Vill að Livramento fái meiri vernd frá dómurum deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2021 18:00 Tino Livramento liggur kylliflatur eftir að Anwar El Ghazi braut á honum í leik Southampton og Aston Villa skömmu fyrir landsleikjahlé. Robin Jones/Getty Images Tino Livramento, hægri bakvörður Southampton, er einn af þeim leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem er hvað oftast brotið á. Ralph Hasenhüttl, þjálfari liðsins, segir að Livramento verði að fá meiri vernd frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar. Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði. Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur. „Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina. Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFCMore from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021 „Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“ „Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Livramento gekk í raðir Southampton fyrir tímabilið frá Chelsea þar sem Lundúnaliðið er með fjölda hægri bakvarða á sínum snærum. Livramento fór beint í byrjunarlið Southampton og hefur staðið sig með prýði. Það kemur hins vegar verulega á óvart – nema eflaust stuðningsfólk Southampton – að Livramento sé einn af þeim leikmönnum sem er hvað oftast brotið á af öllum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Þurfti hann til að mynda að draga sig úr hópi U-21 árs landsliðs Englands nú á dögunum vegna meiðsla. The Athletic greinir frá og í grein þeirra tekur Þjóðverjinn Hasenhüttl fram að hann vilji sjá dómara deildarinnar vernda sinn mann betur. „Hann er mjög fljótur, með og án bolta. Þegar hann gefur boltann þá er eina leiðin til að stöðva hann að brjóta á honum því annars er hann horfinn,“ sagði Hasenhüttl í viðtali fyrir leik Southampton og Norwich City um helgina. Ralph Hasenhuttl believes Livramento needs more protection from Premier League referees.The 19-year-old had to withdraw from England Under-21 duty after being repeatedly felled during #SaintsFC's 1-0 win over #AVFCMore from @dansheldonsport https://t.co/7lrRjyifyd— The Athletic UK (@TheAthleticUK) November 19, 2021 „Hann hefur verið einn af okkar betri leikmönnum og við verðum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Það er góðs viti að hann er líflegur og það sé erfitt að stöðva hann. Svo lengi sem hann er ekki meiddur er þetta í lagi en við verðum að hugsa vel um hann. Dómarar deildarinnar mættu gera slíkt hið sama, í síðasta leik hefði leikmaður mótherjanna átt að fjúka út af eftir hálftíma leik eftir að hafa brotið á Livramento.“ „Þeir (dómarar ensku úrvalsdeildarinnar) verða að hafa augun opin í aðstæðum sem þessum. Ég hef ekki áhyggjur af honum samt þar sem hann hefur hæfileikana og vill fara einn á einn. Það er það sem ég vill sjá,“ sagði Hasenhüttl að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Sjá meira