Myndir frá mögnuðu fótboltamóti: Aðeins 1% af öllu fjármagni íþrótta rennur til kvenna Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. nóvember 2021 07:00 Andrea Gunnarsdóttir formaður félags Ungra athafnakvenna (UAK) segir fótboltamótið GGWCUP hafa verið algjörlega magnað en þar kepptu íslenskar stjórnmálakonur meðal annars við kvenleiðtoga sem sóttu Heimsþingið heim sem nú stendur yfir í Hörpu. Andrea segir mótið hafa verið mikilvægan lið í jafnréttisbaráttunni enda segir hún aðeins 1% af fjármagni íþrótta fari til kvenna. Vísir/Vilhelm „Það er magnað að fá innsýn í upplifun kvenna af fótbolta í ólíkum löndum,“ segir Andrea Gunnarsdóttir formaður Félags ungra athafnakvenna, UAK eftir að úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) voru kynnt í gær. Liðið Leaf Mark frá Jórdaníu stóð uppi sem sigurvegarar. Í þessari viku er Heimsþing kvenleiðtoga haldið í fjórða sinn. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um nálgun ungra kvenna í jafnréttisbaráttunni í dag (UAK) en niðurstöður nýrrar rannsóknar um miðaldra leiðtogakonur á morgun. Markmið GGWCUP mótsins er að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auka aðgengi stúlkna og kvenna að íþróttaiðkun. Þannig er GGWCUP liður í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu og segir Andrea að kraftur og leikgleði hafi verið í fyrirrúmi í gegnum allt mótið. Einstakt tækifæri Að sögn Andreu var leitað til UAK um að halda mótið á Íslandi og þá þannig að UAK tæki að sér að vera gestgjafar. „Það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í GGWCUP. Þó svo að við á Íslandi séum í fararbroddi í jafnréttismálum þá fylgir því ábyrgð og viljum við leggja okkar að mörkum þegar kemur að því að tryggja konum aðgengi að íþróttum,“ segir Andrea. Mótið hófst klukkan 11 á mánudagsmorguninn og stóðu leikir yfir í Origo höll mánudag og þriðjudag frá klukkan 11 til 14. Þá stóð UAK fyrir viðburði í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, síðdegis á mánudag. Fótboltamótið var þó óhefðbundið að öllu leyti því leikreglur og stigagjöf mótsins voru aðlagaðarHeimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna númer 17. Yfirskrift þess er ,,Samvinna um markmiðin.“ „GGWCUP er því mikilvægan vettvangur til þess að sameina krafta því það er það sem þarf til að ná árangri,“ segir Andrea. Tímasetningin var líka sérstaklega góð. „Mótið er haldið samhliða Heimsþingi kvenleiðtoga og var það aldrei spurning í okkar augum þegar við fengum fyrirspurn um að halda mótið í ár segir Andrea og bætir við: „Við sáum tækifæri til þess að deila okkar framtíðarsýn en á sama tíma gefa öðrum konum rými til að deila sinni reynslu.“ Aðeins 1% af fjármagni íþrótta rennur til kvenna Og kannski er ekki furða þótt beina þurfi sjónum jafnréttismálanna að íþróttum: Það er mikilvægt að þau sem eru í leiðtogastöðum taki virkan þátt baráttunni en mikið var rætt um að einungis 1 % af öllu fjármagni sem fer í íþróttir rennur til kvenna,“ segir Andrea. Andrea segir þó stöðuna misslæma um heiminn. „Kynjamisrétti í íþróttum birtist okkur víða hér á landi en þó glímum við aðrar áskoranir en þær konur sem komu frá Jórdaníu og Sádi Arabíu,“ segir Andrea. Andrea segir að þótt kynjamisrétti birtist í ýmsu formi á Íslandi sé staðan ólíkt betri hér en víða annars staðar í heiminum. Til dæmis hjá ungum stúlkum og konum í Jórdaníu og Sádi Arabíu. Til að ná árangri þurfum við að sameina kraftana okkar segir Andrea.Vísir/Vilhelm Andrea segir mótið hafa gefið félagskonum UAK mjög mikið. Ekki síst með því að sjá og heyra hvernig staðan væri annars staðar. „Við fengum tækifæri til þess að spegla stöðu jafnréttis í íþróttum á Íslandi í samhengi við stöðuna alþjóðlega.“ Þá þótti Andreu það mikils vert að samstaðan um jafnrétti kynjanna var algild. „Þarna voru komnar saman konur með ólíkan bakgrunn, mismunandi pólitískar skoðanir en allar sammála um mikilvægi jafnréttis.“ Og Andrea er bjartsýn. Það er magnað að fá innsýn í upplifun kvenna af fótbolta í ólíkum löndum. Við lítum björtum augum til framtíðar og erum afar þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við hlökkum til að halda baráttunni áfram, vera hluti af breytingunni og taka virkan þátt í að skapa réttlátt og sjálfbært samfélag.“ Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af mótinu sem ljósmyndararnir Elvar Jens Hafsteinsson og Vilhelm Gunnarsson tóku. Það skipti engu máli hvar í pólitík konurnar á mótinu eru, íslenskar sem erlendar. Eitt áttu þær allar sameiginlegt og það er að styðja heilshugar við jafnrétti kynjanna. Á heiðursleiknum við opnum mótsins síðastliðinn mánudag kepptu íslenskar stjórnmálakonur við kvenleiðtoga sem sóttu Heimsþingið í Hörpu í vikunni. Vísir/Elvar Jens Hafsteinsson Leikgleði og kraftur var einkennandi á mótinu og hér má sjá forsetafrúnna og rithöfundinn Elízu Reid svo sannarlega endurspegla þá gleði. Vísir/Vísir/Elvar Jens Hafsteinsson Fjöldinn allur af fyrirtækjum, íþróttakonum og fleiri tóku þátt í mótinu og hér má sjá dæmi um hvernig konurnar hjá KPMG veigruðu sér ekkert við að skella sér í fótbolta.Vísir/Vilhelm Þótt víða væri leitað: Óviðjafnanleg sveifla Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra.Vísir/Elvar Jens Hafsteinsson Menntamálaráðherran Lilja Alfreðsdóttir blés varla úr nös enda vön því að hlaupa.Vísir/Elvar Jens Hafsteinsson Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43 UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í þessari viku er Heimsþing kvenleiðtoga haldið í fjórða sinn. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um nálgun ungra kvenna í jafnréttisbaráttunni í dag (UAK) en niðurstöður nýrrar rannsóknar um miðaldra leiðtogakonur á morgun. Markmið GGWCUP mótsins er að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auka aðgengi stúlkna og kvenna að íþróttaiðkun. Þannig er GGWCUP liður í alþjóðlegri jafnréttisbaráttu og segir Andrea að kraftur og leikgleði hafi verið í fyrirrúmi í gegnum allt mótið. Einstakt tækifæri Að sögn Andreu var leitað til UAK um að halda mótið á Íslandi og þá þannig að UAK tæki að sér að vera gestgjafar. „Það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í GGWCUP. Þó svo að við á Íslandi séum í fararbroddi í jafnréttismálum þá fylgir því ábyrgð og viljum við leggja okkar að mörkum þegar kemur að því að tryggja konum aðgengi að íþróttum,“ segir Andrea. Mótið hófst klukkan 11 á mánudagsmorguninn og stóðu leikir yfir í Origo höll mánudag og þriðjudag frá klukkan 11 til 14. Þá stóð UAK fyrir viðburði í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, síðdegis á mánudag. Fótboltamótið var þó óhefðbundið að öllu leyti því leikreglur og stigagjöf mótsins voru aðlagaðarHeimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna númer 17. Yfirskrift þess er ,,Samvinna um markmiðin.“ „GGWCUP er því mikilvægan vettvangur til þess að sameina krafta því það er það sem þarf til að ná árangri,“ segir Andrea. Tímasetningin var líka sérstaklega góð. „Mótið er haldið samhliða Heimsþingi kvenleiðtoga og var það aldrei spurning í okkar augum þegar við fengum fyrirspurn um að halda mótið í ár segir Andrea og bætir við: „Við sáum tækifæri til þess að deila okkar framtíðarsýn en á sama tíma gefa öðrum konum rými til að deila sinni reynslu.“ Aðeins 1% af fjármagni íþrótta rennur til kvenna Og kannski er ekki furða þótt beina þurfi sjónum jafnréttismálanna að íþróttum: Það er mikilvægt að þau sem eru í leiðtogastöðum taki virkan þátt baráttunni en mikið var rætt um að einungis 1 % af öllu fjármagni sem fer í íþróttir rennur til kvenna,“ segir Andrea. Andrea segir þó stöðuna misslæma um heiminn. „Kynjamisrétti í íþróttum birtist okkur víða hér á landi en þó glímum við aðrar áskoranir en þær konur sem komu frá Jórdaníu og Sádi Arabíu,“ segir Andrea. Andrea segir að þótt kynjamisrétti birtist í ýmsu formi á Íslandi sé staðan ólíkt betri hér en víða annars staðar í heiminum. Til dæmis hjá ungum stúlkum og konum í Jórdaníu og Sádi Arabíu. Til að ná árangri þurfum við að sameina kraftana okkar segir Andrea.Vísir/Vilhelm Andrea segir mótið hafa gefið félagskonum UAK mjög mikið. Ekki síst með því að sjá og heyra hvernig staðan væri annars staðar. „Við fengum tækifæri til þess að spegla stöðu jafnréttis í íþróttum á Íslandi í samhengi við stöðuna alþjóðlega.“ Þá þótti Andreu það mikils vert að samstaðan um jafnrétti kynjanna var algild. „Þarna voru komnar saman konur með ólíkan bakgrunn, mismunandi pólitískar skoðanir en allar sammála um mikilvægi jafnréttis.“ Og Andrea er bjartsýn. Það er magnað að fá innsýn í upplifun kvenna af fótbolta í ólíkum löndum. Við lítum björtum augum til framtíðar og erum afar þakklátar fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í þessu verkefni. Við hlökkum til að halda baráttunni áfram, vera hluti af breytingunni og taka virkan þátt í að skapa réttlátt og sjálfbært samfélag.“ Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af mótinu sem ljósmyndararnir Elvar Jens Hafsteinsson og Vilhelm Gunnarsson tóku. Það skipti engu máli hvar í pólitík konurnar á mótinu eru, íslenskar sem erlendar. Eitt áttu þær allar sameiginlegt og það er að styðja heilshugar við jafnrétti kynjanna. Á heiðursleiknum við opnum mótsins síðastliðinn mánudag kepptu íslenskar stjórnmálakonur við kvenleiðtoga sem sóttu Heimsþingið í Hörpu í vikunni. Vísir/Elvar Jens Hafsteinsson Leikgleði og kraftur var einkennandi á mótinu og hér má sjá forsetafrúnna og rithöfundinn Elízu Reid svo sannarlega endurspegla þá gleði. Vísir/Vísir/Elvar Jens Hafsteinsson Fjöldinn allur af fyrirtækjum, íþróttakonum og fleiri tóku þátt í mótinu og hér má sjá dæmi um hvernig konurnar hjá KPMG veigruðu sér ekkert við að skella sér í fótbolta.Vísir/Vilhelm Þótt víða væri leitað: Óviðjafnanleg sveifla Áslaugar Örnu dómsmálaráðherra.Vísir/Elvar Jens Hafsteinsson Menntamálaráðherran Lilja Alfreðsdóttir blés varla úr nös enda vön því að hlaupa.Vísir/Elvar Jens Hafsteinsson
Jafnréttismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43 UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42 Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti. 8. nóvember 2021 16:43
UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42
Konur sem berjast fyrir jafnrétti verða oft fyrir aðkasti „Ég vona að lagasetningin sé innlegg í þá viðhorfbreytingu sem byggir á að konur geti tekið þátt í kynferðislegri háttsemi án þess að eiga á hætti að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Það er ekki bara áfall og kostnaður fyrir einstaklinga sem fyrir slíku verða, heldur samfélagið og þannig atvinnulífið,” segir María Bjarnadóttir lögfræðingur, en hún skrifaði greiningagerðina fyrir íslensk stjórnvöld sem ný lög um stafrænt ofbeldi byggir á. 25. febrúar 2021 07:01
„Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00