Orkuskipti fyrir orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. nóvember 2021 16:00 Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er skrafað um virkjanir og orkuskipti og eðlilega misjafnar skoðanir í þeim efnum. Það jákvæða sem taka má úr þeirri umræðu er að flestir eru hættir að ræða um hvort eigi að fara í orkuskipti, heldur rökræða nú hvernig leysa eigi það frábæra verkefni. Hér verður þó fjallað um annarskonar orkuskipti sem sannarlega hafa liðkað fyrir framtíðarorkuskiptum og eiga enn inni talsverða möguleika. Velheppnuð hitaveituvæðing Íslands er eitthvað sem flestir tengja einungis við seinni helming síðustu aldar. Hitaveituvæðingin hefur samt sem áður haldið áfram á þessari öld þó að verkefnin hafi vissulega verið hóflegri en að sama skapi flóknari og dýrari. Hitaorkuskipti Hvað gerist við hitaveitulagningu? Þegar húsnæði tengist hitaveitu verða ákveðin orkuskipti þar sem húsið skiptir úr rafhitun yfir í jarðhita. En hvaða máli skiptir það, er ekki raforkan græn líka? Það er nú einu sinni þannig að kWst af raforku er að jafnaði talsvert dýrari en kWst af jarðhita. Það er kannski ekki skrýtið þar sem kWst af raforku má nýta í mun fleiri og nytsamari verkefni en hitun. Það er t.d. snúið að nýta heitt vatn í stað bensíns á bíla en mjög auðvelt og jafnframt skynsamlegt að nota raforku í slík orkuskipti. Það skemmtilega við jarðhitavæðingu húsnæðis, sem áður var kynnt með rafmagni, er að raforkan sem áður fór í hitun er nú laus til nýrra verkefna t.d. orkuskipta í samgöngum. Því miður er ekki mögulegt að skipta út allri rafhitun fyrir jarðhita þar sem jarðhita er sumstaðar hreinlega ekki að finna eða þá að byggð er ekki nógu þétt til að standa undir lagningu veitu. Á þessum stöðum er þó hægt að fara í annars konar orkuskipti í formi varmadælna sem geta auðveldlega helmingað raforkunotkun með nýtingu umhverfishita. Hvað hefur ríkið gert og hverju hefur það skilað? Ef skoðaðar eru framkvæmdir frá árinu 2000 kemur ýmislegt í ljós. Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda og í raun forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Þessar GWst hafa því losnað í aðra vinnu t.d. orkuskipti í samgöngum. 110 GWst er jafnmikil raforka og tæplega 50 þúsund rafbílar nota á ári en í dag eru bara 10 þúsund slíkir á götunum. Hjá Orkusetri er þetta kallað virkjun innan kerfis þar sem þessi lausa raforka verður til við orkuskipti í húshitun en ekki með nýrri virkjun. Varmadælur Raforka losnar ekki bara við nýtingu jarðvarma því að varmadælur hafa komið sterkar inn á undanförnum árum. Ríkið styrkti til dæmis veglega uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt 40 GWst. Ríkið ákvað árið 2009 að bjóða upp á eingreiðslur til einstaklinga vegna varmadælu uppsetningar og árið 2014 voru svo sett lög um endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum á varmadælum fyrir heimili. Þetta hefur skilað um 10 GWst af raforkusparnaði og því hafa varmadælur nú þegar losað um 50 GWst á ári af verðmætri raforku. Þetta er jafnmikið og um 25 þúsund rafbílar nota. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessi lúmsku orkuskipti geta því á endanum losað yfir 250 GWst árlega af raforku sem samsvarar notkun um 100 þúsund rafbíla. Það eru víða tækifæri í orkuskiptum og bættri orkunýtni. Á næstu árum þurfum við að grípa öll þessi tækifæri til að skapa skárri veröld. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun