Viðskipti innlent

Bein út­sending: Morgun­fundur um al­þjóð­legu að­fanga­keðjuna

Atli Ísleifsson skrifar
Þátttakendur í fundi FA og viðskiptaráðanna. Gunnar Már, Valdimar, Daníel, Kjartan Örn, Hrönn Margrét, Ólafur Johnson og Ólafur Stephensen.
Þátttakendur í fundi FA og viðskiptaráðanna. Gunnar Már, Valdimar, Daníel, Kjartan Örn, Hrönn Margrét, Ólafur Johnson og Ólafur Stephensen. FA

Gífurlegar hækkanir á flutningskostnaði, hækkandi innkaupsverð vöru, seinkanir í alþjóðlegum flutningum og jafnvel vöruskortur blasa nú við fyrirtækjum í milliríkjaviðskiptum.

Þetta verður til umræðu á morgunfundi Félags atvinnurekenda sem hófst klukkan 8:30.

„Heimsfaraldur kórónuveirunnar og fleiri ytri áföll hafa ruglað gangverk alþjóðaviðskipta. Af hverju stafa þessi vandkvæði í alþjóðlegu aðfangakeðjunni, hverjar eru afleiðingar þeirra og hvenær sjáum við fyrir endann á þeim? Við leitum svara á fundi Félags atvinnurekenda og millilandaviðskiptaráða FA, sem haldinn verður á Icelandair Hotel Reykjavík Natura kl. 8.30-10.“

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 

  • Flöskuhálsar og hækkanir í heimsflutningum. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi
  • Flugfrakt í hæstu hæðum! Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo
  • Eftirmálar heimsfaraldurs – hvenær mætast framboð og eftirspurn? Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans

Í pallborði auk frummælenda:

  • Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Feel Iceland og stjórnarmaður í Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu
  • Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar og stjórnarmaður í Íslensk-taílenska viðskiptaráðinu
  • Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri SRX og Ormsson
  • Fundarstjóri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA

Fundarboðendur eru Félag atvinnurekenda, Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Íslensk-indverska viðskiptaráðið, Íslensk-taílenska viðskiptaráðið og Íslensk-evrópska verslunarráðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×