Lífið

Vilja 165 milljónir króna fyrir hönnunar­hæð á Sel­tjarnar­nesi

Árni Sæberg skrifar
Um er að ræða efri hæðina að Unnarbraut 2.
Um er að ræða efri hæðina að Unnarbraut 2. Lind fasteignasala

Kári Knúts­son, lýta­lækn­ir og hlut­hafi í Klínik­inni Ármúla, og Erla Ólafs­dótt­ir, fyrr­ver­andi banka­starfsmaður, hafa sett hæð sína að Unnarbraut 2, Seltjarnarnesi á sölu. Vongóðir kaupendur þurfa að reiða fram 165 milljónir króna, vilji þeir eignast hæðina.

Um er að ræða glæsilega tvö hundruð fermetra efri sérhæð með bílskúr í tvíbýli.

Fasteignamat eignarinnar er umtalsvert lægra en uppsett verð eða 77 milljónir króna.

Á fasteignavef Vísis segir að einstakt sjávarútsýni sé úr svo til allri íbúðinni og að stórar svalir séu til suðvesturs og suðausturs.

Í frétt Smartlands frá 2019 segir að hjónin Kári og Erla hafi flutt inn í íbúðina eftir sjö ára dvöl í Kaupmannahöfn. Nú virðast þau aftur hugsa sér til hreyfings.

Þá segir einnig að nátt­úr­an, strönd­in og hafið í nágrenninu hafi heillað þau.

Hæðin er öll hin glæsilegasta að innan en hún hefur verið endurnýjuð að mestu leiti nýlega. Þar eru til að mynda sérsmíðaðar innréttingar og hurðir hannaðar af Guðbjörgu Magnúsdóttur.

nnréttingar Guðbjargar Magnúsdóttur taka sig vel út í eldhúsinu.Lind fasteignasala
Glæsilegur arinn prýðir stofuna.Lind fasteignasala
Hönnunarhúsgögn sæma sér vel í stofunni en hér má sjá eggið fræga eftir Arne Jacobsen. Þá glittir einnig í þekktasta stól þeirra Eames-hjóna.Lind fasteignasala
Enginn skortur er á speglum á baðherberginu.Lind fasteignasala
Útsýnið af yfirbyggðum svölunum er ekki af verri endanum.Lind fasteignasala
Hér væri ekki amalegt að grilla.Lind fasteignasala

Arkitekt hússins er Skarphéðinn Jóhannsson.Lind fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×