Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið: „Kannski ekki það gáfulegasta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2021 20:30 Gunnar Nelson viðurkennir að sú hugmynd að glíma við Fjallið hafi ekki verið sú besta sem hann hefur fengið á lífsleiðinni. Mynd/Skjáskot „Þetta var nú bara svona á milli vina,“ sagði bardagakappinn Gunnar Nelson í samtali við Stöð 2 um glímu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og Hafþór er oftast kallaður. Gunnar fór yfir þau meiðsli sem hlutust af þessari glímu, sem og það sem framundan er hjá kappanum. „Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi Sjá meira
„Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið
MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi Sjá meira