James Webb fær heilbrigðisvottorð eftir uppákomu sem seinkaði geimskoti Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 09:44 Spegill JWST er sex og hálfur metri að þvermáli, mun stærri en Hubble-geimsjónaukans. NASA/MSFC/David Higginbotham Verkfræðingar hafa nú lokið prófunum á James Webb-geimsjónaukanum og staðfest að allt sé til reiðu að skjóta honum út í geim í næsta mánuði. Ákveðið var að fresta geimskotinu um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning á dögunum. Hosuklemma sem festir geimsjónaukann við sérstakt millistykki sem tengir hann við efra þrep Arianne 5-eldflaugarinnar sem á að skjóta honum út í geim losnaði óvænt þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við eldflaugina nýlega. Í kjölfarið var ákveðið að gera frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Því var ákveðið að fresta geimskotinu um nokkra. Til stóð að skjóta honum á loft í fyrsta lagi 18. desember en nú er áætlað að það verði að morgni 22. desembers. Prófunum var lokið í gær og komst nefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að sjónaukinn hefði ekki skaddast. Lagði hún blessun sína yfir að byrjað yrði að fylla eldsneyti á sjónaukann. Hafist verður handa við það í dag en áfyllingin tekur um tíu daga, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. James Webb er stærsti geimsjónauki sögunnar en geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað undanfarin ár. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Franska Gvæjana Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hosuklemma sem festir geimsjónaukann við sérstakt millistykki sem tengir hann við efra þrep Arianne 5-eldflaugarinnar sem á að skjóta honum út í geim losnaði óvænt þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við eldflaugina nýlega. Í kjölfarið var ákveðið að gera frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Því var ákveðið að fresta geimskotinu um nokkra. Til stóð að skjóta honum á loft í fyrsta lagi 18. desember en nú er áætlað að það verði að morgni 22. desembers. Prófunum var lokið í gær og komst nefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA að sjónaukinn hefði ekki skaddast. Lagði hún blessun sína yfir að byrjað yrði að fylla eldsneyti á sjónaukann. Hafist verður handa við það í dag en áfyllingin tekur um tíu daga, að því er segir í tilkynningu á vef NASA. James Webb er stærsti geimsjónauki sögunnar en geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað undanfarin ár. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum sem hann leysir af hólmi er JWST næmur fyrir innrauðu ljósi en ekki sýnilegu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Honum verður skotið á loft frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Franska Gvæjana Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira