Innlent

Grunur um að skipverji á Vilhelm Þorsteinssyni sé smitaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Grunur er uppi um að einn skipverja Vilhelms Þorsteinssonar sé smitaður af Covid.
Grunur er uppi um að einn skipverja Vilhelms Þorsteinssonar sé smitaður af Covid. Samherji

Grunur er uppi um að skipverji á togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA, sem gerður er út af Samherja, sé smitaður. 

Skipið kom til hafnar í Reykjavík fyrir hádegi í morgun en hafði það snúið við eftir að grunur vaknaði um að einn skipverja væri orðinn veikur. Um borð í skipinu eru sjálfspróf fyrir Covid, sem allir skipverjar tóku í gær og greindist seinn þeirra smitaður í því. 

Þetta segir í svari Karls Eskils Pálssonar, upplýsingafulltrúa Samherja, við fyrirspurn fréttastofu. Um leið og skipverjinn hafi fengið jákvætt á Covid-prófinu hafi strax verið haft samband við Landhelgisgæslu og sóttvarnayfirvöld og ákveðið að skipið skyldi halda til hafnar í Reykjavík. 

Enginn afli er um borð í skipinu en skipverjar munu gangast undir PCR próf í dag og verður skipið jafnframt sótthreinsað. Skipt verður um alla áhöfn Vilhelms og getur skipið því haldið aftur til veiða að lokinni sótthreinsun. 


Tengdar fréttir

Grunur um að fjórir séu smitaðir um borð í Málmey

Grunur er uppi um að fjórir skipverjar á Málmey SK-1, sem gerð er út af útgerðinni FISK á Sauðárkróki, séu smitaðir af Covid-19. Togarinn er nú á leið í land á Sauðárkróki og mun áhöfn fara í skimun í fyrramálið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×