Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2021 21:41 Garðar Svavarsson er formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda og forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. Egill Aðalsteinsson Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá því að fyrstu loðnufarmar nýhafinnar loðnuvertíðar hafi borist á land á Vopnafirði og Norðfirði í gær. Sama dag fengu eigendur ellefu fiskimjölsverksmiðja í landinu þær fréttir frá Landsvirkjun að bræðslurnar fengju ekki rafmagn, engin afgangsorka væri til í kerfinu. „Við höfum náttúrlega ekki keyrt af neinum krafti á olíu til fjölda ára. Þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig sá búnaður stendur sig þegar á reynir. En það er nú aðallega kannski bara út frá umhverfislegum sjónarmiðum sem þetta er áfall og sorglegt,“ segir Garðar Svavarsson, formaður Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda. Loðnu landað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað á síðustu vertíð.Einar Árnason Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók málið fyrir í ríkisstjórn í morgun. „Það er auðvitað mjög alvarlegt. Og þetta er þvert á stefnu okkar og aðgerðaáætlun okkar í loftlagsmálum. Þvert á orkustefnuna,“ segir Guðlaugur Þór. Og það er ekkert smáræði sem ein loðnubræðsla, eins og sú sem Brim rekur á Vopnafirði, þarf af olíu. „Svona fiskimjölsverksmiðja á fullum afköstum er kannski að nota 35-40 þúsund lítra á sólarhring. Það samsvarar ársnotkun einhverra fjörutíu bíla,“ segir Garðar, sem jafnframt er forstöðumaður uppsjávarsviðs Brims. „Það er náttúrlega augljóst að það vantar orku,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. -En ætlið þið að virkja meira? „Þá þarf að virkja og það þarf líka að bæta flutningsgetuna,“ segir Sigurður Ingi. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim fiskimjölsverksmiðju.Stöð 2 „Ég held að það þjóni mjög litlum tilgangi að reyna alltaf að færa þessa umræðu í skotgrafir. Við erum með tól og tæki til þess að geta tryggt þetta framboð,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „En hins vegar hef ég haft áhyggjur af því að flutningskerfið, - að þar megi ráðast í úrbætur,“ segir Katrín. Guðlaugur segir mikilvægt að ræða málið út frá staðreyndum. Í mörg horn sé að líta. „Að við drögum fram allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum tekið upplýstar ákvarðanir. Og sömuleiðis upplýsta umræðu.“ Talsmaður fiskimjölsiðnaðarins kallar eftir samtali við stjórnvöld og Landsvirkjun. „Hugsanlega er bara sá samningur sem við vinnum eftir með Landsvirkjun.. - þarfnast einhverrar endurskoðunar. En það þarf klárlega að eiga sér stað eitthvert samtal. Þetta er ekki ásættanlegt,“ segir Garðar Svavarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Loftslagsmál Bensín og olía Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32 Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ráðherrar sagðir hafa friðað og deilt út fé án aðkomu Alþingis Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega í dag að umhverfisráðherra hefði friðað jörð í Árneshreppi kvöldið áður en hann lét af embætti sem og fjárútlát margra ráðherra í aðdraganda kosninga. Alþingi hefði ekki getað sinnt eftirlitshlutverki sínu á sama tíma. 7. desember 2021 18:32
Segir raforkuskerðingu mikið áfall í upphafi loðnuvertíðar Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerðing raforku til loðnuverksmiðja taki strax gildi er mikið áfall, að sögn formanns Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda, sem segir þetta þýða óhemju notkun á olíu. Tilkynningin kom sama dag og loðnuvertíðin hófst fyrir alvöru. 7. desember 2021 12:16
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14