Líkkistufagn fyrir framan stuðningsmenn mótherjanna gerði allt vitlaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 09:30 Victor Cuesta og félagar í Internacional gengu alltof langt í því að strá salti í sár mótherja sinna strax eftir leik. Getty/Silvio Avila Nágrannaslagur Internacional og Gremio í brasilíska fótboltanum endaði með tuttugu og tveggja manna slagsmálum eftir að leikurinn hafði verið flautaður af. Internacional vann 1-0 sigri á nágrönnum sínum í Gremio um helgina og fyrir vikið er lið Gremio í enn verri málum í fallbaráttu deildarinnar. Internacional players held up fake cardboard coffins - a symbol for the death of Gremio Gremio players marched back out to the stadium and started a wild melee. Two players were sent off and many had to be physically restrained. Chaos! https://t.co/BwzmeF55IT— SPORTbible (@sportbible) November 7, 2021 Eftir að sigurinn var í höfn þá hlupu leikmenn Internacional í átt að stuðningsmönnum mótherjanna í Gremio og veifuðu í átt að þeim sérstökum pappaspjöldum sem voru hönnuð eins og líkkistur. Það átti að ýja að því að Gremio væri að falla úr deildinni og þetta fagn fór heldur betur fyrir brjóstið á mörgum. Flestir leikmenn Gremio höfðu þarna yfirgefið völlinn en þeir hlupu nú inn á völlinn aftur og allt varð vitlaust þegar leikmenn liðanna fóru að slást. Following Internacional s 1-0 win over bitter rivals Gremio, Inter player Patrick held up two cardboard cutouts of a casket to their fans mocking Gremio due to them being very close to being relegated from the Brasilerão. The result? Patrick gets sent off. pic.twitter.com/EeQBYJTZiE— Roberto Rojas (@RobertoRojas97) November 7, 2021 Tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, fengu rauða spjaldið. Patrick Nascimento, leikmaður Internacional, var annar þeirra en hann virtist fara fyrir Líkkistufagninu þegar hann hljóp í átt að Gremio-áhorfendunum með líkkistuspjald í sitthvorri hendi. Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og öryggisverðir reyndu að skilja á milli manna en það tók nokkurn tíma að enda slagsmálin. Liðin eru bæði frá borginni Porto Alegre og Gre-Nal derbyslagurinn er einn sá heitasti í fótboltaheiminum. Gremio er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 26 stig úr 29 leikjum. Það lítur út fyrir að liðið falli úr deildinni. Fótbolti Brasilía Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Internacional vann 1-0 sigri á nágrönnum sínum í Gremio um helgina og fyrir vikið er lið Gremio í enn verri málum í fallbaráttu deildarinnar. Internacional players held up fake cardboard coffins - a symbol for the death of Gremio Gremio players marched back out to the stadium and started a wild melee. Two players were sent off and many had to be physically restrained. Chaos! https://t.co/BwzmeF55IT— SPORTbible (@sportbible) November 7, 2021 Eftir að sigurinn var í höfn þá hlupu leikmenn Internacional í átt að stuðningsmönnum mótherjanna í Gremio og veifuðu í átt að þeim sérstökum pappaspjöldum sem voru hönnuð eins og líkkistur. Það átti að ýja að því að Gremio væri að falla úr deildinni og þetta fagn fór heldur betur fyrir brjóstið á mörgum. Flestir leikmenn Gremio höfðu þarna yfirgefið völlinn en þeir hlupu nú inn á völlinn aftur og allt varð vitlaust þegar leikmenn liðanna fóru að slást. Following Internacional s 1-0 win over bitter rivals Gremio, Inter player Patrick held up two cardboard cutouts of a casket to their fans mocking Gremio due to them being very close to being relegated from the Brasilerão. The result? Patrick gets sent off. pic.twitter.com/EeQBYJTZiE— Roberto Rojas (@RobertoRojas97) November 7, 2021 Tveir leikmenn, einn úr hvoru liði, fengu rauða spjaldið. Patrick Nascimento, leikmaður Internacional, var annar þeirra en hann virtist fara fyrir Líkkistufagninu þegar hann hljóp í átt að Gremio-áhorfendunum með líkkistuspjald í sitthvorri hendi. Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og öryggisverðir reyndu að skilja á milli manna en það tók nokkurn tíma að enda slagsmálin. Liðin eru bæði frá borginni Porto Alegre og Gre-Nal derbyslagurinn er einn sá heitasti í fótboltaheiminum. Gremio er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 26 stig úr 29 leikjum. Það lítur út fyrir að liðið falli úr deildinni.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira