Munu svara fyrir sig verði leikarnir sniðgengnir Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2021 14:34 Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. AP/Andy Wong Ráðamenn í Kína segjast ætla að svara fyrir sig ef ríkisstjórn Bandaríkjanna ákveður að sniðganga vetrarólympíuleikana í Peking í febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs segja líklegt að sniðganga verði tilkynnt í Washington DC í þessari viku. Sniðganga fæli í sér að engir stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum myndu sækja Ólympíuleikana en ákvörðunin hefði engin áhrif á bandaríska íþróttamenn. Joe Biden, forseti, er sagður hafa íhugað sniðgöngu af þessu tagi og þá vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og að Kommúnistaflokkur landsins noti viðburði eins og vetrarólympíuleikana til að hvítþvo sig af brotum gegn íbúum landsins, minnihlutahópum og pólitískum andstæðingum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir aðgerðum sem þessum gegn Kína, samkvæmt frétt NBC News. Aðgerðirnar eru að hluta til komnar vegna aðgerða yfirvalda í Kína gegn Úígúrum í Xinjiang-héraði en Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð vegna þeirra aðgerða. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Þar að auki hafa áköll eftir sniðgöngu aukist vegna hvarfs tenniskonunnar Peng Shuai. Hún hvarf eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um að hafa nauðgað sér. Alþjóðatennissamband kvenna hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfsins. AP fréttaveitan segir ríkisstjórn Ástralíu einnig hafa íhugað sniðgöngu en samband þeirra við Kínverja hefur beðið verulega hnekki að undanförnu. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði að bandarískir stjórnmálamenn ættu að hætta að kalla eftir sniðgöngu. Slík áköll sköðuðu tengsl Kína og Bandaríkjanna og viðræður milli ríkjanna. Hann sagði einnig að Bandaríkjamönnum hefði ekki verið boðið á Ólympíuleikanna en ef þeir héldu áfram yfirlýsingum sínum myndi Kína svara fyrir sig. Kína Bandaríkin Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Sniðganga fæli í sér að engir stjórnmálamenn frá Bandaríkjunum myndu sækja Ólympíuleikana en ákvörðunin hefði engin áhrif á bandaríska íþróttamenn. Joe Biden, forseti, er sagður hafa íhugað sniðgöngu af þessu tagi og þá vegna mannréttindabrota yfirvalda í Kína og að Kommúnistaflokkur landsins noti viðburði eins og vetrarólympíuleikana til að hvítþvo sig af brotum gegn íbúum landsins, minnihlutahópum og pólitískum andstæðingum. Bandarískir þingmenn hafa kallað eftir aðgerðum sem þessum gegn Kína, samkvæmt frétt NBC News. Aðgerðirnar eru að hluta til komnar vegna aðgerða yfirvalda í Kína gegn Úígúrum í Xinjiang-héraði en Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð vegna þeirra aðgerða. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Þar að auki hafa áköll eftir sniðgöngu aukist vegna hvarfs tenniskonunnar Peng Shuai. Hún hvarf eftir að hafa sakað fyrrverandi varaforseta Kína um að hafa nauðgað sér. Alþjóðatennissamband kvenna hefur ákveðið að aflýsa öllum mótum í Kína vegna hvarfsins. AP fréttaveitan segir ríkisstjórn Ástralíu einnig hafa íhugað sniðgöngu en samband þeirra við Kínverja hefur beðið verulega hnekki að undanförnu. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði að bandarískir stjórnmálamenn ættu að hætta að kalla eftir sniðgöngu. Slík áköll sköðuðu tengsl Kína og Bandaríkjanna og viðræður milli ríkjanna. Hann sagði einnig að Bandaríkjamönnum hefði ekki verið boðið á Ólympíuleikanna en ef þeir héldu áfram yfirlýsingum sínum myndi Kína svara fyrir sig.
Kína Bandaríkin Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40 Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21 Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Telja Kína græða á deilum Bandaríkjanna og Marshall-eyja Marshall-eyjar hafa um árabil verið ötulir bandamenn Bandaríkjanna. Nú hafa hins vegar komið upp miklar deilur milli ríkjanna og bandarískir þingmenn óttast að Kínverjar stígi inn í tómarúmið og nái fótfestu á eyjunum sem eru staðsettar í miðju Kyrrahafinu. 26. nóvember 2021 14:10
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. 26. nóvember 2021 08:40
Losun í Kína dróst saman í fyrsta skipti eftir efnahagsbatann Koltvísýringslosun í Kína dróst lítillega saman á þriðja ársfjórðungi en það er í fyrsta skipti sem það gerist eftir að efnahagslífið tók við sér eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn. Samdrátturinn er rakinn að hluta til minni byggingaframkvæmda og kolaskorts. 25. nóvember 2021 14:21
Ætla ekki að verða við kröfu Kína og fjarlægja strandað skip í Suður-Kínahafi Ríkisstjórn Filippseyja ætla ekki að fjarlægja gamalt herskip sem er strand á rifi í Suður-Kínahafi, eins og Kínverjar krefjast. Her Filippseyja hefur notað skipið sem varðstöð á yfirráðasvæði landsins í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 25. nóvember 2021 10:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent