Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 19:50 Leikmenn Barcelona fagna einu af fjórum mörkum sínum í kvöld. Twitter/@FCBfemeni Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Barcelona ber höfuð og herðar yfir önnur lið Evrópu um þessar mundir. Tók það liðið aðeins rúman hálftíma að ganga frá Hoffenheim er liðin mættust í Katalóníu í kvöld. Jenifer Hermoso kom Börsungum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Alexia Putellas tvöfaldaði forystuna með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Alexia Putellas That's it. That's the Tweet. https://t.co/GaNn7clDCn https://t.co/yxO5tH3ZUc https://t.co/CCapv9z2sQ pic.twitter.com/MtAJycJWQf— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Putellas var svo aftur á ferðinni á 33. mínútu er hún skoraði annað mark sitt og þriðja mark Barcelona. Staðan þar með orðin 3-0 og sigurinn svo gott sem kominn í hús. Evrópumeistararnir voru þó ekki hættir og Marta Torrejon bætti við fjórða markinu á 74. mínútu. Var það tíunda mark Börsunga í aðeins þremur Meistaradeildarleikjum á leiktíðinni. Staðan orðin 4-0 og reyndust það lokatölur. Börsungar því enn með fullt hús stiga í C-riðli en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark til þessa. Í Kaupmannahöfn var Arsenal í heimsókn. Gestirnir frá Lundúnum fengu vítaspyrnu eftir stundarfjórðung. Nikita Parris fór á punktinn en Kaylan Marckese gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Quick feet by Nikita Parris Even better save Kaylan Marckese https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/hN6dhtzv3D— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Stephanie Catley kom gestunum hins vegar yfir með glæsilegu marki úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 0-1 er liðin gengu til búningsherbergja. STEPH CATLEY CATCHES IT SWEETLY FOR HER FIRST ARSENAL GOAL https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/gFKELw5IxV— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Parris kom Arsenal tveimur mörkum yfir eftir rúmlega klukkustund. Aðeins sjö mínútum síðar fór Caitlin Foord langt með að tryggja sigur gestanna með þriðja marki þeirra. Hún fylgdi þá eftir skoti sem Marckese hafði blakað í slánna. Madalyn Pokorny minnkaði muninn fyrir Köge eftir allskyns vandræði í vörn Arsenal. Pokorny gerði vel að komast ein gegn Lydiu Williams í marki Arsenal og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Pokorny catches out Catley and scores HB Køge's first @UWCL goal https://t.co/stJCHQIfqa https://t.co/kK3fYSoewW pic.twitter.com/XJvC1iGaXb— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Anna Patten stöðvaði alla von heimakvenna um endurkomu með marki eftir frábæran sprett Foord þegar fimm mínútur lifðu leiks. Jordan Nobbs bætti svo við fimmta marki Arsenal skömmu síðar, staðan orðin 1-5 og reyndust það lokatölur leiksins. Barcelona er enn með fullt hús stiga í C-riðli, Arsenal er í 2. sæti með sex stig, Hoffenheim í 3. sæti með þrjú stig og Köge rekur svo lestina án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira