Fjölgar í foreldrahúsum Eiður Þór Árnason skrifar 18. nóvember 2021 09:58 Mikil hreyfing hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið eina og hálfa árið. Vísir/Vilhelm Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum. Sömuleiðis fækkar einstaklingum í yngsta aldurshópnum sem búa í eigin húsnæði milli ára á meðan hlutfallið í öðrum aldurshópum hækkar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar sem unnin var af Prósent fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Umsvif hafa aukist til muna á fasteignamarkaði undanfarið eitt og hálft ár og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Samhliða þessu fækkaði einstaklingum á leigumarkaði. HMS Frá því að mælingar HMS hófust árið 2017 og til ársins 2019 var hlutfall leigjenda í kringum 16% og náði toppi í um 18%. Við lok árs 2019 fór hlutfallið aftur á móti að lækka og hefur verið stöðugt í kringum 13% frá vorinu 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu HMS. Að sögn stofnunarinnar má skýringuna líklega rekja til þess að leigjendur fóru af leigumarkaði og annað hvort í eigið húsnæði eða foreldrahús. Vísbending um að framboð sé að minnka Hlutfall leigjenda sem telja sig verða áfram á leigumarkaði eftir tíu ár hækkar töluvert milli ára. Í fyrri könnun HMS töldu um 34% leigjenda öruggt eða líklegt að þeir verði enn í leiguhúsnæði eftir tíu ár en hlutfallið hefur nú hækkað upp í 38% og því líklegt að langtímaleigjendum komi til með að fjölga. Að sögn HMS má líklega rekja þetta til þess að fleiri kjósi að vera á leigumarkaði og að efnameiri leigjendur hafi farið í eigið húsnæði. Fram kemur í tilkynningu að hlutfall þeirra sem fannst erfitt að verða sér úti um núverandi húsnæði hækkar á milli ára eftir að hafa dregist saman í öllum fyrri könnunum HMS frá árinu 2015. Er þetta sögð vísbending um að framboð af leiguhúsnæði sé að minnka eftir að hafa aukist mjög eftir að faraldurinn skall á. „Það má leiða að því líkur að hluti af þeim leiguíbúðum sem losnaði um vegna samdráttar í Airbnb útleigu hafi farið í söluferli sökum ört hækkandi húsnæðisverðs. Jafnframt hefur verið mikill aðflutningur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir húsnæði og að öllum líkindum sér í lagi leiguhúsnæði.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Sömuleiðis fækkar einstaklingum í yngsta aldurshópnum sem búa í eigin húsnæði milli ára á meðan hlutfallið í öðrum aldurshópum hækkar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar sem unnin var af Prósent fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Umsvif hafa aukist til muna á fasteignamarkaði undanfarið eitt og hálft ár og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Samhliða þessu fækkaði einstaklingum á leigumarkaði. HMS Frá því að mælingar HMS hófust árið 2017 og til ársins 2019 var hlutfall leigjenda í kringum 16% og náði toppi í um 18%. Við lok árs 2019 fór hlutfallið aftur á móti að lækka og hefur verið stöðugt í kringum 13% frá vorinu 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu HMS. Að sögn stofnunarinnar má skýringuna líklega rekja til þess að leigjendur fóru af leigumarkaði og annað hvort í eigið húsnæði eða foreldrahús. Vísbending um að framboð sé að minnka Hlutfall leigjenda sem telja sig verða áfram á leigumarkaði eftir tíu ár hækkar töluvert milli ára. Í fyrri könnun HMS töldu um 34% leigjenda öruggt eða líklegt að þeir verði enn í leiguhúsnæði eftir tíu ár en hlutfallið hefur nú hækkað upp í 38% og því líklegt að langtímaleigjendum komi til með að fjölga. Að sögn HMS má líklega rekja þetta til þess að fleiri kjósi að vera á leigumarkaði og að efnameiri leigjendur hafi farið í eigið húsnæði. Fram kemur í tilkynningu að hlutfall þeirra sem fannst erfitt að verða sér úti um núverandi húsnæði hækkar á milli ára eftir að hafa dregist saman í öllum fyrri könnunum HMS frá árinu 2015. Er þetta sögð vísbending um að framboð af leiguhúsnæði sé að minnka eftir að hafa aukist mjög eftir að faraldurinn skall á. „Það má leiða að því líkur að hluti af þeim leiguíbúðum sem losnaði um vegna samdráttar í Airbnb útleigu hafi farið í söluferli sökum ört hækkandi húsnæðisverðs. Jafnframt hefur verið mikill aðflutningur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir húsnæði og að öllum líkindum sér í lagi leiguhúsnæði.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24
Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44