Forseti Síle ákærður fyrir embættisbrot eftir uppljóstranir Pandóruskjalanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 10:48 Sebastián Piñera á að láta af embætti í mars á næsta ári. Engu að síður ákvað neðri deild þingsins að kæra hann vegna brota sem gætu leitt til þess að hann verði sviptur embætti. AP/Estebán Felix Neðri deild síleska þingsins kærði Sebastián Piñera forseta fyrir embættisbrot á þriðjudag. Forsetinn er sakaður um frændhygli sem kom fram í Pandóruskjölunum svonefndu. Ólíklegt er að efri deild þingsins samþykki að svipta Piñera embætti. Naumur meirihluti neðri deildarinnar samþykkti kæruna eftir tuttugu klukkustunda þingfund. Af 155 þingmönnum greiddu 78 atkvæði með kæru en 67 gegn. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Öldungadeild þingsins ræður örlögum forsetans en ólíklegt er að það muni sakfella hann. Stjórnarandstaðan er með 24 þingsæti en 29 þarf til að setja forsetann af. Réttarhöldin í öldungadeildinni fara fram í miðri kosningabaráttu en Piñera er ekki í framboði. Stjórnarskrá Síle leyfi honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kosningarnar fara fram 21. nóvember en kjörtímabili forsetans lýkur 11. mars. Pandóraskjölin, meiriháttar gagnaleki sem sýndi aflandsviðskipti áhrifafólks víða um heim, vörpuðu ljósi á hvernig sonur Piñera notaði aflandsfélög á Bresku Jómfrúareyjum til að selja Dominga-námuverkefni sem fjölskyldan átti hlut í. Salan var háð því að ríkisstjórn Síle ákvæði að gera svæðið að náttúruverndarsvæði. Ríkisstjórn Piñera kaus að gera það ekki, þrátt fyrir mótbárur náttúruverndarsamtaka. Piñera hélt því fram á sínum tíma að hann hefði ekki komið nálægt rekstri aflandsfélaganna og hann hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir tengslunum við Dominga-verkefnið. Talsmenn forsetans benda á að kjörtímabil hans hafi ekki verið hafið þegar salan var samþykkt. Saksóknarar og dómstólar hafi ekki talið neitt saknæmt hafa átt sér stað þegar þeir skoðuðu það árið 2017. Allir skattar hafi verið greiddir í Síle. Ríkissaksóknari Síle segist engu að síður rannsaka málið aftur. Piñera stóð af sér hörð mótmæli sem hófust árið 2019 þar sem milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar hans. Í upphafi beindust þau að gjaldskrárhækkunum í almenningssamgöngur í höfuðborginni Santiago en síðar þróuðust þau í allsherjarmótmæli gegn ójöfnuði í landinu. Chile Pandóruskjölin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Naumur meirihluti neðri deildarinnar samþykkti kæruna eftir tuttugu klukkustunda þingfund. Af 155 þingmönnum greiddu 78 atkvæði með kæru en 67 gegn. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Öldungadeild þingsins ræður örlögum forsetans en ólíklegt er að það muni sakfella hann. Stjórnarandstaðan er með 24 þingsæti en 29 þarf til að setja forsetann af. Réttarhöldin í öldungadeildinni fara fram í miðri kosningabaráttu en Piñera er ekki í framboði. Stjórnarskrá Síle leyfi honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kosningarnar fara fram 21. nóvember en kjörtímabili forsetans lýkur 11. mars. Pandóraskjölin, meiriháttar gagnaleki sem sýndi aflandsviðskipti áhrifafólks víða um heim, vörpuðu ljósi á hvernig sonur Piñera notaði aflandsfélög á Bresku Jómfrúareyjum til að selja Dominga-námuverkefni sem fjölskyldan átti hlut í. Salan var háð því að ríkisstjórn Síle ákvæði að gera svæðið að náttúruverndarsvæði. Ríkisstjórn Piñera kaus að gera það ekki, þrátt fyrir mótbárur náttúruverndarsamtaka. Piñera hélt því fram á sínum tíma að hann hefði ekki komið nálægt rekstri aflandsfélaganna og hann hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir tengslunum við Dominga-verkefnið. Talsmenn forsetans benda á að kjörtímabil hans hafi ekki verið hafið þegar salan var samþykkt. Saksóknarar og dómstólar hafi ekki talið neitt saknæmt hafa átt sér stað þegar þeir skoðuðu það árið 2017. Allir skattar hafi verið greiddir í Síle. Ríkissaksóknari Síle segist engu að síður rannsaka málið aftur. Piñera stóð af sér hörð mótmæli sem hófust árið 2019 þar sem milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar hans. Í upphafi beindust þau að gjaldskrárhækkunum í almenningssamgöngur í höfuðborginni Santiago en síðar þróuðust þau í allsherjarmótmæli gegn ójöfnuði í landinu.
Chile Pandóruskjölin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira