Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 77-57 | Stórsigur í stórleiknum Dagur Lárusson skrifar 5. desember 2021 19:50 Fjölnir gerði sér lítið fyrir og pakkaði Haukum saman. Vísir/Bára Dröfn Fjölnir gerði sér lítið fyrir og pakkaði Haukum saman í stórleik í Subway-deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 77-57. Sigurinn þýðir að Fjölnir er nú með 16 stig í deildinni. Fyrir leikinn var Fjölnir í öðru sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan Haukar voru í fimmta sætinu með átta stig. Fjölnir var með yfirhöndina allt frá því í byrjun þessa leiks en þeir byrjuðu á því að vera komnir með átta stiga forskot eftir sex mínútna leik. Eftir fyrsta leikhluta var staðan síðan 24-8 og því sextán stiga munur á liðunum. Haukar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti en náði hins vegar ekki að fylgja góðri byrjun eftir og náði Fjölnir alltaf taki á leiknum á ný með frábærum tilþrifum frá leikmönnum eins og Ivu og Sönju. Aftur byrjuðu Haukar vel í þriðja leikhluta og náðu að minnka forskot Fjölnis niður í fimm stig með flottum þriggja stiga körfum frá Lovísu Björt. En eins og fyrr í leiknum þá náði Fjölnir aftur tökum á leiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Af hverju vann Fjölnir? Það var ljóst frá fyrstu mínútu að liðsmenn Fjölnis voru tilbúnir til þess að berjast eins og grenjandi ljón og þær gerðu það allan leikinn. Þær náðu einnig alltaf að höndla pressuna frekar vel þegar Haukar minnkuðu forystuna aðeins niður. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah skoraði 22 stig og tók tíu fráköst á meðan Iva skoraði sextán stig og tók fjórtán fráköst. Dagný Lísa átti einnig frábæran leik fyrir Fjölni og Sanja líka. Hvað fór illa? Spilamennska Hauka í heildina. Bjarni, þjálfari Hauka, sagði í viðtali eftir leik að hann væri í raun ekki með ástæðuna fyrir því afhverju liðið spilaði eins og það spilaði en hann sagði einnig að svona spilamennska væri ekki eitthvað sem sæmir liði eins og Haukum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er á Ásvöllum næsta miðvikudagskvöld þar sem þeir taka á móti Grindavík á meðan Fjölnir fer í Borgarnes sama kvöld og mætir Skallagrím. Sanngjarnt tap Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.vísir/vilhelm „Þetta var bara sanngjarnt tap, viðbrögð mín eftir leik eru í raun ekkert mikið meira en það,“ byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við áttum svona fimm til sex mínútna kafla í leiknum sem mér fannst vera fínn. Þá vorum við með einbeitinguna og þá vorum við árásagjarnar, en fyrir utan þann kafla þá var þetta bara ekki gott,“ hélt Bjarni áfram. Bjarni átti erfitt með að útskýra frammistöðu síns liðs. „Já geggjuð spurning. Það er okkar þjálfarana að finna út úr því hver sé ástæðan fyrir því að við sýnum svona frammistöðu. Þetta er bara of flatt og ég sagði það líka fyrir leik að við þyrftum að hitta vel en ég veit ekki hvort við skríðum yfir 20% skotnýtingu í dag,“ endaði Bjarni á að segja. Alltaf leikmenn tilbúnir að stíga upp Halldór Þórðarson, þjálfari Fjölnis.Vísir/Vilhelm „Þetta var mjög góð frammistaða verð ég að segja og það sem skóf þennan sigur var einfaldlega frábær fyrsti leikhluti. Þá náðum við að mynda þennan mun sem við héldum meira og minna út allan leikinn,“ byrjaði Halldór Þórðarson, þjálfari Fjölnis, að segja eftir leik. Halldór talaði um það að það hafi verið í nokkur skipti sem Haukar náðu að minnka forskotið niður í fimm stig en hann hafi verið ánægður með svör síns liðs við því. „Það er gulls ígildi að hafa svona leikmenn og ég er rosalega ánægður með jafnvægið í okkar liði og það sem ég meina með því er að við eigum alltaf inni leikmenn sem geta stigið upp. Við erum búnir að vera í mismunandi leikjum þar sem við höfum lent í vandræðum en þá eru alltaf einhverjir leikmenn sem stíga upp eins og til dæmis Iva í síðasta leik og Dagný í leiknum gegn Keflavík. Þannig ég er mjög ánægður með liðið mitt,“ hélt Halldór áfram. Þrátt fyrir öruggan sigur að lokum þá heyrðist vel að Halldór lét sína leikmenn heyra það oftar en einu sinni í leiknum. „Já við eigum það til að verða kærulausar þegar vel gengur og við reynum við skot nánast frá miðlínu og það er auðvitað eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur. Þannig það var það sem ég var að reyna að brýna fyrir þeim, að detta ekki í kæruleysið,“ endaði Halldór á að segja. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Fjölnir Haukar Subway-deild kvenna
Fjölnir gerði sér lítið fyrir og pakkaði Haukum saman í stórleik í Subway-deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 77-57. Sigurinn þýðir að Fjölnir er nú með 16 stig í deildinni. Fyrir leikinn var Fjölnir í öðru sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan Haukar voru í fimmta sætinu með átta stig. Fjölnir var með yfirhöndina allt frá því í byrjun þessa leiks en þeir byrjuðu á því að vera komnir með átta stiga forskot eftir sex mínútna leik. Eftir fyrsta leikhluta var staðan síðan 24-8 og því sextán stiga munur á liðunum. Haukar byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti en náði hins vegar ekki að fylgja góðri byrjun eftir og náði Fjölnir alltaf taki á leiknum á ný með frábærum tilþrifum frá leikmönnum eins og Ivu og Sönju. Aftur byrjuðu Haukar vel í þriðja leikhluta og náðu að minnka forskot Fjölnis niður í fimm stig með flottum þriggja stiga körfum frá Lovísu Björt. En eins og fyrr í leiknum þá náði Fjölnir aftur tökum á leiknum og unnu að lokum öruggan sigur. Af hverju vann Fjölnir? Það var ljóst frá fyrstu mínútu að liðsmenn Fjölnis voru tilbúnir til þess að berjast eins og grenjandi ljón og þær gerðu það allan leikinn. Þær náðu einnig alltaf að höndla pressuna frekar vel þegar Haukar minnkuðu forystuna aðeins niður. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah skoraði 22 stig og tók tíu fráköst á meðan Iva skoraði sextán stig og tók fjórtán fráköst. Dagný Lísa átti einnig frábæran leik fyrir Fjölni og Sanja líka. Hvað fór illa? Spilamennska Hauka í heildina. Bjarni, þjálfari Hauka, sagði í viðtali eftir leik að hann væri í raun ekki með ástæðuna fyrir því afhverju liðið spilaði eins og það spilaði en hann sagði einnig að svona spilamennska væri ekki eitthvað sem sæmir liði eins og Haukum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Hauka er á Ásvöllum næsta miðvikudagskvöld þar sem þeir taka á móti Grindavík á meðan Fjölnir fer í Borgarnes sama kvöld og mætir Skallagrím. Sanngjarnt tap Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.vísir/vilhelm „Þetta var bara sanngjarnt tap, viðbrögð mín eftir leik eru í raun ekkert mikið meira en það,“ byrjaði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við áttum svona fimm til sex mínútna kafla í leiknum sem mér fannst vera fínn. Þá vorum við með einbeitinguna og þá vorum við árásagjarnar, en fyrir utan þann kafla þá var þetta bara ekki gott,“ hélt Bjarni áfram. Bjarni átti erfitt með að útskýra frammistöðu síns liðs. „Já geggjuð spurning. Það er okkar þjálfarana að finna út úr því hver sé ástæðan fyrir því að við sýnum svona frammistöðu. Þetta er bara of flatt og ég sagði það líka fyrir leik að við þyrftum að hitta vel en ég veit ekki hvort við skríðum yfir 20% skotnýtingu í dag,“ endaði Bjarni á að segja. Alltaf leikmenn tilbúnir að stíga upp Halldór Þórðarson, þjálfari Fjölnis.Vísir/Vilhelm „Þetta var mjög góð frammistaða verð ég að segja og það sem skóf þennan sigur var einfaldlega frábær fyrsti leikhluti. Þá náðum við að mynda þennan mun sem við héldum meira og minna út allan leikinn,“ byrjaði Halldór Þórðarson, þjálfari Fjölnis, að segja eftir leik. Halldór talaði um það að það hafi verið í nokkur skipti sem Haukar náðu að minnka forskotið niður í fimm stig en hann hafi verið ánægður með svör síns liðs við því. „Það er gulls ígildi að hafa svona leikmenn og ég er rosalega ánægður með jafnvægið í okkar liði og það sem ég meina með því er að við eigum alltaf inni leikmenn sem geta stigið upp. Við erum búnir að vera í mismunandi leikjum þar sem við höfum lent í vandræðum en þá eru alltaf einhverjir leikmenn sem stíga upp eins og til dæmis Iva í síðasta leik og Dagný í leiknum gegn Keflavík. Þannig ég er mjög ánægður með liðið mitt,“ hélt Halldór áfram. Þrátt fyrir öruggan sigur að lokum þá heyrðist vel að Halldór lét sína leikmenn heyra það oftar en einu sinni í leiknum. „Já við eigum það til að verða kærulausar þegar vel gengur og við reynum við skot nánast frá miðlínu og það er auðvitað eitthvað sem við megum ekki leyfa okkur. Þannig það var það sem ég var að reyna að brýna fyrir þeim, að detta ekki í kæruleysið,“ endaði Halldór á að segja. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum