„Maður stundum sér ekki þegar hún er farin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir er illviðráðanleg einn á móti einum enda fáir leikmenn með eins mikinn sprengikraft og hún. Vísir/Hulda Margrét Hin sautján ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir var til umræðu í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir síðustu umferð í Olís deild kvenna í handbolta. „Við verðum að byrja á því að tala um stjörnu leiksins. Hún er sautján ára og þetta bara eiginlega galinn leikur hjá henni,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Hún var stórkostleg í þessum leik og það gekk náttúrulega allt upp hjá henni. Það var stundum eins og hún væri að spila á móti unglingaflokksleikmönnum,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum á móti Stjörnunni „Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það var eins og hún væri að keppa á móti þriðja flokki sem er reyndar hennar flokkur held ég. Það var því kannski eins og hún væri að keppa á móti fimmta flokki. Ég hef aldrei séð svona alhliða frammistöðu hjá sautján ára leikmanni í efstu,“ sagði Svava Kristín. „Hún er að fífla leikmenn aftur og aftur. Marga leikmenn. Hún tekur Helenu og hún tekur Kötlu,“ sagði Solveig Lára. „Hún er frábær þessi stelpa. Ég er alltaf pínu talsmaður þess að gefa leikmönnum tækifæri. Hún fékk tækifærið á síðasta tímabili,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Svo líka þessi ellefu stopp. Þegar þú horfir á hana þá hugsar þú: Ráðumst á hana. Hún stendur vörnina alveg,“ sagði Solveig Lára. „Hún er bara snögg og hefur þennan svaka sprengikraft. Maður stundum sér ekki þegar hún er farin. Hún var líka komin með skot sem hefur verið eitthvað sem henni hefur vantað sérstaklega á móti þéttum 6:0 vörnum.“ sagði Sigurlaug. „Það er enginn að fara að stoppa hana á hraða. Hún er ung en hún þorir og hún bara gerir. Hún lét vaða á þetta og var stórkostleg í þessum leik. Hún er mjög góður leikmaður og það verður mjög gaman að fylgjast með henni. Ef hún ætlar að vaxa svona mikið þá verður mjög gaman að sjá hvar hún endar,“ sagði Sigurlaug. Olís-deild kvenna Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sjá meira
„Við verðum að byrja á því að tala um stjörnu leiksins. Hún er sautján ára og þetta bara eiginlega galinn leikur hjá henni,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í upphafi umræðunnar. „Hún var stórkostleg í þessum leik og það gekk náttúrulega allt upp hjá henni. Það var stundum eins og hún væri að spila á móti unglingaflokksleikmönnum,“ sagði Solveig Lára Kjærnested, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Elín Klara Þorkelsdóttir fór á kostum á móti Stjörnunni „Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það var eins og hún væri að keppa á móti þriðja flokki sem er reyndar hennar flokkur held ég. Það var því kannski eins og hún væri að keppa á móti fimmta flokki. Ég hef aldrei séð svona alhliða frammistöðu hjá sautján ára leikmanni í efstu,“ sagði Svava Kristín. „Hún er að fífla leikmenn aftur og aftur. Marga leikmenn. Hún tekur Helenu og hún tekur Kötlu,“ sagði Solveig Lára. „Hún er frábær þessi stelpa. Ég er alltaf pínu talsmaður þess að gefa leikmönnum tækifæri. Hún fékk tækifærið á síðasta tímabili,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Svo líka þessi ellefu stopp. Þegar þú horfir á hana þá hugsar þú: Ráðumst á hana. Hún stendur vörnina alveg,“ sagði Solveig Lára. „Hún er bara snögg og hefur þennan svaka sprengikraft. Maður stundum sér ekki þegar hún er farin. Hún var líka komin með skot sem hefur verið eitthvað sem henni hefur vantað sérstaklega á móti þéttum 6:0 vörnum.“ sagði Sigurlaug. „Það er enginn að fara að stoppa hana á hraða. Hún er ung en hún þorir og hún bara gerir. Hún lét vaða á þetta og var stórkostleg í þessum leik. Hún er mjög góður leikmaður og það verður mjög gaman að fylgjast með henni. Ef hún ætlar að vaxa svona mikið þá verður mjög gaman að sjá hvar hún endar,“ sagði Sigurlaug.
Olís-deild kvenna Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sjá meira