Akureyrarbær megi ekki við því að baka sér frekari óvild kattavina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2021 20:56 Ragnheiður hefur haldið Kisukoti úti í áratug og fóstrað fjölda villikatta. Samsett Ragnheiður Gunnarsdóttir, eigandi Kisukots á Akureyri, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við heilbrigðiseftirlit Norðurlands og stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Hún heldur úti kattaaðstoð á Akureyri og víðar á Norðurlandi en hefur nú verið tjáð að hún þurfi að uppfylla alls konar skilyrði til að halda aðstoðinni áfram. Hún segir ómögulegt fyrir sig að uppfylla skilyrðin. Hún telur málið ekki gott, enda hafi Akureyrarbær þegar fengið á sig orð sem óvinveittur köttum. Ragnheiður birti Facebook-færslu í gær þar sem hún rekur sögu málsins. Í lok síðasta mánaðar hafi hún fengið símtal frá heilbrigðiseftirlitinu þar sem henni var tjáð að hún þyrfti að sækja um starfsleyfi fyrir Kisukot, og uppfylla ýmis skilyrði. Þá þyrfti að liggja fyrir samþykki skipulagsstjóra og byggingafulltrúa fyrir breyttri húsnotkun, en Ragnheiður fóstrar villiketti víða af á Norðurlandi heima hjá sér. „Seinna sama dag barst mér annað símtal frá manni sem vinnur í Skipulagslagsráði en hann kannaðist ekki við að neitt mál á þeirra vegum. Einnig sagði hann að ef svo væri að þetta væri raunin, að ég hefði fengið símtal um þetta, þá væri það afskaplega léleg stjórnsýsla því ég ætti alltaf að fá bréf þar sem mér væri tilkynnt að mér bæri að ráðast í slíkar aðgerðir. Sá hinn sami ráðlagði mér að gera ekki neitt í þessu, þar sem ég væri einfaldlega einstaklingur að fóstra ketti í mínu eigin húsnæði og þetta ætti því bara alls ekkert við,“ skrifar Ragnheiður. Í dag hafi henni síðan borist tölvupóstur frá heilbrigðiseftirlitinu þar sem hún var eindregið hvött til að ganga frá umsókninni. Tölvupósturinn hafi þá verið stílaður á tvo starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar, sem hefur yfirumsjón með dýrahaldi. „En það eru einmitt þeir sem eiga að sjá um dýrahald bæjarins og hef ég sparað þeim háar fjárhæðir með minni vinnu í gegnum árin. Nú finnst þeim kominn tími á að launa mér mína þrotlausu vinnu með því að reyna að loka Kisukoti. Kisukot getur aldrei uppfyllt þau skilyrði sem farið er fram á þar sem Kisukot er ekki eiginlegt athvarf. Kisukot er inn á mínu heimili, ég fóstra kisur í vanda inn á mínu eigin heimili og ég er svo sannarlega ekki sú eina á landinu sem gerir slíkt. Ég er kannski með fleiri kisur í fóstri en margir en það ætti ekki að breyta neinu. Ég efast um þeir góðu einstaklingar hjá Villiköttum sem hafa verið að fóstra í miklu magni þurfi að fá leyfi frá skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa til að mega fóstra ketti,“ skrifar Ragnheiður. Léleg jólagjöf Í samtali við Vísi segist Ragnheiður telja þetta kaldar kveðjur frá Akureyrarbæ, í ljósi þess hve mörgum villiköttum hún hafi haldið frá götum bæjarins. „Ég þarf bara að fara að taka það saman hvað þeir eru margir,“ segir hún, en hún hefur einnig fóstrað villiketti úr nærliggjandi sveitarfélögum. Hún segir vinnu Kisukots hafa fækkað villiköttum á svæðinu svo um muni, enda séu fressin geld og kettlingum sem komi í heiminn komið á heimili. „Mér finnst þetta svona frekar léleg jólagjöf frá þeim.“ Þá segir hún ljóst að hún muni ekki geta uppfyllt þau skilyrði sem sett eru, en meðal þeirra er aðskilnaður húsnæðis dýraathvarfs frá íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. „Það er bara eitt eiginlegt dýraathvarf á Íslandi og það er Kattholt. Allir aðrir eru að gera þetta heima hjá sér,“ segir Ragnheiður og kveðst þekkja mörg dæmi þess að fólk stundi það sama og hún, að fóstra tímabundið villiketti í vanda uns hægt sé að koma þeim á góðan stað. Ímynd bæjarins gagnvart kattavinum sé þegar löskuð Ragnheiður segist þá hafa fengið nokkur viðbrögð eftir að hún vakti máls á þessu, og kattavinir á Norðurlandi séu hreint ekki sáttir. „Fólk er bara reitt og ég veit að ég fengi mikinn stuðning frá fólki í bænum ef það yrði gert eitthvað vesen úr þessu.“ Þá telur hún málið ekki gott fyrir ímynd bæjarins, sem þegar hafi fengið á sig óorð meðal kattavina en meirihluti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar samþykkti í síðasta mánuði bann við lausagöngu katta frá 1. janúar 2025. „Það er nógu mikið búið að tala um okkur sem kattahatara hér í bænum og fólk að tala um að koma ekki einu sinni til Akureyrar, þannig að ég held að þetta myndi nú ekki hjálpa ímynd bæjarins.“ Ragnheiður hefur haldið Kisukoti úti í tíu ár. Hún segir það aldrei hafa verið langtímaplanið að hafa það í heimahúsi. „Þetta átti bara að byrja þannig og fá svo sitt eigið húsnæði, en það er meira en að segja það og það hefur bara ílengst hér,“ segir Ragnheiður, sem segir sveitarfélagið ekki hafa stutt verkefnið á neinn hátt. Hér ofar í fréttinni má sjá viðtal við Ragnheiði frá því í síðasta mánuði vegna hins fyrirhugaða kattabanns. Kettir Akureyri Tengdar fréttir Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 Hefur ekki trú á því að lausagöngubannið verði að veruleika Ragnheiður Gunnarsdóttir, forstöðukona Kisukots á Akureyri, hefur ekki mikla trú á því að fyrirhugað bann við lausagöngukatta innan bæjarfélagsins verði að veruleika. 8. nóvember 2021 22:33 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Hún heldur úti kattaaðstoð á Akureyri og víðar á Norðurlandi en hefur nú verið tjáð að hún þurfi að uppfylla alls konar skilyrði til að halda aðstoðinni áfram. Hún segir ómögulegt fyrir sig að uppfylla skilyrðin. Hún telur málið ekki gott, enda hafi Akureyrarbær þegar fengið á sig orð sem óvinveittur köttum. Ragnheiður birti Facebook-færslu í gær þar sem hún rekur sögu málsins. Í lok síðasta mánaðar hafi hún fengið símtal frá heilbrigðiseftirlitinu þar sem henni var tjáð að hún þyrfti að sækja um starfsleyfi fyrir Kisukot, og uppfylla ýmis skilyrði. Þá þyrfti að liggja fyrir samþykki skipulagsstjóra og byggingafulltrúa fyrir breyttri húsnotkun, en Ragnheiður fóstrar villiketti víða af á Norðurlandi heima hjá sér. „Seinna sama dag barst mér annað símtal frá manni sem vinnur í Skipulagslagsráði en hann kannaðist ekki við að neitt mál á þeirra vegum. Einnig sagði hann að ef svo væri að þetta væri raunin, að ég hefði fengið símtal um þetta, þá væri það afskaplega léleg stjórnsýsla því ég ætti alltaf að fá bréf þar sem mér væri tilkynnt að mér bæri að ráðast í slíkar aðgerðir. Sá hinn sami ráðlagði mér að gera ekki neitt í þessu, þar sem ég væri einfaldlega einstaklingur að fóstra ketti í mínu eigin húsnæði og þetta ætti því bara alls ekkert við,“ skrifar Ragnheiður. Í dag hafi henni síðan borist tölvupóstur frá heilbrigðiseftirlitinu þar sem hún var eindregið hvött til að ganga frá umsókninni. Tölvupósturinn hafi þá verið stílaður á tvo starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar, sem hefur yfirumsjón með dýrahaldi. „En það eru einmitt þeir sem eiga að sjá um dýrahald bæjarins og hef ég sparað þeim háar fjárhæðir með minni vinnu í gegnum árin. Nú finnst þeim kominn tími á að launa mér mína þrotlausu vinnu með því að reyna að loka Kisukoti. Kisukot getur aldrei uppfyllt þau skilyrði sem farið er fram á þar sem Kisukot er ekki eiginlegt athvarf. Kisukot er inn á mínu heimili, ég fóstra kisur í vanda inn á mínu eigin heimili og ég er svo sannarlega ekki sú eina á landinu sem gerir slíkt. Ég er kannski með fleiri kisur í fóstri en margir en það ætti ekki að breyta neinu. Ég efast um þeir góðu einstaklingar hjá Villiköttum sem hafa verið að fóstra í miklu magni þurfi að fá leyfi frá skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa til að mega fóstra ketti,“ skrifar Ragnheiður. Léleg jólagjöf Í samtali við Vísi segist Ragnheiður telja þetta kaldar kveðjur frá Akureyrarbæ, í ljósi þess hve mörgum villiköttum hún hafi haldið frá götum bæjarins. „Ég þarf bara að fara að taka það saman hvað þeir eru margir,“ segir hún, en hún hefur einnig fóstrað villiketti úr nærliggjandi sveitarfélögum. Hún segir vinnu Kisukots hafa fækkað villiköttum á svæðinu svo um muni, enda séu fressin geld og kettlingum sem komi í heiminn komið á heimili. „Mér finnst þetta svona frekar léleg jólagjöf frá þeim.“ Þá segir hún ljóst að hún muni ekki geta uppfyllt þau skilyrði sem sett eru, en meðal þeirra er aðskilnaður húsnæðis dýraathvarfs frá íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. „Það er bara eitt eiginlegt dýraathvarf á Íslandi og það er Kattholt. Allir aðrir eru að gera þetta heima hjá sér,“ segir Ragnheiður og kveðst þekkja mörg dæmi þess að fólk stundi það sama og hún, að fóstra tímabundið villiketti í vanda uns hægt sé að koma þeim á góðan stað. Ímynd bæjarins gagnvart kattavinum sé þegar löskuð Ragnheiður segist þá hafa fengið nokkur viðbrögð eftir að hún vakti máls á þessu, og kattavinir á Norðurlandi séu hreint ekki sáttir. „Fólk er bara reitt og ég veit að ég fengi mikinn stuðning frá fólki í bænum ef það yrði gert eitthvað vesen úr þessu.“ Þá telur hún málið ekki gott fyrir ímynd bæjarins, sem þegar hafi fengið á sig óorð meðal kattavina en meirihluti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar samþykkti í síðasta mánuði bann við lausagöngu katta frá 1. janúar 2025. „Það er nógu mikið búið að tala um okkur sem kattahatara hér í bænum og fólk að tala um að koma ekki einu sinni til Akureyrar, þannig að ég held að þetta myndi nú ekki hjálpa ímynd bæjarins.“ Ragnheiður hefur haldið Kisukoti úti í tíu ár. Hún segir það aldrei hafa verið langtímaplanið að hafa það í heimahúsi. „Þetta átti bara að byrja þannig og fá svo sitt eigið húsnæði, en það er meira en að segja það og það hefur bara ílengst hér,“ segir Ragnheiður, sem segir sveitarfélagið ekki hafa stutt verkefnið á neinn hátt. Hér ofar í fréttinni má sjá viðtal við Ragnheiði frá því í síðasta mánuði vegna hins fyrirhugaða kattabanns.
Kettir Akureyri Tengdar fréttir Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 Hefur ekki trú á því að lausagöngubannið verði að veruleika Ragnheiður Gunnarsdóttir, forstöðukona Kisukots á Akureyri, hefur ekki mikla trú á því að fyrirhugað bann við lausagöngukatta innan bæjarfélagsins verði að veruleika. 8. nóvember 2021 22:33 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32
Hefur ekki trú á því að lausagöngubannið verði að veruleika Ragnheiður Gunnarsdóttir, forstöðukona Kisukots á Akureyri, hefur ekki mikla trú á því að fyrirhugað bann við lausagöngukatta innan bæjarfélagsins verði að veruleika. 8. nóvember 2021 22:33
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02