Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til! Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. nóvember 2021 09:32 Á dögunum dreifðu dýraverndunarsamtökin AWF, Þýzkalandi, og TSB, Sviss, viðamikilli skýrslu, ásamt myndbandi, um blóðmerahald á Íslandi, en þessi samtök höfðu unnið að rannsókn blóðmerahalds hér frá 2019. Dýraverndunarsamtök í 9 öðrum löndum styrktu þessa rannsókn og skýrslugerð. Sýnir það, hvernig dýravinir og samtök þeirra í öðrum löndun líta þá óiðju, blóðmerahaldið, sem leyfð er og stunduð hér. Í flestum eða öllum öðrum ríkjum Evrópu fyrirbyggja reglur og lög um dýravernd og dýravelferð þetta blóðmerahald. Evrópuþingið er líka búið að samþykkja lög um dýravelferð, þar sem allur innflutningur á kjöti og afurðum úr blóðmerahaldi er bannaður. Þessi lög eiga að taka gildi 2023-2024. Einu löndin, sem blóðmerahald er leyft í, eru því í Suður Ameríku; Argentínu og Úrúgvæ. Í þessum löndum líðst blóðmerahaldið, enda velferð dýra þar varla á dagskrá, hvað þá hátt skrifuð, og dýravernd á lægsta plani. Eins mun þessi óiðja viðgangast í Kína, án þess að mikið sé um það vitað. Við Íslendingar erum þarna því í góðum félagskap. Fyrir hönd okkar Jarðarvina skrifaði ég grein í blöðin í febrúar 2020, um það heiftarlega ofbeldi og dýraníð, sem á sér stað í blóðmerahaldi. Fyrirsögn var „170 tonn af blóði“. Enn er hægt að finna hana á netinu. Ég byggði rannsókn mína á gögnum og myndböndum frá Suður Ameríku, en, ef t.a.m. „Blutfarmen“ eða „Blutstuten“ er slegið inn a Google, liggja þar myndskeið fyrir, sem sýna ofbeldið og misþyrmingarnar, sem blessaðar hryssurnar verða fyrir. Ég ályktaði í grein minni, að aðfarirnar og ofbeldið við blóðtöku hér væru svipaðar, enda verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum - staða dýrsins negld - til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!! Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!? Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar blóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku eftir viku, í 8-9 vikur. Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til! Skýrslan og myndbandið, sem AWF og TSB dreifðu um síðustu helgi, sýna svo og sannna, að ályktun mín var rétt: Aðfarir íslenzkra bænda og dýralækna, alla vega margra þeirra, er ekki skömminni skárri, en gerist í Suður Ameríku. Hér á Íslandi á það að heita, að húð hryssu sé staðdeyfð fyrir blóðtöku. Munu þar vera eiðsvarðir dýralæknar, sem vinna á vegum Ísteka - sem að þessari starfsemi allri stendur og græðir á því offjár - sem framkvæma deyfingu og blóðtöku. Er erfitt að átta sig á sjálfsvirðingu, starfsvirðingu og virðingu þessara dýralækna fyrir lifandi dýrunum. Eins má velta fyrir sér, hvers konar menn þeir bændur eru, sem leggja sig niður við þetta lágkúrulega dýrahald. Eru þetta kannske léttteknir peningar, og mega þá siðferði, mannúð og virðing við sínar eigin skepnur, sem hafa tilfinningar, eins og við, fara lönd og leið? Tækniháskóli í Virginíu í Bandaríkjunum, sem vinnur að stöðlum fyrir notkun dýra í tilraunum og matvælaiðnaði, telur, að ekki megi tappa meira blóði af hryssu, en sem nemur 10% af heildarblóðmagni hennar og það mest á fjögra vikna fresti. Af íslenzkum hryssum er hins vegar tappað sem nemur 15% af blóðmagni þeirra, 5 lítrum af 35-37 lítrum, vikulega! Það sýnir okkur nokkuð, hver afstaða íslenzkra stjórnvalda - í þessu tilviki Matvælastofnunar (MAST) og landbúnaðar-ráðherra - er, til dýrahalds, sem byggir á ofbeldi og misþyrmingum dýra, að blóðmerahaldið hefur verið leyft hér í 40 ár. Það breytti líka engu, þó að við, Jarðarvinir, hefðum lagt fyrir stjórnendur MAST, yfirdýralækni og ráðherra, skýr gögn, sem bentu til dýraníðs í blóðmerahaldi. Gamalli aðferð var beitt: Að þegja málið í hel. Samúð með blessuðum dýrunum í lágmarki, en meðvirkni og stuðningur við Ísteka og bændur í hámarki. Skyldi MAST hafa ruglast í ríminu með það, hvert hlutverk þeirra er, hverjar skyldur þeirra eru og gagnvart hverjum? Þetta að lokum: Tvær stofnanir veita leyfi fyrir þessari blóðmeraóiðju; MAST fyrir blótökunni og Lyfjastofnun fyrir hormónavinnslunni úr blóðinu. Þegar við leituðum á MAST með það, á hvaða lagagrundvelli leyfisveitingin til blóðtökunnar byggðist, gaf stofnunin upp reglugerð nr. 279/2002. Þar reyndist þó sá galli á gjöf Njarðar, að þessi reglugerð nær aðeins til „dýratilrauna“, og ekki til fjöldaframleiðslu á blóði. Leyfisveitingin var því út í hött, og við kröfðumst þess, að frekari leyfi yrðu ekki veitt. Þá snéru Ísteka og MAST sig, að því er virtist bara bræðralega, út úr þessum greinilega aga- og leyfisgrundvellis skorti með því, að fullyrða, að í millitíðinni hefði komið í ljós, að ekkert leyfi þyrfti fyrir blóðtökunni. Í 40 ár þurfti leyfi, en þegar á leyfisgrundvöll reyndi, og hann reyndist ekki til staðar, hét það einfaldlega: Þessi blóðtaka er ekki leyfisskyld. Það er illt til þess að vita, að það skuli útlendinga til, til að benda okkur á það, sem miður fer í okkar landi - í þessu tilfelli á harkalegt brot á öllum góðum reglum um dýravernd og dýravelferð, sem reyndar hefur aldrei verið okkar sterka hlið -, og verð ég að ljúka þessum skrifum með þessum orðum: Miklir andskotans aumingjar getum við verið. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Á dögunum dreifðu dýraverndunarsamtökin AWF, Þýzkalandi, og TSB, Sviss, viðamikilli skýrslu, ásamt myndbandi, um blóðmerahald á Íslandi, en þessi samtök höfðu unnið að rannsókn blóðmerahalds hér frá 2019. Dýraverndunarsamtök í 9 öðrum löndum styrktu þessa rannsókn og skýrslugerð. Sýnir það, hvernig dýravinir og samtök þeirra í öðrum löndun líta þá óiðju, blóðmerahaldið, sem leyfð er og stunduð hér. Í flestum eða öllum öðrum ríkjum Evrópu fyrirbyggja reglur og lög um dýravernd og dýravelferð þetta blóðmerahald. Evrópuþingið er líka búið að samþykkja lög um dýravelferð, þar sem allur innflutningur á kjöti og afurðum úr blóðmerahaldi er bannaður. Þessi lög eiga að taka gildi 2023-2024. Einu löndin, sem blóðmerahald er leyft í, eru því í Suður Ameríku; Argentínu og Úrúgvæ. Í þessum löndum líðst blóðmerahaldið, enda velferð dýra þar varla á dagskrá, hvað þá hátt skrifuð, og dýravernd á lægsta plani. Eins mun þessi óiðja viðgangast í Kína, án þess að mikið sé um það vitað. Við Íslendingar erum þarna því í góðum félagskap. Fyrir hönd okkar Jarðarvina skrifaði ég grein í blöðin í febrúar 2020, um það heiftarlega ofbeldi og dýraníð, sem á sér stað í blóðmerahaldi. Fyrirsögn var „170 tonn af blóði“. Enn er hægt að finna hana á netinu. Ég byggði rannsókn mína á gögnum og myndböndum frá Suður Ameríku, en, ef t.a.m. „Blutfarmen“ eða „Blutstuten“ er slegið inn a Google, liggja þar myndskeið fyrir, sem sýna ofbeldið og misþyrmingarnar, sem blessaðar hryssurnar verða fyrir. Ég ályktaði í grein minni, að aðfarirnar og ofbeldið við blóðtöku hér væru svipaðar, enda verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum - staða dýrsins negld - til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!! Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!? Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar blóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku eftir viku, í 8-9 vikur. Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til! Skýrslan og myndbandið, sem AWF og TSB dreifðu um síðustu helgi, sýna svo og sannna, að ályktun mín var rétt: Aðfarir íslenzkra bænda og dýralækna, alla vega margra þeirra, er ekki skömminni skárri, en gerist í Suður Ameríku. Hér á Íslandi á það að heita, að húð hryssu sé staðdeyfð fyrir blóðtöku. Munu þar vera eiðsvarðir dýralæknar, sem vinna á vegum Ísteka - sem að þessari starfsemi allri stendur og græðir á því offjár - sem framkvæma deyfingu og blóðtöku. Er erfitt að átta sig á sjálfsvirðingu, starfsvirðingu og virðingu þessara dýralækna fyrir lifandi dýrunum. Eins má velta fyrir sér, hvers konar menn þeir bændur eru, sem leggja sig niður við þetta lágkúrulega dýrahald. Eru þetta kannske léttteknir peningar, og mega þá siðferði, mannúð og virðing við sínar eigin skepnur, sem hafa tilfinningar, eins og við, fara lönd og leið? Tækniháskóli í Virginíu í Bandaríkjunum, sem vinnur að stöðlum fyrir notkun dýra í tilraunum og matvælaiðnaði, telur, að ekki megi tappa meira blóði af hryssu, en sem nemur 10% af heildarblóðmagni hennar og það mest á fjögra vikna fresti. Af íslenzkum hryssum er hins vegar tappað sem nemur 15% af blóðmagni þeirra, 5 lítrum af 35-37 lítrum, vikulega! Það sýnir okkur nokkuð, hver afstaða íslenzkra stjórnvalda - í þessu tilviki Matvælastofnunar (MAST) og landbúnaðar-ráðherra - er, til dýrahalds, sem byggir á ofbeldi og misþyrmingum dýra, að blóðmerahaldið hefur verið leyft hér í 40 ár. Það breytti líka engu, þó að við, Jarðarvinir, hefðum lagt fyrir stjórnendur MAST, yfirdýralækni og ráðherra, skýr gögn, sem bentu til dýraníðs í blóðmerahaldi. Gamalli aðferð var beitt: Að þegja málið í hel. Samúð með blessuðum dýrunum í lágmarki, en meðvirkni og stuðningur við Ísteka og bændur í hámarki. Skyldi MAST hafa ruglast í ríminu með það, hvert hlutverk þeirra er, hverjar skyldur þeirra eru og gagnvart hverjum? Þetta að lokum: Tvær stofnanir veita leyfi fyrir þessari blóðmeraóiðju; MAST fyrir blótökunni og Lyfjastofnun fyrir hormónavinnslunni úr blóðinu. Þegar við leituðum á MAST með það, á hvaða lagagrundvelli leyfisveitingin til blóðtökunnar byggðist, gaf stofnunin upp reglugerð nr. 279/2002. Þar reyndist þó sá galli á gjöf Njarðar, að þessi reglugerð nær aðeins til „dýratilrauna“, og ekki til fjöldaframleiðslu á blóði. Leyfisveitingin var því út í hött, og við kröfðumst þess, að frekari leyfi yrðu ekki veitt. Þá snéru Ísteka og MAST sig, að því er virtist bara bræðralega, út úr þessum greinilega aga- og leyfisgrundvellis skorti með því, að fullyrða, að í millitíðinni hefði komið í ljós, að ekkert leyfi þyrfti fyrir blóðtökunni. Í 40 ár þurfti leyfi, en þegar á leyfisgrundvöll reyndi, og hann reyndist ekki til staðar, hét það einfaldlega: Þessi blóðtaka er ekki leyfisskyld. Það er illt til þess að vita, að það skuli útlendinga til, til að benda okkur á það, sem miður fer í okkar landi - í þessu tilfelli á harkalegt brot á öllum góðum reglum um dýravernd og dýravelferð, sem reyndar hefur aldrei verið okkar sterka hlið -, og verð ég að ljúka þessum skrifum með þessum orðum: Miklir andskotans aumingjar getum við verið. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvina.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar