Erlent

Einn þeirra sem fór út í geim með Shatner lést í flug­slysi

Árni Sæberg skrifar
Glen de Vries lést í flugslysi í gær.
Glen de Vries lést í flugslysi í gær. Blue Origin

Frumkvöðullinn Glen de Vries lést í flugslysi í New Jersey í Bandaríkjunum á fimmtudag. Þann 13. október síðastliðinn ferðaðist de Vries út í geim um borð í eldflaug Blue Origin ásamt leikaranum William Shatner.

Flugslysið varð rétt fyrir klukkan 15 á staðartíma í gær og ásamt de Vries lést Thomas P. Fischer.

Í Twitter-færslu Blue Origin segir að starfsfólk fyrirtækisins sé miður sín eftir skyndilegt dauðsfall de Vries. Þá segir að hann hafi blásið miklu lífi og orku í starfsemi Blue Origin og samferðamenn sína. Flugástríðu hans, góðgerðarstarfi og elju í starfi verði lengi minnst.

Í frétt CBS um málið segir að bandarísk flugmálayfirvöld hafi slysið til rannsóknar.

Þá segir að de Vries hafi verið stofnandi Medidata Solutions, mest notaða læknisfræðirannsóknagagnagrunns heims og frístundaflugmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×