Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi Jakob Bjarnar og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2021 07:57 Draumahöll Halldórs er komin á sölu. Meðal þess sem hélt verkefninu gangandi er lánveiting sem Fossar ehf. veittu honum. Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi. Saga hússins, jafnt byggingar- sem eigendasaga, er athyglisverð, vitnisburður um hæðir og lægðir í íslensku efnahagslífi og tengist hákörlum íslensks viðskiptalífs órofa böndum. Eða eins og segir í Ofvita Þórbergs Þórðarssonar: „Allir Íslendingar kunna að lesa bækur. En hversu margir kunna að lesa hús? Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur. Húsið er hugsun, sem hefur hæð, lengd og breidd. Bókin er vöntun á hugsun, sem aðeins hefur lengd. Húsið er sannleikurinn um líf kynslóðanna. Bókin er lygin um líf þeirra,“ og bætir því við að hann sjálfur hafi verið á tíunda ári þegar hann lærði að lesa hús. Halldór starfaði lengi sem náinn samstarfsmaður Róberts Wessmann, forstjóra Alvogen og Alvotech, eða í um átján ár. Hans hægri hönd. Halldór var starfsmaður þar og velta menn því nú fyrir sér hvernig það megi vera að hann, launamaðurinn þó væntanlega hafi verið sæmilega haldinn sem slíkur, hafi haft ráð á að kaupa tæplega þúsund fermetra villu í Garðabæ, þá fokhelda, gera hana upp og var í engu til sparað. Gert er ráð fyrir því að Halldór Kristmannsson vonist eftir því að fá milljarð fyrir höll sína í Garðabæ. Dularfull lánveiting til Halldórs frá fjárfestingafélaginu Fossum ehf. sem hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir eiga, lán sem leyst er úr veðböndum fimm árum síðar, kemur þar við sögu. Halldór segir í yfirlýsingu að umrædd viðskipti tengist „einum af mörgum fjárfestingaverkefnum“ sínum í gegnum árin. Þá tengist þau ekki beint heimili fjölskyldunnar, heldur ótengdum verkefni. Því er haldið fram í eyru blaðamanns Vísis að Halldór geri sér vonir um að fá í kringum milljarð fyrir höllina en þar mun vitaskuld markaðurinn ráða, eins og fasteignasalinn Gunnar Sverrir hjá Remax segir í samtali við Vísi. Hann vill ekki gefa upp neinar verðhugmyndir. En hvaða hús er þetta eiginlega? Minnisvarði um bankahrunið Saga hallarinnar sem nú stendur við Sunnuflöt 48 er allrar athygli verð. Húsið hefur verið nefnt ýmsum nöfnum svo sem „Hrunhöllin“ og „2007 martröðin“, nafngiftir sem vísa til efnahagshrunsins á Íslandi 2008. Á Smartlandi má lesa stutta frétt frá 2. nóvember 2012 sem Marta María Winkel Jónasdóttir tók saman upp úr fasteignaauglýsingu. „Við Sunnuflöt 48 í Garðabæ stendur fokhelt 932 fm einbýli sem nú er komið á sölu. Húsið fæst á 93 milljónir en það er afar vel staðsett, alveg við hraunið. Íris Björk Tanya Jónsdóttir, sem oft hefur verið kennd við Úðafoss, hóf byggingu þess árið 2006 en ári síðar keyptu Arnar Sölvason og Hildur Gunnlaugsdóttir húsið. Nú er það í eigu Landsbankans.“ Íris Björk keypti sem sagt hús sem áður stóð á lóðinni 2006, lét rífa það og hóf byggingu þess húss sem hér um ræðir. Í umfjöllun DV kemur fram að hún hafi selt það auk teikninga að hinu nýja húsi á 70 milljónir. Kaupin snerust upp í martröð eftir hrunið og hálfklárað var það sett á sölu árið 2012. Ásett verð þá var 93 milljónir. „Nú hefur verðið verið lækkað um 30 milljónir og stendur í 60 milljónum í dag. Áður hafði verðmiðinn verið lækkaður niður í 69 milljónir króna,“ segir í frétt Vísis 19. september 2014. Steypuklumpur á besta stað í Garðabæ Samkvæmt teikningum arkítektastofunnar Gassa skiptist efri hæðin í anddyri, gestasalerni, forrými, eldhús, borðstofu, stofu með arni, sjónvarpsstofu, hjónaherbergi með baðherbergi, fataherbergi, baðherbergi, tvö herbergi, skrifstofu, þvottaherbergi og bílskúr. „Neðri hæðin skiptist í herbergi, fataherbergi, baðherbergi, tómstundaherbergi, vínkjallara, forrými, lagnarými, fitness, baðrými með sundlaug og heitum potti, búningsherbergi með salerni, sturtum, köldum potti og gufubaði. Gert er ráð fyrir lyftu á milli efri og neðri hæðar,“ segir í áðurnefndri samantekt Mörtu þannig að ljóst má vera að þarna voru lögð drög að mikilli höll. Hrunhöllin eða 2007 martröðin eins og hún birtist í fasteignaauglýsingu Eignamiðlunar. Þetta er fyrir um áratug. Þá er húsið í raun steypuklumpur staðsettur á 1.590 fermetra lóð í Garðabæ, afgirtur með steypuvirki. Og Landsbankinn búinn að fá herlegheitin í fangið. Bankinn leysti til sín eignina á nauðungarsölu þann 19. september 2012 á 50 milljónir króna. Halldór keypti húsið árið 2014 og hefur nú lokið við uppbyggingu þess. Kjarninn greinir frá því 28. nóvember 2014 að hann hafi „keypt ríflega 930 fermetra fokhelt einbýlishús við Sunnuflöt 48 í Garðabæ af Landsbankanum, fyrir 53 milljónir króna.“ Í samtali við Kjarnann segir Halldór að hann ætli að búa í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði og hann meti þetta sem góða fjárfestingu. Óvænt 300 milljóna króna lán frá hjónunum í Fossum En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. 53 milljónir eru biti í dag og þær voru biti árið 2014. Eftir er að gera húsakynni úr steypukubbnum í Garðabæ. Hvernig er þetta gert, hvernig er það fjármagnað? Glæsihöllin að Sunnuflöt 48 í Garðabær stefnir í að verða dýrasta hús landsins en eftir því sem næst verður komist gerir eigandinn sér vonir um að fá milljarð fyrir eignina.vísir/vilhelm Eftir að hafa fengið lán fyrir alls 325 milljónir króna hjá Arion banka, ýmist persónulega eða í gegnum einkahlutafélag sitt Stofna ehf. gerði Halldór 300 milljóna króna lánasamning við fjárfestingafélagið Fossa ehf. árið 2015. Samningurinn var með breytirétti og gat endanleg lánveiting numið allt að 400 milljónum króna með veði í fasteigninni við Sunnuflöt. Þetta má lesa úr þinglýstum skjölum en Halldór var á þessum tíma upplýsingafulltrúi hjá Alvogen. Samningurinn við Fossa ehf. er dagsettur 23. október 2015 en þremur dögum áður hafði Arion banki gefið út 100 milljóna króna lán, það þriðja sem bankinn veitti vegna þessara fasteignakaupa Halldórs. Rúmum tveimur vikum eftir lánveitinguna frá Fossum ehf. var búið að greiða 100 milljóna króna lánið upp, innan við mánuði eftir að það er gefið út. Bendir því ýmislegt til að Halldór hafi notað peningana frá Fossum til að greiða Arion banka. Í stuttan tíma hvíldu alls 625 milljónir á fokheldu húsinu áður en endurbyggingu lauk. Fasteignamat eignarinnar var þá tæpar 160 milljónir króna. Úr 525 milljónum í 150 á fimm árum Í apríl 2020 leysa Fossar ehf. húsið við Sunnuflöt úr veðböndum. Þá voru innan við fimm ár síðan Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir samþykktu að lána Halldóri minnst 300 milljónir króna út á fasteignina. Ef marka má þinglýsingargögn standa í dag einungis eftir tvö lán Arion banka sem Halldór tók í maí 2016 og maí 2020. Samanlagður höfuðstóll þeirra er 149,8 milljónir króna. Í ljósi þess að heildarskuldbindingar námu 525 milljónum króna undir lok 2015 verður teljast markvert að Halldóri hafi tekist að lækka skuld sína í húsinu um minnst 375 milljónir króna á fimm ára tímabili. Milljarður króna fyrir höllina Halldór hefur búið ásamt eiginkonu sinni og tveimur ungum sonum í 932 fermetra draumahöllinni, sem gerir 233 fermetra á hvern fjölskyldumeðlim. Líkt og áður segir er húsið nú komið á sölu en samkvæmt heimildum Vísis er Halldór að flytja búferlaflutningum til Sviss. Í dag er fasteignamat Sunnuflatar 48 rúmar 290 milljónir og brunabótamat ríflega 350 milljónir. Höllin við Sunnuflöt 48 er vissulega glæsileg eign og ekki skemmir staðsetningin fyrir. Húsið er tæplega þúsund fermetrar en þar hefur að undanförnu búið fjögurra manna fjölskylda þannig að sæmilega rúmt hefur verið um fjölskyldumeðlimi.vísir/vilhelm En er raunhæft að ætla að Halldór fái milljarð fyrir hina glæsilegu eign? Nýleg hliðstæða fasteignakaupa af þessu tagi gætu verið kaup hins unga auðmanns Davíðs Helgasonar sem kenndur er við Unity á eign Skúla Mogensen, 600 fermetra glæsihíbýli sem stendur á sjávarlóð við Hrólfskálavör 2 á Seltjarnarnesi. Að sögn Viðskiptablaðsins greiddi Davíð hálfan milljarð fyrir það. Blaðið tekur fram að kaupandinn eigi ríflega 200 milljarða þannig að þetta hefur ekki sett heimilisbókhald Davíðs í uppnám. Davíð gerði sér lítið fyrir og hreinsaði út innréttingar sem Skúli hafði látið setja upp skömmu áður en hann missti húsið. Eftir endurinnréttingar hússins má meta það sem svo að endanlegt fermetraverð, sé litið til kostnaðar, fari vel yfir milljónina. Í því ljósi er milljarður fyrir hús Halldórs ekki óraunhæft. Að því gefnu að einhver sem er sæmilega vel loðinn um lófa vilji búa í höll Halldórs. Hið dularfulla lán með veðbandalausninni Þá stendur eftir spurningin hvernig það má vera að þau hjón í Fossum, Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir, voru svo vinsamleg að lána Halldóri 300 milljónir og léttu af veði á það lán í fyrra? Þess ber að geta að Sigurbjörn, sem er sömuleiðis framkvæmdastjóri Fossa, vildi ekkert tjá sig um lánveitinguna þegar eftir því var leitað. „Ég veit ekkert um það og ætla ekki að tjá mig um einhver viðskiptamál,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Vísi en undirskrift hans má bæði finna á tryggingabréfinu sem veitir Fossum veð í fasteigninni árið 2015 og á veðbandalausninni sem er dagsett 22. apríl 2020. Loftmynd af Höllinni við Sunnuflöt 48. Húsið, sem eru tæpir 1000 fermetrar, er vel af girt með miklum steypuveggjum.vísir/vilhelm Fossar ehf. eru fagfjárfestar og ekki eru önnur þekkt dæmi þess að félagið hafi lánað einstaklingum til fasteignakaupa eins og þegar Sigurbjörn samþykkti að lána Halldóri nánast helming eiginfjár félagsins, miðað við upplýsingar í ársreikningi. Skærur Halldórs og Róberts Wessmann Sumir velta því upp hvort væringar milli Halldórs og Róberts Wessmann geti skýrt þessi óvenjulegu viðskipti. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um steig Halldór óvænt fram í aprílmánuði þessa árs og opnaði þá sérstaka vefsíðu sem heitir upp á íslensku: „Saga mín – ég heiti Halldór Kristmannsson og ég er uppljóstrari“. Þar segir að tilgangur síðunnar sé að varpa ljósi á vinnustaðaeinelti og allskyns kárínum sem hann hafi mátt þola af hálfu yfirmanns síns, oftar en ekki undir áhrifum áfengis: Róberts Wessmanns. Fjölmargar fréttir birtust þar sem greint var frá ásökunum Halldórs í garð Róberts enda hér um að ræða marga helstu lykilmenn íslensks viðskiptalífs. Halldór sagði meðal annars að nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs Thors Björgólfssonar til að komast á svartan lista Róberts. Óhjákvæmilegt var að einhver myndi bregðast við hinum alvarlegu ásökunum og það gerði Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri og stjórnarmaður Alvogen: „Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt,“ sagði Árni og vísaði til þess að Halldór sagðist óttast um öryggi sitt. Grein Árna á Vísi er undir yfirskriftinni Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla. Þar segir jafnframt: „Maður sem endurtekið titlar sig sem framkvæmdastjóra án þess að hafa nokkurn tímann verið það og sökkti sér síðan fjárhagslega af því að hann varð að kaupa 1000 fermetra hús fyrir sig og sína af því að það væri stærsta einbýlishús á Íslandi. Maður sem í gegnum árin hefur endurtekið beðið Róbert að lána sér pening eða hjálpa sér með lánveitingar þar sem hann hafi komið sér í peningavandræði. Maður sem hefur endurtekið í gegnum árin þegið slíka aðstoð því Róbert er of greiðvikinn þegar leitað er til hans.“ Greinin birtist 19. apríl. Þannig að ljóst má vera að í herbúðum Alvogen velkjast menn ekki í vafa um hvernig í pottinn er búið. Fyrir liggur að Halldór hefur sýnt mikið þolgæði og mikla útsjónarsemi við að halda þessu draumaverkefni sem er höllin gangandi og fylgja því allt til enda. Mál Alvogen á hendur Halldóri Svo fór að Alvogen stefndi Halldóri fyrir að hafa gert sig sekan um alvarlegt trúnaðarbrot, safnað gögnum um árabil og upplýsingum í því skyni að koma sér í stöðu sem gæti nýst honum til að gera kröfur um fjárhagslegt uppgjör. Ekki er vitað til þess að Halldór tengist þeim Fossa-hjónum en það gerir hins vegar Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir sem svo hefur eldað grátt silfur við Róbert Wessmann árum saman. Fossa-hjónin eru meðal þeirra hafa hagnast vel á fjárfestingum í fyrirtækjum eftir hrun. Fossar ehf. áttu einn þriðja í Hagamel ehf ásamt skólabræðrum Sigurbjarnar, þeim Árna Haukssyni og Hallbirni Karlssyni. Félagarnir hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni í Högum og Símanum í gegnum Hagamel ehf. Margvísleg tengsl Björgólfs Thors og Sigurbjörns Tengsl Sigurbjörns og Björgólfs Thors og þeirra fjölskyldna hafa verið mikil um árabil, í því sem snýr að viðskiptum og svo persónulegum samskiptum. Þeir eru jafnaldrar fæddir árið 1966 og hafa lengi búið í London, hvar Björgólfur býr enn, og starfað í fjárfestingeiranum. Faðir Björgólfs tók við af Magnúsi tengdaföður Sigurbjörns sem forstjóri Hafskips. Vinskapur fjölskyldna þeirra spannar áratugi. Árið 2015 var gott ár fyrir Fossa og þá Árna og Hallbjörn sem voru valdir til að kaupa stóran hlut í Símanum á afar hagstæðu verði, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi harðlega á sínum tíma. Leiðir Bjarna og Fossa lágu svo eftirminnilega saman þegar allt ætlaði um koll að keyra vegna sóttvarnarbrota í Ásmundarsal á Þorláksmessu fyrir ári, þar sem Bjarni Benediktsson var meðal gesta. En árið 2016 keyptu Sigurbjörn og Aðalheiður Ásmundarsal og gáfu fyrir 168 milljónir. Orri Hauksson forstjóri Símans og fyrrverandi starfsmaður Björgólfs Thors er náinn vinur Sigurbjörns og meðal þeirra sem fjárfestu í Símanum á sínum tíma. Sjálfur fékk Orri ásamt aðstoðarmanni sínum Gunnari Fjalari Helgasyni lán til að kaupa á sömu kjörum með góðum hagnaði. Hugsanlega munu þeir persónulega hagnast enn meira á sölu Mílu sem þeir hafa lengi unnið að þar sem Gunnar Fjalar er stjórnarformaður. Það var árið 2015 sem hjónin Sigurbjörn og Aðalheiður stofnuðu verðbréfafyrirtækið Fossa markaði sem félag þeirra Fossar Finance ehf. á 60 prósenta hlut í. Margir stjórnendur verðbréfafyrirtækisins höfðu áður starfað hjá Straumi þegar félagið var í eigu Björgólfs Thors. Björgólfur hafnar því að hafa komið að fjármögnun lánsins Þannig má lengi áfram telja og rekja ýmis tengsl milli Sigurbjörns og Björgólfs Thors. Þá er frægt þegar Aðalheiður hélt upp á 50 ára afmæli sitt í maí 2019 klædd geimfarabúningi og Björgólfur Thor mætti í og yfirgaf afmælið í þyrlu. Afmælið hófst fyrir utan Ásmundasal sem er einmitt í eigu þeirra hjóna, Heiðu og Sigurbjörns. Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson.Aðsend mynd Til að gera langa sögu stutta hefur þeirri kenningu verið haldið fram fram í eyru blaðamanna Vísis, með ofangreindum rökstuðningi, að Sigurbjörn sé milligöngumaður fyrir Björgólf Thor með fyrirgreiðslu til Halldórs, lán sem svo var afskrifað, í skiptum fyrir upplýsingar úr herbúðum Róberts Wessmann. Erkióvinarins. Vísir hefur heimildir fyrir því að Halldór og Björgólfur hafi hist á fundum í London og ljósmyndir staðfesta það. Markaðurinn greindi frá því í apríl að Halldór hafi upplýst um það í viðtölum við lögmannsstofuna White & Case, sem var falið að framkvæma athugun á ásökunum hans á hendur Róberti, að hafa fundað með Björgólfi Thor í nóvember 2020. Halldór og Björgólfur Thor funda í London. ásamt Birgi Má Ragnarssyni lögfræðingi, meðeiganda í Novator. Hann er búsettur í heimsborginni en á hús í Garðabæ. Lögmaður Halldórs, fjórði maðurinn á myndinni er Guðmundur Óli Björgvinsson. Fundurinn var á veitingastað í Mayfair skammt frá höfuðstöðvum Novator í London. Óháð því verður lán Fossa til Halldórs að teljast óvenjulegt að teknu tilliti til ársreiknings og starfsemi félagsins en vert er að taka fram að ekki liggur neitt fyrir sem staðfestir þá kenningu. Og Björgólfur Thor hafnar því í svari við fyrirspurn Vísis, að tengjast margumræddri lánveitingu eða Fossum ehf. með nokkrum hætti. Í því samhengi má rifja upp að þáverandi talskona Björgólfs, Ragnhildur Sverrisdóttir, hafnaði því á sínum tíma við Stundina að Björgólfur væri á bak við fjármögnun á DV. Síðar kom í ljós að sú fullyrðing var ósönn því Björgólfur var aðalmaðurinn á bak við rekstur DV sem Sigurður G. Guðjónsson lögmaður frontaði. Kaup sem komu illa við Róbert Wessmann. Væntanlega verða tengsl Halldórs og Björgólfs Thors reifuð frekar í dómsmáli Alvogen á hendur Halldóri en aðalmeðferð þess hefst snemma á næsta ári. Halldór segir lánveitinguna tengjast ótilgreindu fjárfestingaverkefni Líkt og fyrr segir hafnar Halldór þessu sömuleiðis í yfirlýsingu sem var send út eftir að greinin fór í birtingu. Vísir hafði þá gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör frá Halldóri. „Viðskipti mín fyrir sex árum hafa nákvæmlega ekkert með óvildarmenn Róberts að gera, heldur tengjast þau einum af mörgum fjárfestingaverkefnum mínum í gegnum árin. Þá upplýsi ég ennfremur að umrædd viðskipti tengjast ekki beint heimili fjölskyldu minnar, heldur ótengdu verkefni. Því verkefni er ólokið enda um langtíma fjárfestingu að ræða. Uppgjör eigna og skulda því tengt hefur ekki átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu Halldórs. Hann hafnaði því að svara spurningum frá blaðamanni Vísis í samtali við fréttastofu í morgun og sagðist myndu senda lögmann sinn á fund blaðamanna með gögn máli sínu til staðfestingar. Lögmaður Halldórs kom nokkru síðar á fund ritstjóra fréttastofu og sýndi gögn sem benda til þess að veð í fasteigninni hafi ekki beinlínis verið til tryggingar umræddu láni og að lánið hafi verið óuppgert þegar veðbandslausn fór fram. Fréttin hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Dómsmál Fasteignamarkaður Fréttaskýringar Garðabær Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Saga hússins, jafnt byggingar- sem eigendasaga, er athyglisverð, vitnisburður um hæðir og lægðir í íslensku efnahagslífi og tengist hákörlum íslensks viðskiptalífs órofa böndum. Eða eins og segir í Ofvita Þórbergs Þórðarssonar: „Allir Íslendingar kunna að lesa bækur. En hversu margir kunna að lesa hús? Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur. Húsið er hugsun, sem hefur hæð, lengd og breidd. Bókin er vöntun á hugsun, sem aðeins hefur lengd. Húsið er sannleikurinn um líf kynslóðanna. Bókin er lygin um líf þeirra,“ og bætir því við að hann sjálfur hafi verið á tíunda ári þegar hann lærði að lesa hús. Halldór starfaði lengi sem náinn samstarfsmaður Róberts Wessmann, forstjóra Alvogen og Alvotech, eða í um átján ár. Hans hægri hönd. Halldór var starfsmaður þar og velta menn því nú fyrir sér hvernig það megi vera að hann, launamaðurinn þó væntanlega hafi verið sæmilega haldinn sem slíkur, hafi haft ráð á að kaupa tæplega þúsund fermetra villu í Garðabæ, þá fokhelda, gera hana upp og var í engu til sparað. Gert er ráð fyrir því að Halldór Kristmannsson vonist eftir því að fá milljarð fyrir höll sína í Garðabæ. Dularfull lánveiting til Halldórs frá fjárfestingafélaginu Fossum ehf. sem hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir eiga, lán sem leyst er úr veðböndum fimm árum síðar, kemur þar við sögu. Halldór segir í yfirlýsingu að umrædd viðskipti tengist „einum af mörgum fjárfestingaverkefnum“ sínum í gegnum árin. Þá tengist þau ekki beint heimili fjölskyldunnar, heldur ótengdum verkefni. Því er haldið fram í eyru blaðamanns Vísis að Halldór geri sér vonir um að fá í kringum milljarð fyrir höllina en þar mun vitaskuld markaðurinn ráða, eins og fasteignasalinn Gunnar Sverrir hjá Remax segir í samtali við Vísi. Hann vill ekki gefa upp neinar verðhugmyndir. En hvaða hús er þetta eiginlega? Minnisvarði um bankahrunið Saga hallarinnar sem nú stendur við Sunnuflöt 48 er allrar athygli verð. Húsið hefur verið nefnt ýmsum nöfnum svo sem „Hrunhöllin“ og „2007 martröðin“, nafngiftir sem vísa til efnahagshrunsins á Íslandi 2008. Á Smartlandi má lesa stutta frétt frá 2. nóvember 2012 sem Marta María Winkel Jónasdóttir tók saman upp úr fasteignaauglýsingu. „Við Sunnuflöt 48 í Garðabæ stendur fokhelt 932 fm einbýli sem nú er komið á sölu. Húsið fæst á 93 milljónir en það er afar vel staðsett, alveg við hraunið. Íris Björk Tanya Jónsdóttir, sem oft hefur verið kennd við Úðafoss, hóf byggingu þess árið 2006 en ári síðar keyptu Arnar Sölvason og Hildur Gunnlaugsdóttir húsið. Nú er það í eigu Landsbankans.“ Íris Björk keypti sem sagt hús sem áður stóð á lóðinni 2006, lét rífa það og hóf byggingu þess húss sem hér um ræðir. Í umfjöllun DV kemur fram að hún hafi selt það auk teikninga að hinu nýja húsi á 70 milljónir. Kaupin snerust upp í martröð eftir hrunið og hálfklárað var það sett á sölu árið 2012. Ásett verð þá var 93 milljónir. „Nú hefur verðið verið lækkað um 30 milljónir og stendur í 60 milljónum í dag. Áður hafði verðmiðinn verið lækkaður niður í 69 milljónir króna,“ segir í frétt Vísis 19. september 2014. Steypuklumpur á besta stað í Garðabæ Samkvæmt teikningum arkítektastofunnar Gassa skiptist efri hæðin í anddyri, gestasalerni, forrými, eldhús, borðstofu, stofu með arni, sjónvarpsstofu, hjónaherbergi með baðherbergi, fataherbergi, baðherbergi, tvö herbergi, skrifstofu, þvottaherbergi og bílskúr. „Neðri hæðin skiptist í herbergi, fataherbergi, baðherbergi, tómstundaherbergi, vínkjallara, forrými, lagnarými, fitness, baðrými með sundlaug og heitum potti, búningsherbergi með salerni, sturtum, köldum potti og gufubaði. Gert er ráð fyrir lyftu á milli efri og neðri hæðar,“ segir í áðurnefndri samantekt Mörtu þannig að ljóst má vera að þarna voru lögð drög að mikilli höll. Hrunhöllin eða 2007 martröðin eins og hún birtist í fasteignaauglýsingu Eignamiðlunar. Þetta er fyrir um áratug. Þá er húsið í raun steypuklumpur staðsettur á 1.590 fermetra lóð í Garðabæ, afgirtur með steypuvirki. Og Landsbankinn búinn að fá herlegheitin í fangið. Bankinn leysti til sín eignina á nauðungarsölu þann 19. september 2012 á 50 milljónir króna. Halldór keypti húsið árið 2014 og hefur nú lokið við uppbyggingu þess. Kjarninn greinir frá því 28. nóvember 2014 að hann hafi „keypt ríflega 930 fermetra fokhelt einbýlishús við Sunnuflöt 48 í Garðabæ af Landsbankanum, fyrir 53 milljónir króna.“ Í samtali við Kjarnann segir Halldór að hann ætli að búa í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði og hann meti þetta sem góða fjárfestingu. Óvænt 300 milljóna króna lán frá hjónunum í Fossum En kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. 53 milljónir eru biti í dag og þær voru biti árið 2014. Eftir er að gera húsakynni úr steypukubbnum í Garðabæ. Hvernig er þetta gert, hvernig er það fjármagnað? Glæsihöllin að Sunnuflöt 48 í Garðabær stefnir í að verða dýrasta hús landsins en eftir því sem næst verður komist gerir eigandinn sér vonir um að fá milljarð fyrir eignina.vísir/vilhelm Eftir að hafa fengið lán fyrir alls 325 milljónir króna hjá Arion banka, ýmist persónulega eða í gegnum einkahlutafélag sitt Stofna ehf. gerði Halldór 300 milljóna króna lánasamning við fjárfestingafélagið Fossa ehf. árið 2015. Samningurinn var með breytirétti og gat endanleg lánveiting numið allt að 400 milljónum króna með veði í fasteigninni við Sunnuflöt. Þetta má lesa úr þinglýstum skjölum en Halldór var á þessum tíma upplýsingafulltrúi hjá Alvogen. Samningurinn við Fossa ehf. er dagsettur 23. október 2015 en þremur dögum áður hafði Arion banki gefið út 100 milljóna króna lán, það þriðja sem bankinn veitti vegna þessara fasteignakaupa Halldórs. Rúmum tveimur vikum eftir lánveitinguna frá Fossum ehf. var búið að greiða 100 milljóna króna lánið upp, innan við mánuði eftir að það er gefið út. Bendir því ýmislegt til að Halldór hafi notað peningana frá Fossum til að greiða Arion banka. Í stuttan tíma hvíldu alls 625 milljónir á fokheldu húsinu áður en endurbyggingu lauk. Fasteignamat eignarinnar var þá tæpar 160 milljónir króna. Úr 525 milljónum í 150 á fimm árum Í apríl 2020 leysa Fossar ehf. húsið við Sunnuflöt úr veðböndum. Þá voru innan við fimm ár síðan Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir samþykktu að lána Halldóri minnst 300 milljónir króna út á fasteignina. Ef marka má þinglýsingargögn standa í dag einungis eftir tvö lán Arion banka sem Halldór tók í maí 2016 og maí 2020. Samanlagður höfuðstóll þeirra er 149,8 milljónir króna. Í ljósi þess að heildarskuldbindingar námu 525 milljónum króna undir lok 2015 verður teljast markvert að Halldóri hafi tekist að lækka skuld sína í húsinu um minnst 375 milljónir króna á fimm ára tímabili. Milljarður króna fyrir höllina Halldór hefur búið ásamt eiginkonu sinni og tveimur ungum sonum í 932 fermetra draumahöllinni, sem gerir 233 fermetra á hvern fjölskyldumeðlim. Líkt og áður segir er húsið nú komið á sölu en samkvæmt heimildum Vísis er Halldór að flytja búferlaflutningum til Sviss. Í dag er fasteignamat Sunnuflatar 48 rúmar 290 milljónir og brunabótamat ríflega 350 milljónir. Höllin við Sunnuflöt 48 er vissulega glæsileg eign og ekki skemmir staðsetningin fyrir. Húsið er tæplega þúsund fermetrar en þar hefur að undanförnu búið fjögurra manna fjölskylda þannig að sæmilega rúmt hefur verið um fjölskyldumeðlimi.vísir/vilhelm En er raunhæft að ætla að Halldór fái milljarð fyrir hina glæsilegu eign? Nýleg hliðstæða fasteignakaupa af þessu tagi gætu verið kaup hins unga auðmanns Davíðs Helgasonar sem kenndur er við Unity á eign Skúla Mogensen, 600 fermetra glæsihíbýli sem stendur á sjávarlóð við Hrólfskálavör 2 á Seltjarnarnesi. Að sögn Viðskiptablaðsins greiddi Davíð hálfan milljarð fyrir það. Blaðið tekur fram að kaupandinn eigi ríflega 200 milljarða þannig að þetta hefur ekki sett heimilisbókhald Davíðs í uppnám. Davíð gerði sér lítið fyrir og hreinsaði út innréttingar sem Skúli hafði látið setja upp skömmu áður en hann missti húsið. Eftir endurinnréttingar hússins má meta það sem svo að endanlegt fermetraverð, sé litið til kostnaðar, fari vel yfir milljónina. Í því ljósi er milljarður fyrir hús Halldórs ekki óraunhæft. Að því gefnu að einhver sem er sæmilega vel loðinn um lófa vilji búa í höll Halldórs. Hið dularfulla lán með veðbandalausninni Þá stendur eftir spurningin hvernig það má vera að þau hjón í Fossum, Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir, voru svo vinsamleg að lána Halldóri 300 milljónir og léttu af veði á það lán í fyrra? Þess ber að geta að Sigurbjörn, sem er sömuleiðis framkvæmdastjóri Fossa, vildi ekkert tjá sig um lánveitinguna þegar eftir því var leitað. „Ég veit ekkert um það og ætla ekki að tjá mig um einhver viðskiptamál,“ sagði Sigurbjörn í samtali við Vísi en undirskrift hans má bæði finna á tryggingabréfinu sem veitir Fossum veð í fasteigninni árið 2015 og á veðbandalausninni sem er dagsett 22. apríl 2020. Loftmynd af Höllinni við Sunnuflöt 48. Húsið, sem eru tæpir 1000 fermetrar, er vel af girt með miklum steypuveggjum.vísir/vilhelm Fossar ehf. eru fagfjárfestar og ekki eru önnur þekkt dæmi þess að félagið hafi lánað einstaklingum til fasteignakaupa eins og þegar Sigurbjörn samþykkti að lána Halldóri nánast helming eiginfjár félagsins, miðað við upplýsingar í ársreikningi. Skærur Halldórs og Róberts Wessmann Sumir velta því upp hvort væringar milli Halldórs og Róberts Wessmann geti skýrt þessi óvenjulegu viðskipti. Eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um steig Halldór óvænt fram í aprílmánuði þessa árs og opnaði þá sérstaka vefsíðu sem heitir upp á íslensku: „Saga mín – ég heiti Halldór Kristmannsson og ég er uppljóstrari“. Þar segir að tilgangur síðunnar sé að varpa ljósi á vinnustaðaeinelti og allskyns kárínum sem hann hafi mátt þola af hálfu yfirmanns síns, oftar en ekki undir áhrifum áfengis: Róberts Wessmanns. Fjölmargar fréttir birtust þar sem greint var frá ásökunum Halldórs í garð Róberts enda hér um að ræða marga helstu lykilmenn íslensks viðskiptalífs. Halldór sagði meðal annars að nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs Thors Björgólfssonar til að komast á svartan lista Róberts. Óhjákvæmilegt var að einhver myndi bregðast við hinum alvarlegu ásökunum og það gerði Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri og stjórnarmaður Alvogen: „Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt,“ sagði Árni og vísaði til þess að Halldór sagðist óttast um öryggi sitt. Grein Árna á Vísi er undir yfirskriftinni Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla. Þar segir jafnframt: „Maður sem endurtekið titlar sig sem framkvæmdastjóra án þess að hafa nokkurn tímann verið það og sökkti sér síðan fjárhagslega af því að hann varð að kaupa 1000 fermetra hús fyrir sig og sína af því að það væri stærsta einbýlishús á Íslandi. Maður sem í gegnum árin hefur endurtekið beðið Róbert að lána sér pening eða hjálpa sér með lánveitingar þar sem hann hafi komið sér í peningavandræði. Maður sem hefur endurtekið í gegnum árin þegið slíka aðstoð því Róbert er of greiðvikinn þegar leitað er til hans.“ Greinin birtist 19. apríl. Þannig að ljóst má vera að í herbúðum Alvogen velkjast menn ekki í vafa um hvernig í pottinn er búið. Fyrir liggur að Halldór hefur sýnt mikið þolgæði og mikla útsjónarsemi við að halda þessu draumaverkefni sem er höllin gangandi og fylgja því allt til enda. Mál Alvogen á hendur Halldóri Svo fór að Alvogen stefndi Halldóri fyrir að hafa gert sig sekan um alvarlegt trúnaðarbrot, safnað gögnum um árabil og upplýsingum í því skyni að koma sér í stöðu sem gæti nýst honum til að gera kröfur um fjárhagslegt uppgjör. Ekki er vitað til þess að Halldór tengist þeim Fossa-hjónum en það gerir hins vegar Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir sem svo hefur eldað grátt silfur við Róbert Wessmann árum saman. Fossa-hjónin eru meðal þeirra hafa hagnast vel á fjárfestingum í fyrirtækjum eftir hrun. Fossar ehf. áttu einn þriðja í Hagamel ehf ásamt skólabræðrum Sigurbjarnar, þeim Árna Haukssyni og Hallbirni Karlssyni. Félagarnir hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni í Högum og Símanum í gegnum Hagamel ehf. Margvísleg tengsl Björgólfs Thors og Sigurbjörns Tengsl Sigurbjörns og Björgólfs Thors og þeirra fjölskyldna hafa verið mikil um árabil, í því sem snýr að viðskiptum og svo persónulegum samskiptum. Þeir eru jafnaldrar fæddir árið 1966 og hafa lengi búið í London, hvar Björgólfur býr enn, og starfað í fjárfestingeiranum. Faðir Björgólfs tók við af Magnúsi tengdaföður Sigurbjörns sem forstjóri Hafskips. Vinskapur fjölskyldna þeirra spannar áratugi. Árið 2015 var gott ár fyrir Fossa og þá Árna og Hallbjörn sem voru valdir til að kaupa stóran hlut í Símanum á afar hagstæðu verði, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi harðlega á sínum tíma. Leiðir Bjarna og Fossa lágu svo eftirminnilega saman þegar allt ætlaði um koll að keyra vegna sóttvarnarbrota í Ásmundarsal á Þorláksmessu fyrir ári, þar sem Bjarni Benediktsson var meðal gesta. En árið 2016 keyptu Sigurbjörn og Aðalheiður Ásmundarsal og gáfu fyrir 168 milljónir. Orri Hauksson forstjóri Símans og fyrrverandi starfsmaður Björgólfs Thors er náinn vinur Sigurbjörns og meðal þeirra sem fjárfestu í Símanum á sínum tíma. Sjálfur fékk Orri ásamt aðstoðarmanni sínum Gunnari Fjalari Helgasyni lán til að kaupa á sömu kjörum með góðum hagnaði. Hugsanlega munu þeir persónulega hagnast enn meira á sölu Mílu sem þeir hafa lengi unnið að þar sem Gunnar Fjalar er stjórnarformaður. Það var árið 2015 sem hjónin Sigurbjörn og Aðalheiður stofnuðu verðbréfafyrirtækið Fossa markaði sem félag þeirra Fossar Finance ehf. á 60 prósenta hlut í. Margir stjórnendur verðbréfafyrirtækisins höfðu áður starfað hjá Straumi þegar félagið var í eigu Björgólfs Thors. Björgólfur hafnar því að hafa komið að fjármögnun lánsins Þannig má lengi áfram telja og rekja ýmis tengsl milli Sigurbjörns og Björgólfs Thors. Þá er frægt þegar Aðalheiður hélt upp á 50 ára afmæli sitt í maí 2019 klædd geimfarabúningi og Björgólfur Thor mætti í og yfirgaf afmælið í þyrlu. Afmælið hófst fyrir utan Ásmundasal sem er einmitt í eigu þeirra hjóna, Heiðu og Sigurbjörns. Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson.Aðsend mynd Til að gera langa sögu stutta hefur þeirri kenningu verið haldið fram fram í eyru blaðamanna Vísis, með ofangreindum rökstuðningi, að Sigurbjörn sé milligöngumaður fyrir Björgólf Thor með fyrirgreiðslu til Halldórs, lán sem svo var afskrifað, í skiptum fyrir upplýsingar úr herbúðum Róberts Wessmann. Erkióvinarins. Vísir hefur heimildir fyrir því að Halldór og Björgólfur hafi hist á fundum í London og ljósmyndir staðfesta það. Markaðurinn greindi frá því í apríl að Halldór hafi upplýst um það í viðtölum við lögmannsstofuna White & Case, sem var falið að framkvæma athugun á ásökunum hans á hendur Róberti, að hafa fundað með Björgólfi Thor í nóvember 2020. Halldór og Björgólfur Thor funda í London. ásamt Birgi Má Ragnarssyni lögfræðingi, meðeiganda í Novator. Hann er búsettur í heimsborginni en á hús í Garðabæ. Lögmaður Halldórs, fjórði maðurinn á myndinni er Guðmundur Óli Björgvinsson. Fundurinn var á veitingastað í Mayfair skammt frá höfuðstöðvum Novator í London. Óháð því verður lán Fossa til Halldórs að teljast óvenjulegt að teknu tilliti til ársreiknings og starfsemi félagsins en vert er að taka fram að ekki liggur neitt fyrir sem staðfestir þá kenningu. Og Björgólfur Thor hafnar því í svari við fyrirspurn Vísis, að tengjast margumræddri lánveitingu eða Fossum ehf. með nokkrum hætti. Í því samhengi má rifja upp að þáverandi talskona Björgólfs, Ragnhildur Sverrisdóttir, hafnaði því á sínum tíma við Stundina að Björgólfur væri á bak við fjármögnun á DV. Síðar kom í ljós að sú fullyrðing var ósönn því Björgólfur var aðalmaðurinn á bak við rekstur DV sem Sigurður G. Guðjónsson lögmaður frontaði. Kaup sem komu illa við Róbert Wessmann. Væntanlega verða tengsl Halldórs og Björgólfs Thors reifuð frekar í dómsmáli Alvogen á hendur Halldóri en aðalmeðferð þess hefst snemma á næsta ári. Halldór segir lánveitinguna tengjast ótilgreindu fjárfestingaverkefni Líkt og fyrr segir hafnar Halldór þessu sömuleiðis í yfirlýsingu sem var send út eftir að greinin fór í birtingu. Vísir hafði þá gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör frá Halldóri. „Viðskipti mín fyrir sex árum hafa nákvæmlega ekkert með óvildarmenn Róberts að gera, heldur tengjast þau einum af mörgum fjárfestingaverkefnum mínum í gegnum árin. Þá upplýsi ég ennfremur að umrædd viðskipti tengjast ekki beint heimili fjölskyldu minnar, heldur ótengdu verkefni. Því verkefni er ólokið enda um langtíma fjárfestingu að ræða. Uppgjör eigna og skulda því tengt hefur ekki átt sér stað,“ segir í yfirlýsingu Halldórs. Hann hafnaði því að svara spurningum frá blaðamanni Vísis í samtali við fréttastofu í morgun og sagðist myndu senda lögmann sinn á fund blaðamanna með gögn máli sínu til staðfestingar. Lögmaður Halldórs kom nokkru síðar á fund ritstjóra fréttastofu og sýndi gögn sem benda til þess að veð í fasteigninni hafi ekki beinlínis verið til tryggingar umræddu láni og að lánið hafi verið óuppgert þegar veðbandslausn fór fram. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Dómsmál Fasteignamarkaður Fréttaskýringar Garðabær Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira