Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2021 08:58 Fjöldi mótmælenda var saman kominn í miðborg Chicago í gær. Pat Nabong/Chicago Sun-Times via AP Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að mótmælendur hafi brotið rúður í borginni, kastað hlutum í lögreglu og til tals hafi komið meðal mótmælenda að brenna niður byggingu í eigu ríkisins í miðbæ Portland. Lögreglan hafi sektað nokkurn fjölda fólks en aðeins einn hafi verið handtekinn. Mótmælin voru til komin eftir að hinn átján ára Kyle Rittenhouse var sýknaður af ákæru fyrir morð á tveimur mönnum og fyrir að særa þann þriðja, þegar hann var viðstaddur óeirðir í borginni Kenosha í Wisconsin í ágúst í fyrra, vopnaður riffli. Óeirðirnar í Kenosha spruttu út frá mótmælum gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum í Bandaríkjunum, eftir að hvítur lögreglumaður skaut Jacob Blake, sem er svartur, ítrekað í bakið þegar hann hafði afskipti af honum. Trúin á réttarkerfinu upp urin Mótmæli spruttu upp víða í landinu um helgina eftir að niðurstaða í málinu lá fyrir, til að mynda í New York, Los Angeles og í Chicago. Í síðastnefndu borginni gengu um þúsund manns í gegnum miðborg Chicago með skilti þar sem kynþáttahyggju og kynþáttafordómum var mótmælt ákaft. Þá báru sumir myndir af Rittenhouse þar sem hann er vopnaður rifflinum. Skilaboðin „Kill Kyle“ eða „Drepum Kyle“ sjást hér krotuð í strætóstopp í Los Angeles.AP Photo/Jae C. Hong AP hefur eftir Tönyu Watkins, einum skipuleggjenda mótmælanna í Chicago: „Þó að dómur í málinu hafi ekki komið mér á óvart þá er ég þreytt. Ég er vonsvikin. Ég er bálreið. Ég er búin að tapa hverri einustu örðu af trausti á réttarkerfinu.“ Biden og Trump á öndverðum meiði Mál Rittenhouse hefur valdið miklum titringi vestanhafs og verið afar umdeilt. Þannig lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti vonbrigðum með að Rittenhouse hafi ekki verið sakfelldur á meðan forveri hans í starfi, Donald Trump, fagnaði sýknunni ákaft. Saksóknurum í máli Rittenhouse tókst ekki að sýna fram á að hann hafi að yfirlögðu ráði ætlað sér að drepa mennina tvo sem hann skaut til bana. Verjendur Rittenhouse báru því við að mennirnir sem hann skaut hafi ógnað honum og hann hafi skotið þá í sjálfsvörn, sem kviðdómur í málinu féllst á. Hefði Rittenhouse verið fundinn sekur hefði hann getað átt yfir höfði sér áratugalangan fangelsisdóm. Rittenhouse ferðaðist til Kenosha í Wisconsin frá Illinois, sérstaklega til þess að vera viðstaddur óeirðirnar. Þar sagðist hann hafa ætlað sér að varna því að fyrirtæki yrðu fyrir barðinu á mótmælendum sem kynnu að reyna að vinna skemmdarverk, auk þess að veita fyrstu hjálp ef þörf væri á.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira