Gummi Tóta með flotta innkomu þegar New York sló út Arnór Ingva og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 08:01 Guðmundur Þórarinsson fagnar með félögum sínum í New York City FC eftir að sigurinn var í höfn í vítakeppninni. AP/Charles Krupa Guðmundur Þórarinsson og félagar i New York City eru komnir alla leið í úrslitaleik Austudeildar MLS-deildarinnar eftir að hafa slegið út deildarmeistara New England Revolution í Íslendingarslag í nótt. Liðin gerðu 2-2 jafntefli eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. New York City vann 5-3 í vítakeppni. Onwards. Together. #ForTheCity pic.twitter.com/OX2VjXT7Wh— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Íslensku landsliðsmennirnir Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu báðir á bekknum í leiknum en komu inn á sem varamenn. Arnór Ingvi kom inn á 90. mínútu en var síðan tekin aftur af velli á 114. mínútu. Guðmundur kom inn á 101. mínútu og átta mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Valentín Castellanos. Castellanos skoraði þá með skalla og kom New York City í 2-1. Hér fyrir neðan má sjá fyrirgjöf Gumma Tóta og markið. THE LATE TATYGOL @tatycaste11anos pic.twitter.com/mkGa6u1zuz— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Tajon Buchanan jafnaði metin fyrir Revolution og tryggði sínu liði vítakeppni. Leikmenn New York City nýttu allar fimm vítaspyrnurnar sínar og voru búnir að vinna vítakeppnina fyrir síðustu spyrnu New England. Guðmundur tók ekki víti fyrir sitt lið og Arnór Ingvi var farinn af velli. THAT WINNING PENALTY #ForTheCity pic.twitter.com/7NDpggp6Xw— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Adam Buksa sem skoraði fyrra mark New England í leiknum var sá eini sem klikkaði en Sean Johnson varði frá honum aðra vítaspyrnu liðsins. Buksa jafnaði leikinn í 1-1 á 9. mínútu eftir að Santiago Rodríguez hafði komið New York City í 1-0 strax á 3. mínútu. New York City mætir Philadelphia Union í úrslitaleik Austurdeildarinnar sem fer fram á sunnudaginn kemur. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn. Highlights from an instant #MLSCupPlayoffs classic in Foxborough #ForTheCity pic.twitter.com/NM2qa1vPeA— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 MLS Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Liðin gerðu 2-2 jafntefli eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. New York City vann 5-3 í vítakeppni. Onwards. Together. #ForTheCity pic.twitter.com/OX2VjXT7Wh— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Íslensku landsliðsmennirnir Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu báðir á bekknum í leiknum en komu inn á sem varamenn. Arnór Ingvi kom inn á 90. mínútu en var síðan tekin aftur af velli á 114. mínútu. Guðmundur kom inn á 101. mínútu og átta mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Valentín Castellanos. Castellanos skoraði þá með skalla og kom New York City í 2-1. Hér fyrir neðan má sjá fyrirgjöf Gumma Tóta og markið. THE LATE TATYGOL @tatycaste11anos pic.twitter.com/mkGa6u1zuz— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Tajon Buchanan jafnaði metin fyrir Revolution og tryggði sínu liði vítakeppni. Leikmenn New York City nýttu allar fimm vítaspyrnurnar sínar og voru búnir að vinna vítakeppnina fyrir síðustu spyrnu New England. Guðmundur tók ekki víti fyrir sitt lið og Arnór Ingvi var farinn af velli. THAT WINNING PENALTY #ForTheCity pic.twitter.com/7NDpggp6Xw— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Adam Buksa sem skoraði fyrra mark New England í leiknum var sá eini sem klikkaði en Sean Johnson varði frá honum aðra vítaspyrnu liðsins. Buksa jafnaði leikinn í 1-1 á 9. mínútu eftir að Santiago Rodríguez hafði komið New York City í 1-0 strax á 3. mínútu. New York City mætir Philadelphia Union í úrslitaleik Austurdeildarinnar sem fer fram á sunnudaginn kemur. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn. Highlights from an instant #MLSCupPlayoffs classic in Foxborough #ForTheCity pic.twitter.com/NM2qa1vPeA— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021
MLS Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira