Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið: „Kannski ekki það gáfulegasta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2021 20:30 Gunnar Nelson viðurkennir að sú hugmynd að glíma við Fjallið hafi ekki verið sú besta sem hann hefur fengið á lífsleiðinni. Mynd/Skjáskot „Þetta var nú bara svona á milli vina,“ sagði bardagakappinn Gunnar Nelson í samtali við Stöð 2 um glímu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og Hafþór er oftast kallaður. Gunnar fór yfir þau meiðsli sem hlutust af þessari glímu, sem og það sem framundan er hjá kappanum. „Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
„Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið
MMA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira