Innlent

Sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir komu manni til bjargar á Langjökli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sjúkraflutningamenn fóru með björgunarsveitum á jeppum á jökulinn.
Sjúkraflutningamenn fóru með björgunarsveitum á jeppum á jökulinn. Landsbjörg

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um klukkan 13 í dag. Ungur maður hafði slasast á fæti á Langjökli og komst ekki af sjálfsdáðun niður af jöklinum.

Samferðafólk mannsins treysti sér ekki til að flytja hann í bifreið og aka til móts við sjúkrabíl og fóru sjúkraflutningamenn því í fylgd björgunarsveita upp jökulinn.

Þegar komið var á vettvang var búið um slasaða manninn, honum komið vel fyrir á sjúkrabörum og hann fluttur í björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl í Húsafelli. 

Að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg voru allir viðbragðsaðilar komnir í bækistöðvar rétt fyrir kvöldmat. „Vel gekk að flytja mannin niður en gæta þurfti þó fyllsta öryggis þar sem mikið er af spurngum á jöklinum,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært kl. 21.55:

Einn af vinum slasaða mannsins, sem var með honum á jöklinum, hefur sett sig í samband við Vísi og segir ekki rétt að samferðafólk hans hafi ekki treyst sér niður með hann. Í raun hafi þau búið til spelku fyrir manninum, sem reyndist hné- og sköflugsbrotinn, og komið honum upp í bifreið sem búið var að fjarlægja framsætið úr.

Þau hefðu hins vegar fengið fyrirmæli um að flytja hann ekki og biðu því með hann í um tvo tíma uppi á jökli þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Aðgerðir gengu vel en nauðsynlegt var að fara varlega vegna sprunga á jöklinum.Landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×