Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 12:03 Flugtaxa þýska fyrirtækisins Volocopter 2X flogið á Gimpo-flugvellinum í Seoul í morgun. AP/Lee Jin-man Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Suður-Kórea Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira