Áhugavert að börn séu hlynnt klámbanni og telur fulla ástæðu að skoða það Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 27. nóvember 2021 21:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur fulla ástæðu til að taka það til skoðunar hvort banna eigi klám börnum undir átján ára aldri. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur fulla ástæðu til að skoða hvort tilefni sé til að banna klámáhorf barna. Hann segir áhugavert að börn og unglingar séu fylgjandi slíku banni. Vinna er hafin innan menntamálaráðuneytisins við áform um að banna klám öllum yngri en átján ára. Stefnt er að því að halda því til haga með því að skikka fólk til að bera kennsl á sig með rafrænum skilríkjum, áður en því er hleypt inn á klámsíður. Skoðanir á þessari hugmynd eru misjafnar. Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks hafa til að mynda mótmælt þessum áformum en nemendur í Hagaskóla, sem fréttastofa ræddi við í vikunni, fögnuðu hugmyndinni og töldu fulla ástæðu til að taka slíkt bann til skoðunar. Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að þessi mál séu tekin til skoðunar. „Mér fannst áhugavert að horfa á frétt í vikunni þþar sem börnin í Hagaskóla voru spurð um nákvæmlega þetta og þau voru þeirrar skoðunar að það væri full ástæða til að taka þetta til skoðunar. Ég hef nú þá skoðun að við eigum að hlusta eftir sjónarmiðum barna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Ég veit nú ekki hvort þessi börn séu einkennandi en mér fannst þetta alla vega mjög áhugavert að þau greinilega óska eftir að við setjum þetta á dagskrá. Kannski ættum við að ræða þetta á næsta barnaþingi.“ Meðal þeirra áhyggjuefna sem þingmenn lýstu varðandi framkvæmd þessa klámbanns var persónuvernd, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata vakti athygli á. „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ sagði Björn í vikunni. Nemendur Hagaskóla höfðu hins vegar aðrar áhyggjur og þá frekar áhyggjur á áhrifum klámsins sjálfs, eins og Helena í 10. bekk kom inn á í samtali við fréttastofu í vikunni. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint.“ Sem er sjónarmið sem forsætisráðherra virðist taka undir. „Það hefur auðvitað mjög mikil áhrif á upplifun þeirra [barna] af heiminum og samskiptum kynjanna og samskiptum tengdum ást,“ segir Katrín. „Klámefni er ekki ætlað börnum en við vitum það hins vegar að klámefni nær til mjög ungra barna og sérstaklega í hinum tæknivædda heimi þar sem í raun og veru má segja að börnin séu ekki að sækja í kl´maið heldur er klámið að sækja í börnin miðað við það hversu ung börn eru þegar þau eru að komast í snertingu við klámefni.“ „Mér finnst mjög jákvætt að þetta sé tekið til skoðunar. Við erum með netöryggisstefnu sem snýst um það að vernda börn fyrir óæskilegu efni líkt og við höfum gert um árabil þegar kemur til að mynda að sjónvarpsefni og öðru sem ekki er ætlað börnum. Þannig að mér finnst fullt efni til að taka þetta til umræðu.“ Hún telur ekki líklegt að klám verði bannað alveg hér á landi. „En það eru hins vegar ákveðin lög og reglur sem gilda um klám í raunheimum og það má spyrja sig af hverju sömu lög og reglur eigi ekki að gilda um klám í netheimum.“ Þú ert hlynnt að á verði komið einhverri síu? „Við þurfum að huga að því að við þekkjum það öll að það eru slíkar síur á klámefni, það eru líklega síur sem sía út annars konar efni þannig að þarna þarf augljóslega að vanda til verka og eiga upplýsta umræðu.“ OnlyFans Börn og uppeldi Alþingi Klám Tengdar fréttir Klám og rafræn skilríki Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna). 26. nóvember 2021 12:01 Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01 Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vinna er hafin innan menntamálaráðuneytisins við áform um að banna klám öllum yngri en átján ára. Stefnt er að því að halda því til haga með því að skikka fólk til að bera kennsl á sig með rafrænum skilríkjum, áður en því er hleypt inn á klámsíður. Skoðanir á þessari hugmynd eru misjafnar. Þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokks hafa til að mynda mótmælt þessum áformum en nemendur í Hagaskóla, sem fréttastofa ræddi við í vikunni, fögnuðu hugmyndinni og töldu fulla ástæðu til að taka slíkt bann til skoðunar. Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að þessi mál séu tekin til skoðunar. „Mér fannst áhugavert að horfa á frétt í vikunni þþar sem börnin í Hagaskóla voru spurð um nákvæmlega þetta og þau voru þeirrar skoðunar að það væri full ástæða til að taka þetta til skoðunar. Ég hef nú þá skoðun að við eigum að hlusta eftir sjónarmiðum barna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Ég veit nú ekki hvort þessi börn séu einkennandi en mér fannst þetta alla vega mjög áhugavert að þau greinilega óska eftir að við setjum þetta á dagskrá. Kannski ættum við að ræða þetta á næsta barnaþingi.“ Meðal þeirra áhyggjuefna sem þingmenn lýstu varðandi framkvæmd þessa klámbanns var persónuvernd, sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata vakti athygli á. „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ sagði Björn í vikunni. Nemendur Hagaskóla höfðu hins vegar aðrar áhyggjur og þá frekar áhyggjur á áhrifum klámsins sjálfs, eins og Helena í 10. bekk kom inn á í samtali við fréttastofu í vikunni. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint.“ Sem er sjónarmið sem forsætisráðherra virðist taka undir. „Það hefur auðvitað mjög mikil áhrif á upplifun þeirra [barna] af heiminum og samskiptum kynjanna og samskiptum tengdum ást,“ segir Katrín. „Klámefni er ekki ætlað börnum en við vitum það hins vegar að klámefni nær til mjög ungra barna og sérstaklega í hinum tæknivædda heimi þar sem í raun og veru má segja að börnin séu ekki að sækja í kl´maið heldur er klámið að sækja í börnin miðað við það hversu ung börn eru þegar þau eru að komast í snertingu við klámefni.“ „Mér finnst mjög jákvætt að þetta sé tekið til skoðunar. Við erum með netöryggisstefnu sem snýst um það að vernda börn fyrir óæskilegu efni líkt og við höfum gert um árabil þegar kemur til að mynda að sjónvarpsefni og öðru sem ekki er ætlað börnum. Þannig að mér finnst fullt efni til að taka þetta til umræðu.“ Hún telur ekki líklegt að klám verði bannað alveg hér á landi. „En það eru hins vegar ákveðin lög og reglur sem gilda um klám í raunheimum og það má spyrja sig af hverju sömu lög og reglur eigi ekki að gilda um klám í netheimum.“ Þú ert hlynnt að á verði komið einhverri síu? „Við þurfum að huga að því að við þekkjum það öll að það eru slíkar síur á klámefni, það eru líklega síur sem sía út annars konar efni þannig að þarna þarf augljóslega að vanda til verka og eiga upplýsta umræðu.“
OnlyFans Börn og uppeldi Alþingi Klám Tengdar fréttir Klám og rafræn skilríki Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna). 26. nóvember 2021 12:01 Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01 Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Klám og rafræn skilríki Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna). 26. nóvember 2021 12:01
Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. 22. nóvember 2021 23:01
Hyggjast nota rafræn skilríki til að loka á klám fyrir börn Íslensk stjórnvöld áforma að hefta verulega aðgang barna yngri en 18 ára að klámi með róttækum rafrænum lausnum sem unnið er að í menntamálaráðuneytinu. Til skoðunar er að nota rafræn skilríki til að loka alveg á klám fyrir ólögráða. 19. nóvember 2021 21:01