Reikna með óvenjuhlýjum vetri á norðurskautinu vegna áhrifa La niña Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 23:20 Frá Beagle-sundi við Eldland, syðsta odda Suður-Ameríku. Þar má búast við þurrara veðri næstu mánuði á meðan La niña stendur yfir. Vísir/Getty Reiknilíkön benda til þess að óvenjuhlýr vetur verði nyrst og norðaustast á norðurskautinu og í Asíu vegna La niña-veðurfyrirbrigðisins í Kyrrahafi. Þó að La niña tengist yfirleitt tímabundinni lækkun meðalhita jarðar er reiknað með að hiti verði víða yfir meðaltali vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfesti í dag að La niña hefði myndast og að fyrirbrigðið ætti eftir að hafa áhrif á hitastig og úrkomu næstu mánuðina. Þetta er annað árið í röð sem La niña aðstæður myndast í Kyrrahafi og er búist við að þessi vari fram í byrjun næsta árs. Líkön benda til þess að fyrirbrigðið verði veikt eða í meðaltali og nokkuð veikari en það sem var ríkjandi á milli 2020 til 2021. Vegna kólnunaráhrifa La niña-viðburðanna tveggja á þessu ári er reiknað með það verði á lista yfir tíu hlýjustu ár frá upphafi mælinga frekar en það hlýjasta. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. Búist er við því að hiti verði yfir meðaltali víða yfir landi á meðan á La niña stendur. Helstu undantekningarnar eru norðvestanverð Norður-Ameríka, indversku undirálfunni, Indókínaskagi og Ástralía. Fyrir utan hluta norðurskautsins og nyrstu hluta Asíu er reiknað með að sérstaklega hlýtt verði í austan- og suðaustanverðri Norður-Ameríku, þar á meðal stærsta hluta Karíbahafs, norðaustanverðri Asíu og stórum hluta Evrópu. Hiti á að vera við eða undir meðaltali í Suður-Ameríku norðan 15. breiddargráðu suður sem sker meðal annars norðanverða Bólivíu og Brasilíu. Stór hluti vestur strandar álfunnar verður einnig svalari en að meðaltali. Aukin úrkoma í Suðaustur-Asíu og norðvestanverðri Suður-Ameríku Áhrif La niña eru ekki síst á úrkomu og dreifingu hennar, sérstaklega í kringum Kyrrahafið. Auknar líkur eru á óvenju þurrum aðstæðum í kringum miðbaug nærri dagsetningarlínunni og að syðsta odda Suður-Ameríku og norðvestanverðri Suður-Asíu og Miðausturlöndum. Á hinn bóginn er reiknað með úrkomusömu veðri í hluta Suðaustur-Asíu rétt norðan miðbaugs sem nær í suðvestanvert og mið- og norðanvert Kyrrahafið auk norðvestasta hluta Suður-Ameríku. Erfiðara er sagt að spá fyrir um áhrif á úrkomu í Afríku, Evrópu og Asíu. Teikn eru þó á lofti um að óvenjuúrkomusamt geti verið yfir hluta vestanverðrar Norður-Ameríku og hluta sunnanverðrar Afríku. Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfesti í dag að La niña hefði myndast og að fyrirbrigðið ætti eftir að hafa áhrif á hitastig og úrkomu næstu mánuðina. Þetta er annað árið í röð sem La niña aðstæður myndast í Kyrrahafi og er búist við að þessi vari fram í byrjun næsta árs. Líkön benda til þess að fyrirbrigðið verði veikt eða í meðaltali og nokkuð veikari en það sem var ríkjandi á milli 2020 til 2021. Vegna kólnunaráhrifa La niña-viðburðanna tveggja á þessu ári er reiknað með það verði á lista yfir tíu hlýjustu ár frá upphafi mælinga frekar en það hlýjasta. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. Búist er við því að hiti verði yfir meðaltali víða yfir landi á meðan á La niña stendur. Helstu undantekningarnar eru norðvestanverð Norður-Ameríka, indversku undirálfunni, Indókínaskagi og Ástralía. Fyrir utan hluta norðurskautsins og nyrstu hluta Asíu er reiknað með að sérstaklega hlýtt verði í austan- og suðaustanverðri Norður-Ameríku, þar á meðal stærsta hluta Karíbahafs, norðaustanverðri Asíu og stórum hluta Evrópu. Hiti á að vera við eða undir meðaltali í Suður-Ameríku norðan 15. breiddargráðu suður sem sker meðal annars norðanverða Bólivíu og Brasilíu. Stór hluti vestur strandar álfunnar verður einnig svalari en að meðaltali. Aukin úrkoma í Suðaustur-Asíu og norðvestanverðri Suður-Ameríku Áhrif La niña eru ekki síst á úrkomu og dreifingu hennar, sérstaklega í kringum Kyrrahafið. Auknar líkur eru á óvenju þurrum aðstæðum í kringum miðbaug nærri dagsetningarlínunni og að syðsta odda Suður-Ameríku og norðvestanverðri Suður-Asíu og Miðausturlöndum. Á hinn bóginn er reiknað með úrkomusömu veðri í hluta Suðaustur-Asíu rétt norðan miðbaugs sem nær í suðvestanvert og mið- og norðanvert Kyrrahafið auk norðvestasta hluta Suður-Ameríku. Erfiðara er sagt að spá fyrir um áhrif á úrkomu í Afríku, Evrópu og Asíu. Teikn eru þó á lofti um að óvenjuúrkomusamt geti verið yfir hluta vestanverðrar Norður-Ameríku og hluta sunnanverðrar Afríku.
La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar.
Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira