Tónlist

Júlí Heiðar líklegur til vinsælda

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Söngvarinn Júlí Heiðar gaf út lagið Ástin heldur vöku fyrr í vetur.
Söngvarinn Júlí Heiðar gaf út lagið Ástin heldur vöku fyrr í vetur. Instagram: @juliheidar

Íslenski listinn á FM957 heldur áfram með mikla stemningu á laugardögum frá klukkan 14:00-16:00.

Þar fáum við að heyra 20 vinsælustu lög hverrar viku ásamt ýmsum föstum liðum sem dreifa tónlistar gleðinni og birta upp skammdegið. 

Íslenska listann má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. 

Má þar nefna liðinn Líklegt til vinsælda þar sem við kynnum inn þrjú ný lög sem þykja einmitt líkleg til vinsælda á íslenska listanum. Í þessari viku var enginn annar en Júlí Heiðar kynntur þar inn með nýjasta lagið sitt Ástin heldur vöku.

Júlí Heiðar vakti fyrst athygli í íslensku tónlistarlífi árið 2009 en hann sigraði meðal annars söngvakeppni framhaldsskólanna 2010 ásamt rapparanum Kristmundi Axel með hið sögulega lag Komdu til baka.

Ástin hélt fyrir honum vöku

Aðspurður segir Júlí að lagið Ástin heldur vöku hafi komið til hans þegar hann lá á koddanum og gat ekki sofnað í byrjun árs 2021. Þá hélt ástin fyrir honum vöku og hugmynd að melódíu og textabroti braust fram. Júlí sló til, fór fram úr rúminu og tók lagið upp. Nokkrum mánuðum seinna sendi hann svo lagið í heild sinni frá sér og hefur í leiðinni ástarlíf Júlí breyst.

Ástin heldur ekki lengur fyrir mér vöku heldur býður mér góða nótt á kvöldin svo að ég sef mjög vel þessa dagana.

Vinnur að nýju efni

Það hefur margt vatn runnið til sjávar hjá Júlí síðustu árin þar sem hann er meðal annars útskrifaður leikari og hefur verið að semja tónlist fyrir söngvakeppnis stjörnuna Dag Sigurðsson undanfarin ár. Nú langar hann hins vegar að setja fókusinn á að syngja sjálfur og vinnur hörðum höndum að nýju efni ásamt pródúsernum Fannari Frey, sem er væntanlegt í janúar. Tónlistin hefur verið ástríða hjá Júlí frá því hann man eftir sér og hefur hann alla tíð verið í hljómsveitum, að syngja eða að semja tónlist. Íslenski listinn fylgist spenntur með nýju efni frá þessum ástfangna söngvara.

Adele með nýtt lag á lista

Breska stórsöngkonan Adele sat staðföst í öðru sæti með lagið sitt Easy on me en hún er einnig með nýtt lag á lista þessa vikuna. Lagið heitir Oh My God og er að finna á plötunni 30. Textar Adele halda áfram að segja tilfinningaríka sögu og ná hlustendum í nokkra mínútna ævintýri. Oh My God var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í sæti númer 17. Adele tilkynnti fyrir stuttu síðan að hún ætli að vera með svokölluð Vegas Shows í glimmerborginni Las Vegas eftir jól og ég einfaldlega verð að næla mér í miða á þá! 

Hér má svo finna listann í heild sinni og ég hlakka til að vera með ykkur næstkomandi laugardag.


Tengdar fréttir

Íslenski listinn kynnir: Jólalag vikunnar

Íslenski listinn á FM957 ætlar í desember mánuði að rannsaka vídd jólalaga og kynna til leiks jólalag vikunnar á hverjum laugardegi í þætti vikunnar. 

Íslenski listinn: Ed Sheeran á uppleið

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er góðvinur íslenska listans á FM957 þar sem ótal margir smellir frá honum hafa trónað á toppnum í gegnum tíðina.

Fyrsta sýnishornið úr Þetta reddast

Þann 23. desember fara af stað þættirnir Þetta reddast á Stöð 2. Umsjónarkona þáttanna er plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir. 

Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957

Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×