Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 12:03 Flugtaxa þýska fyrirtækisins Volocopter 2X flogið á Gimpo-flugvellinum í Seoul í morgun. AP/Lee Jin-man Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Suður-Kórea Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira