Viðskipti innlent

Atvinnuleysi 5,8 prósent í október

Samúel Karl Ólason skrifar
Áætlað er að um 210.500 einstaklingar á aldrinum 16-24 ára hafi verið á vinnumarkaði í október. Af þeim hafi um 198.900 verið starfandi og um 11.600 atvinnulausir og í atvinnuleit.
Áætlað er að um 210.500 einstaklingar á aldrinum 16-24 ára hafi verið á vinnumarkaði í október. Af þeim hafi um 198.900 verið starfandi og um 11.600 atvinnulausir og í atvinnuleit. Vísir/Vilhelm

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 5,8 prósent í október, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka var 79,2 prósent hlutfall starfandi var 75,5 prósent.

Samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni jóst atvinnuleysið um 2,3 prósentustig milli mánaða á meðan hlutfall starfandi dróst saman um 0,2 prósentustig.

Áætlað er að um 210.500 einstaklingar á aldrinum 16-24 ára hafi verið á vinnumarkaði í október. Af þeim hafi um 198.900 verið starfandi og um 11.600 atvinnulausir og í atvinnuleit.

„Í október 2021 er áætlað að 30.300 einstaklingar hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu (slaki) sem jafngildir 13,8% af samanlögðu vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þeim voru 38,1% atvinnulausir, 18,6% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 10,0% í atvinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 33,3% vinnulitlir (starfandi í hlutastarfi og vilja vinna meira),“ segir á vef Hagstofunnar þar sem sjá má ítarlegri upplýsingar.

https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/vinnumarkadur/vinnumarkadurinn-i-oktober-2021/

Þar segir að samanburður við október 2020 sýni að hlutfall þeirra sem hafi óuppfyllta þörf fyrir atvinnu hafi lækkað um 3,7 prósentustig á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×