Velferðarþjónustan grípur boltann Björn Bjarki Þorsteinsson, María FJóla Harðardóttir og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 30. nóvember 2021 20:46 Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar. Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála. Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann. Björn Bjarki er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), María Fjóla er varaformaður stjórnar SFV og Sigurjón er framkvæmdastjóri SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar. Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála. Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann. Björn Bjarki er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), María Fjóla er varaformaður stjórnar SFV og Sigurjón er framkvæmdastjóri SFV.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun