„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 08:02 Eric Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam og fjölskyldumál. AP Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira