„Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2021 11:12 Hermann Guðmundsson forstjóri Kemi veitti því athygli í Flórída að þar voru engar samkomutakmarkarnir. Boðið er upp á bólusetningu á hverju horni og fjölmargir með grímur í verslunum þótt ekki sé grímuskylda. Vísir/Vilhelm Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá heildsölunni Kemi, segir mikla mildi að eldri maður hafi ekki slasast alvarlega við komuna til Íslands frá Orlando í Flórída. Hann kallar eftir meiri þjónustu við farþega að vetri til sem gangi úr flugvélunum niður brattar tröppur sem geti verið hálar og stórhættulegar. Hermann, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kom til landsins að morgni laugardags ásamt hópi Íslendinga með flugi Icelandair frá Orlando. Sól og blíða við brottför og nístingskuldi og frost í Keflavík. Vélin var stöðvuð á útistæði og um stundarfjórðung síðar var komið með stiga til að fólk gæti gengið frá borði. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ segir Hermann. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig,“ segir Hermann. Þustu niður tröppurnar til að hlúa að manninum „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta. Ég fékk fréttir af honum í gær eftir að ég birti þessa færslu. Mér skilst að hann sé við ágætis heilsu en hruflaður og eitthvað skaddaður á hné og andliti.“ Það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar. Enginn að fylgjast með affermingu vélarinnar. „Þarna þustu farþegar niður tröppurnar til að hlúa að manninum og koma honum á fætur. Skömmu síðar kemur starfsmaður rútubílsins sem var að keyra vagninn og fór að hlúa að honum.“ Um var að ræða bílstjóra Isavia sem sér um akstur á milli flugstöðvarinnar og útistæðanna. Þurfi starfsmann með tröppunum Hann segir aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli ekki boðlega utandyra í veðráttu eins og Íslendingar eigi að venjast á veturna. Á laugardaginn hafi veður verið mun skárra en í gær þegar óveður gekk yfir suðvesturhornið. Hann hefði ekki boðið í það. Hermann segir Keflavíkurflugvöll löngu sprunginn enda standi heilmiklar framkvæmdir yfir við stækkun. Öllum hafi þó verið ljóst að það hefði átt að gera fyrir löngu. „Mótleikurinn fyrir öryggi farþega er að það þarf að vera starfsmaður með þessum tröppum, ekki bara vona það besta.“ Vel hefði mátt bursta úr tröppunum, þurrka þær eða salta. Margt eldra fólk að koma úr sólinni „Fyrst og fremst er of mikið aðhald í starfsmannahaldi. Það þarf bara starfsfólk í þetta. Það eru að koma 200 manns frá borði. Eins og margir vita er ástand misjafnt á fólki. Margt eldra fólk sækir í sólina á veturna, sem á kannski erfitt með gang. Svo er verið að veita áfengi um borð svo menn eru mishressir.“ Það sé ekki of mikil krafa að tveir starfsmenn fylgdu hverjum stiga, þurrkuðu tröppurnar og aðstoðuðu eldra fólk niður. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Tröppurnar á Keflavíkurflugvelli séu á ábyrgð Icelandair í tilfelli þeirra flugvéla en Airport Associates þjónusti ýmis önnur flugfélög. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að flugfélaginu þyki mjög leitt að þetta slys hafi átt sér stað. Öllum ferlum hafi verið fylgt „Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir Ásdís. „Þetta er til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Við höfum farið yfir málið og getum staðfest að öllum ferlum var fylgt í þessu tilfelli.“ Guðjón minnir einnig á að farþegar með skerta hreyfigetu eða annað geti alltaf óskað eftir PMR-aðstoð á flugvellinum. Það sé þjónusta sem Isavia bjóði upp á en óska þurfi eftir henni í gegnum flugfélögin. Þá hafi Isavia bætt við fjórum skjólstöðvum sem standi flugfélögum til boða. Þar geti flugfélögin lagt upp að rana, gengið í gegnum hann, niður stiga og út í rútu. „Þetta er aukin þjónusta við farþegann sem þarf ekki að labba út í nístingskulda og vind,“ segir Guðjón. Þá nefnir hann að töluvert hafi verið um að vera þennan morgun, þrjár vélar á svipuðum tíma, og því hafi tafist um tíu til fimmtán mínútur að koma með stigann að vélinni. Guðjón verður til viðtals í Bítinu í fyrramálið þar sem hann ræðir málið á breiðum grundvelli. Uppfært klukkan 17:12 með viðbrögðum Icelandair Keflavíkurflugvöllur Icelandair Bítið Slysavarnir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hermann, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kom til landsins að morgni laugardags ásamt hópi Íslendinga með flugi Icelandair frá Orlando. Sól og blíða við brottför og nístingskuldi og frost í Keflavík. Vélin var stöðvuð á útistæði og um stundarfjórðung síðar var komið með stiga til að fólk gæti gengið frá borði. „Fólkið sem er fyrst niður stigann er fólk sem sat fyrir aftan mig og mína konu í vélinni, aldrað fólk sem átti erfitt með gang. Fikrar sig niður stigann. Þetta eru mjög brattir stigar. Tröppurnar eru klæddar með riffluðu áli. Þegar kemst bleyta í þetta verður það fljúgandi hált, eins og skautasvell,“ segir Hermann. Hann fylgdist með konunni fikra sig rólega niður stigann, með staf í annarri hendi og ríghaldandi sér í handriðið. „Ég geng rólega á eftir henni og fylgist með. Maðurinn gengur aðeins fyrir framan hana með tvær litlar töskur í hvorri hendi. Þegar hann kemur í næst neðstu tröppuna er þar snjór og bleyta. Skiptir engum toga að hann missir fæturna og fellur með andlitið í jörðina, flatur fram fyrir sig,“ segir Hermann. Þustu niður tröppurnar til að hlúa að manninum „Það er mikil mildi að þessi maður skuli ekki hafa stórslasast við þetta fall. Þetta hefði getað verið banvænt ef því er að skipta. Ég fékk fréttir af honum í gær eftir að ég birti þessa færslu. Mér skilst að hann sé við ágætis heilsu en hruflaður og eitthvað skaddaður á hné og andliti.“ Það hafi vakið athygli hans að enginn starfsmaður hafi verið til aðstoðar. Enginn að fylgjast með affermingu vélarinnar. „Þarna þustu farþegar niður tröppurnar til að hlúa að manninum og koma honum á fætur. Skömmu síðar kemur starfsmaður rútubílsins sem var að keyra vagninn og fór að hlúa að honum.“ Um var að ræða bílstjóra Isavia sem sér um akstur á milli flugstöðvarinnar og útistæðanna. Þurfi starfsmann með tröppunum Hann segir aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli ekki boðlega utandyra í veðráttu eins og Íslendingar eigi að venjast á veturna. Á laugardaginn hafi veður verið mun skárra en í gær þegar óveður gekk yfir suðvesturhornið. Hann hefði ekki boðið í það. Hermann segir Keflavíkurflugvöll löngu sprunginn enda standi heilmiklar framkvæmdir yfir við stækkun. Öllum hafi þó verið ljóst að það hefði átt að gera fyrir löngu. „Mótleikurinn fyrir öryggi farþega er að það þarf að vera starfsmaður með þessum tröppum, ekki bara vona það besta.“ Vel hefði mátt bursta úr tröppunum, þurrka þær eða salta. Margt eldra fólk að koma úr sólinni „Fyrst og fremst er of mikið aðhald í starfsmannahaldi. Það þarf bara starfsfólk í þetta. Það eru að koma 200 manns frá borði. Eins og margir vita er ástand misjafnt á fólki. Margt eldra fólk sækir í sólina á veturna, sem á kannski erfitt með gang. Svo er verið að veita áfengi um borð svo menn eru mishressir.“ Það sé ekki of mikil krafa að tveir starfsmenn fylgdu hverjum stiga, þurrkuðu tröppurnar og aðstoðuðu eldra fólk niður. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að starfsfólki Isavia þyki leitt að heyra af þessu slysi. Tröppurnar á Keflavíkurflugvelli séu á ábyrgð Icelandair í tilfelli þeirra flugvéla en Airport Associates þjónusti ýmis önnur flugfélög. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að flugfélaginu þyki mjög leitt að þetta slys hafi átt sér stað. Öllum ferlum hafi verið fylgt „Við leggjum okkur fram við að tryggja öryggi farþega í gegnum allt ferðalagið og í þeim tilfellum sem notaðir eru stigabílar til að koma fólki frá borði, þá er þeir alltaf skoðaðir fyrir notkun út frá öryggissjónarmiðum, til dæmis með tilliti til bleytu, hálku, snjós eða annarra óhreininda,“ segir Ásdís. „Þetta er til viðbótar við reglubundið viðhald og þrif. Við höfum farið yfir málið og getum staðfest að öllum ferlum var fylgt í þessu tilfelli.“ Guðjón minnir einnig á að farþegar með skerta hreyfigetu eða annað geti alltaf óskað eftir PMR-aðstoð á flugvellinum. Það sé þjónusta sem Isavia bjóði upp á en óska þurfi eftir henni í gegnum flugfélögin. Þá hafi Isavia bætt við fjórum skjólstöðvum sem standi flugfélögum til boða. Þar geti flugfélögin lagt upp að rana, gengið í gegnum hann, niður stiga og út í rútu. „Þetta er aukin þjónusta við farþegann sem þarf ekki að labba út í nístingskulda og vind,“ segir Guðjón. Þá nefnir hann að töluvert hafi verið um að vera þennan morgun, þrjár vélar á svipuðum tíma, og því hafi tafist um tíu til fimmtán mínútur að koma með stigann að vélinni. Guðjón verður til viðtals í Bítinu í fyrramálið þar sem hann ræðir málið á breiðum grundvelli. Uppfært klukkan 17:12 með viðbrögðum Icelandair
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Bítið Slysavarnir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira