Fótbolti

Arnar Þór: „Ekki spurning, við viljum fá stig“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson segir það mikilvægt að ung lið læri að kreista út sigra.
Arnar Þór Viðarsson segir það mikilvægt að ung lið læri að kreista út sigra. Mynd/Skjáskot

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum eftir að hann tilkynnti hvaða leikmenn verða í hópnum sem spilar tvo síðustu leiki sína í undankeppni HM nú í nóvember. Hann segir úrslitin ekki aðalatriðið, en að sigur sé að sjálfsögðu alltaf vel þeginn.

Ísland mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu ytra, en íslenska liðið hefur aðeins unnið tvo leiki í sínum riðli. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu á heimavelli en tapaði 2-0 gegn Rúmenum.

Líkt og áður er Ísland án margra lykilmanna og Arnar segir úrslitin ekki aðalmálið að þessu sinni, þótt sigur sé alltaf vel þeginn

„Við förum náttúrulega í hvern einasta leik til þess að vinna hann, ég hef sagt það oft. En það eru líka aðrir hlutir sem við erum að horfa til.“

„Það er mjög mikilvægt í fótbolta að ungir leikmenn og ung lið læri að tosa sigrana til sín. Það er bara hluti af þróuninni líka. Ekki spurning, við viljum fá stig.“

Klippa: Arnar Þór Viðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×