Viðskipti innlent

Kórónuveiran lét á sér kræla eftir fjárfestadag Play í Kaupmannahöfn

Kjartan Kjartansson skrifar
Play kynnti meðal annars ársfjórðungsuppgjör á fjárfestadegi í Kaupmannahöfn á föstudag.
Play kynnti meðal annars ársfjórðungsuppgjör á fjárfestadegi í Kaupmannahöfn á föstudag. Vísir/Vilhelm

Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni eftir fjáfestadag flugfélagsins Play sem var haldinn í Kaupmannahöfn á föstudag. Um hundrað manns tóku þátt í viðburðinum en aðeins maki eins þeirra smituðu hefur þurft að fara í sóttkví til þessa.

Play flaug hópi fjárfesta, starfsfólks og fjölmiðlafólks, alls um hundrað manns, á fjárfestadaginn í Kaupmannahöfn á föstudag. 

Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir að ekki hafi allir í hópnum tekið þátt í ferðinni alla helgina. Margir hafi tekið þátt í viðburðinum á föstudag en síðan farið annað.

Nadine Guðrún Yaghi er samskiptastjóri Play.

Eftir samráð við smitrakningarteymi var fólki sem var með hópnum í borginni á laugardagskvöldið ráðlagt að viðhafa smitgát. Þeir smituðu greindust í gær.

Nadine segir að gætt hafi verið vel að sóttvörnum í ferðinni. Fyrirtækið hafi meðal annars tekið með hraðpróf fyrir alla gesti og smitvarnir hafi verið í hávegum hafðar. Samband hafi verið haft við smitrakningarteymi um leið og fyrirtækið frétti af þeim fyrstu smituðu sem voru í ferðinni til að tryggja rétt viðbrögð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×