Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 23:30 Teikning af Ghislaine Maxwell í réttarsal í New York í dag. AP/Elizabeth Williams Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein, bandaríska auðkýfingnum, ungar stúlkur sem hann svo misnotaði. Hún hafi jafnvel tekið þátt í misnotkuninni sjálf. Réttarhöld yfir henni hófust í New York í dag. Lara Pomerantz, saksóknarinn í málinu, sagði að Maxwell og Epstein hefðu tælt stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar með peningum og gjöfum til að „nudda“ Epstein. Hann misnotaði þær síðan kynferðislega. Fullyrti saksóknarinn að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotum Epstein sem stóðu yfir í meira en áratug enda hafi hún verið með puttana í nánast öllu daglegu lífi hans. „Hún var með í þessu frá upphafi. Sakborningurinn og Epstein tældu fórnarlömb sín með loforðum um bjarta framtíð en misnotuðu þau síðan,“ sagði Pomerantz. Bobbi Sternheim, verjandi Maxwell, dró upp allt aðra mynd af bresku yfirstéttarkonunni. Hún væri hvorki Epstein sjálfur né líktist hún honum. Þess í stað væri hún gerð að blóraböggli fyrir brot hans. Sakaði verjandinn fjórar konur sem segja að Maxwell hafi kynnt sig fyrir Epstein til að vera misnotaðar um að vera aðeins á höttunum eftir fé úr sjóði sem dánarbú Epstein stofnaði eftir að hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Epstein var þá ákærður fyrir mansal. „Ásakendur hafa hrist peningatréð og milljónir dollara hafa fallið í skaut þeirra,“ sagði Sternheim. Maxwell neitar allri sök í málinu en henni hefur verið haldið í fangelsi frá því að hún var handtekin í fyrra. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein, bandaríska auðkýfingnum, ungar stúlkur sem hann svo misnotaði. Hún hafi jafnvel tekið þátt í misnotkuninni sjálf. Réttarhöld yfir henni hófust í New York í dag. Lara Pomerantz, saksóknarinn í málinu, sagði að Maxwell og Epstein hefðu tælt stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar með peningum og gjöfum til að „nudda“ Epstein. Hann misnotaði þær síðan kynferðislega. Fullyrti saksóknarinn að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotum Epstein sem stóðu yfir í meira en áratug enda hafi hún verið með puttana í nánast öllu daglegu lífi hans. „Hún var með í þessu frá upphafi. Sakborningurinn og Epstein tældu fórnarlömb sín með loforðum um bjarta framtíð en misnotuðu þau síðan,“ sagði Pomerantz. Bobbi Sternheim, verjandi Maxwell, dró upp allt aðra mynd af bresku yfirstéttarkonunni. Hún væri hvorki Epstein sjálfur né líktist hún honum. Þess í stað væri hún gerð að blóraböggli fyrir brot hans. Sakaði verjandinn fjórar konur sem segja að Maxwell hafi kynnt sig fyrir Epstein til að vera misnotaðar um að vera aðeins á höttunum eftir fé úr sjóði sem dánarbú Epstein stofnaði eftir að hann svipti sig lífi í fangelsi árið 2019. Epstein var þá ákærður fyrir mansal. „Ásakendur hafa hrist peningatréð og milljónir dollara hafa fallið í skaut þeirra,“ sagði Sternheim. Maxwell neitar allri sök í málinu en henni hefur verið haldið í fangelsi frá því að hún var handtekin í fyrra.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Sagðist vera of mikill heigull til að svipta sig lífi Mörg mistök voru gerð við skráningu og eftirlit með athafnamanninum Jeffrey Epstein á meðan hann dvaldi í fangelsinu í New York, þar sem hann svipti sig að lokum lífi 10. ágúst síðastliðinn. 24. nóvember 2021 08:10