Innlent

Ásdís Halla ráðin til að undirbúa nýtt ráðuneyti Áslaugar Örnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásdís Halla Bragadóttir er mætt til starfa í ráðuneytið.
Ásdís Halla Bragadóttir er mætt til starfa í ráðuneytið. Stjórnarráðið

Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem segir að Ásdís muni mun starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti en vinna náið með öðrum starfsmönnum Stjórnarráðsins að þessu verkefni. 

Í því felst meðal annars að móta skipulag aðalskrifstofu nýs ráðuneytis og skiptingu þess í fagskrifstofur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýr vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Ásdís Halla hefur fjölþætta reynslu úr bæði stjórnsýslu og atvinnulífi. Hún lauk meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Hún var bæjarstjóri í Garðabæ, aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og sat í háskólaráði HR. Síðustu ár hefur hún komið að stofnun og rekstri fyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum.


Tengdar fréttir

Ballið byrjaði með blæstri á Bessa­stöðum

Nýr stjórnarsáttmáli var kynntur, undirritaður og handsalaður á Kjarvalsstöðum í dag rúmum níu vikum eftir kosningar. Frá Kjarvalsstöðum lá leið á Bessastaði á fund forsetans þar sem sjö ráðherrar skiptu um ráðherrastóla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×