Fjölgar í foreldrahúsum Eiður Þór Árnason skrifar 18. nóvember 2021 09:58 Mikil hreyfing hefur verið á fasteignamarkaði undanfarið eina og hálfa árið. Vísir/Vilhelm Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum. Sömuleiðis fækkar einstaklingum í yngsta aldurshópnum sem búa í eigin húsnæði milli ára á meðan hlutfallið í öðrum aldurshópum hækkar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar sem unnin var af Prósent fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Umsvif hafa aukist til muna á fasteignamarkaði undanfarið eitt og hálft ár og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Samhliða þessu fækkaði einstaklingum á leigumarkaði. HMS Frá því að mælingar HMS hófust árið 2017 og til ársins 2019 var hlutfall leigjenda í kringum 16% og náði toppi í um 18%. Við lok árs 2019 fór hlutfallið aftur á móti að lækka og hefur verið stöðugt í kringum 13% frá vorinu 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu HMS. Að sögn stofnunarinnar má skýringuna líklega rekja til þess að leigjendur fóru af leigumarkaði og annað hvort í eigið húsnæði eða foreldrahús. Vísbending um að framboð sé að minnka Hlutfall leigjenda sem telja sig verða áfram á leigumarkaði eftir tíu ár hækkar töluvert milli ára. Í fyrri könnun HMS töldu um 34% leigjenda öruggt eða líklegt að þeir verði enn í leiguhúsnæði eftir tíu ár en hlutfallið hefur nú hækkað upp í 38% og því líklegt að langtímaleigjendum komi til með að fjölga. Að sögn HMS má líklega rekja þetta til þess að fleiri kjósi að vera á leigumarkaði og að efnameiri leigjendur hafi farið í eigið húsnæði. Fram kemur í tilkynningu að hlutfall þeirra sem fannst erfitt að verða sér úti um núverandi húsnæði hækkar á milli ára eftir að hafa dregist saman í öllum fyrri könnunum HMS frá árinu 2015. Er þetta sögð vísbending um að framboð af leiguhúsnæði sé að minnka eftir að hafa aukist mjög eftir að faraldurinn skall á. „Það má leiða að því líkur að hluti af þeim leiguíbúðum sem losnaði um vegna samdráttar í Airbnb útleigu hafi farið í söluferli sökum ört hækkandi húsnæðisverðs. Jafnframt hefur verið mikill aðflutningur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir húsnæði og að öllum líkindum sér í lagi leiguhúsnæði.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Sömuleiðis fækkar einstaklingum í yngsta aldurshópnum sem búa í eigin húsnæði milli ára á meðan hlutfallið í öðrum aldurshópum hækkar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýlegrar könnunar sem unnin var af Prósent fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Umsvif hafa aukist til muna á fasteignamarkaði undanfarið eitt og hálft ár og hlutfall fyrstu kaupenda aldrei verið hærra. Samhliða þessu fækkaði einstaklingum á leigumarkaði. HMS Frá því að mælingar HMS hófust árið 2017 og til ársins 2019 var hlutfall leigjenda í kringum 16% og náði toppi í um 18%. Við lok árs 2019 fór hlutfallið aftur á móti að lækka og hefur verið stöðugt í kringum 13% frá vorinu 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu HMS. Að sögn stofnunarinnar má skýringuna líklega rekja til þess að leigjendur fóru af leigumarkaði og annað hvort í eigið húsnæði eða foreldrahús. Vísbending um að framboð sé að minnka Hlutfall leigjenda sem telja sig verða áfram á leigumarkaði eftir tíu ár hækkar töluvert milli ára. Í fyrri könnun HMS töldu um 34% leigjenda öruggt eða líklegt að þeir verði enn í leiguhúsnæði eftir tíu ár en hlutfallið hefur nú hækkað upp í 38% og því líklegt að langtímaleigjendum komi til með að fjölga. Að sögn HMS má líklega rekja þetta til þess að fleiri kjósi að vera á leigumarkaði og að efnameiri leigjendur hafi farið í eigið húsnæði. Fram kemur í tilkynningu að hlutfall þeirra sem fannst erfitt að verða sér úti um núverandi húsnæði hækkar á milli ára eftir að hafa dregist saman í öllum fyrri könnunum HMS frá árinu 2015. Er þetta sögð vísbending um að framboð af leiguhúsnæði sé að minnka eftir að hafa aukist mjög eftir að faraldurinn skall á. „Það má leiða að því líkur að hluti af þeim leiguíbúðum sem losnaði um vegna samdráttar í Airbnb útleigu hafi farið í söluferli sökum ört hækkandi húsnæðisverðs. Jafnframt hefur verið mikill aðflutningur fólks til Íslands sem eykur spurn eftir húsnæði og að öllum líkindum sér í lagi leiguhúsnæði.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24 Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Ný stjórn Samtaka leigjenda: Leigumarkaðurinn skuli þjóna leigjendum Staða leigjenda er of veik, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnaður of hár. Breyta þarf leigumarkaðinum svo að hann þjóni leigjendum, en miðsnoti þá ekki. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka leigjenda sem skipuð var á aðalfundi í gær. 31. október 2021 16:24
Einn af hverjum tíu greiðir minnst 70 prósent tekna í leigu Þrettán prósent þeirra sem leigja íbúðahúsnæði af einstaklingum eða einkareknu leigufélagi greiða 70 prósent eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum sem búa á stúdentagörðum, eða 15 prósent. 15. október 2021 10:44