki að halda því þeir þurftu á sigri að halda gegn ógnarsterku Bayern liði. Þó gestirnir frá Katalóníu hafi mætt með leikplan og reynt að sækja á heimamenn þá var getumunurinn einfaldlega of mikill. Þá hjálpaði ekki að Jordi Alba, vinstri bakvörður Börsunga, fór meiddur af velli eftir tæpan hálftíma leik. Skömmu síðar komust heimamenn yfir þegar Thomas Müller skallaði fyrirgjöf Robert Lewandowski í netið. Áður en fyrri hálfleikur var úti kom Leroy Sané heimamönnum í 2-0 og þannig var staðan í hálfleik. In good hands #FCBFCB 3-0 pic.twitter.com/2txlljsNiV— FC Bayern English (@FCBayernEN) December 8, 2021 Táningurinn Jamal Musiala gulltryggði svo sigur Bæjara með marki eftir rúmlega klukkustund. Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur á Allianz-vellinum í kvöld. Í Portúgal vann Benfica öruggan 2-0 sigur þökk sé mörkum Roman Yaremchuk og Gilberto. Bayern endar E-riðil með fullt hús eða 18 stig. Benfica kemur þar á eftir með átta stig, Börsungar eru með sjö og Kíev situr á botninum með aðeins eitt stig. Þar með er ljóst að lærisveinar Xavi eru á leiðinni í Evrópudeildina eftir áramót. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti