Líkir Kveiksþættinum við viðtal RÚV við Ólaf Skúlason biskup Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2021 09:13 „Við tók svo það sem mætti kalla 35 mínútna atvinnuauglýsingu þar sem tárvotur Þórir Sæmundsson lýsti því að hann væri í raun ekki vondur maður, hann hefði gerst sekur um þennan dómgreindarbrest þarna einu sinni,“ segir Hildur. „Hugsum okkur aðeins um. Rifjum upp viðtalið við Ólaf Skúlason biskup frá árinu 1996. Þegar þetta nýjasta viðtal verður skoðað í ljósi sögunnar, hvaða afstöðu hefðir þú viljað hafa tekið, svona eftir á að hyggja?“ Að þessu spyr Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, kynjafræðinemi og feminískur aktívisti, í grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir Kveiksþáttinn þar sem rætt var við Þóri Sæmundsson hafa valdið umtalsverðum skaða. Í viðtalinu greindi Þórir frá því hvernig hann hefði verið atvinnulaus vegna umfjöllunar um óviðeigandi myndasendingar hans til ungrar stúlku. Hildur segir hins vegar ljóst að þolendur hans séu mun fleiri og að Þórir hafi hvorki sýnt iðrun né eftirsjá. „Aðspurður jánkaði Þórir því að hafa ekki viljað flytja burt vegna þess að í því myndi felast einhverskonar viðurkenning á sekt. Með öðrum orðum; hann vill ekki gangast við sekt. Enda sagði hann sjálfur að samfélagið sem hann býr í sé bara klikkað af því að hann fær ekki vinnu við þjónustu- eða umönnunarstörf. Ekkert af ofangreindu lýsir manni sem sýnir iðrun og eftirsjá. Þetta lýsir manni sem finnst hann eiga heimtingu á því sem honum hentar óháð því hvað kann að leynast í fortíðinni hans,“ segir Hildur. Hildur segir engan vita hversu margir þolendur Þóris séu. En „hvísluleikur“ kvenna á netinu hafi enn og aftur sannað gildi sitt. Nokkrar konur hafi komið fram undir nafni og greint frá reynslu sinni. Meðal þeirra séu konur sem voru 15 og 16 ára og mun yngri en Þórir þegar hann notfærði sér aldursmuninn sem var á þeim, um það bil 20 ár. „Konurnar sem ekki hafa stigið fram opinberlega eru í lokuðum hópum að deila reynslu sinni og sumar þeirra frásagna eru skelfilegri en orð fá lýst. Ég veit persónulega af nokkrum ungum konum sem hágrétu yfir sjónvarpinu í gær í fangi foreldra sinna en geta ekki stigið fram enda koma konur almennt ekki vel út úr slíku,“ segir Hildur. Hildur segir að Þóru Arnórsdóttur, sem sá um Kveiksþáttinn, hefði verið í lófa lagt að leita til þolenda Þóris áður en þátturinn var birtur en það hafi ekki verið gert. Augljóst væri að aðeins hefði verið leitað til viðmælenda sem hefðu viljað fordæma „hina svokölluðu slaufunarmenningu“. „Það hefur ekki hvarflað að henni að leita til talsfólks þolenda kynbundins ofbeldis, þrátt fyrir að það sé staðreynd að fjöldi kvenna hafi horfið af vinnumarkaði og/eða þurft að flýja land vegna þess að gerendur þeirra voru fyrirferðarmiklir í nærsamfélagi þeirra og engin undankomuleið fyrir þær. Vitanlega hefði fjöldi fagfólks og þolenda getað vitnað um þetta en til þess fólks var ekki leitað.“ Hildur segir að lokum að þátturinn hafi valdið umtalsverðum skaða. „Ekki bara fyrir þolendur viðmælandans (ýmist þá sem minnst var á, eða þau sem ekki var fjallað um) heldur fyrir þolendur kynbundins ofbeldis almennt. Með því að draga fram einn hálfsannleik sem túlkaður er af iðrunarlausum geranda og halda að það varpi einhverju ljósi á hvernig samfélagið tekur á gerendum almennt er alið á þolendaskömm og gerendameðvirkni sem var feykinóg af fyrir.“ MeToo Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Að þessu spyr Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, kynjafræðinemi og feminískur aktívisti, í grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir Kveiksþáttinn þar sem rætt var við Þóri Sæmundsson hafa valdið umtalsverðum skaða. Í viðtalinu greindi Þórir frá því hvernig hann hefði verið atvinnulaus vegna umfjöllunar um óviðeigandi myndasendingar hans til ungrar stúlku. Hildur segir hins vegar ljóst að þolendur hans séu mun fleiri og að Þórir hafi hvorki sýnt iðrun né eftirsjá. „Aðspurður jánkaði Þórir því að hafa ekki viljað flytja burt vegna þess að í því myndi felast einhverskonar viðurkenning á sekt. Með öðrum orðum; hann vill ekki gangast við sekt. Enda sagði hann sjálfur að samfélagið sem hann býr í sé bara klikkað af því að hann fær ekki vinnu við þjónustu- eða umönnunarstörf. Ekkert af ofangreindu lýsir manni sem sýnir iðrun og eftirsjá. Þetta lýsir manni sem finnst hann eiga heimtingu á því sem honum hentar óháð því hvað kann að leynast í fortíðinni hans,“ segir Hildur. Hildur segir engan vita hversu margir þolendur Þóris séu. En „hvísluleikur“ kvenna á netinu hafi enn og aftur sannað gildi sitt. Nokkrar konur hafi komið fram undir nafni og greint frá reynslu sinni. Meðal þeirra séu konur sem voru 15 og 16 ára og mun yngri en Þórir þegar hann notfærði sér aldursmuninn sem var á þeim, um það bil 20 ár. „Konurnar sem ekki hafa stigið fram opinberlega eru í lokuðum hópum að deila reynslu sinni og sumar þeirra frásagna eru skelfilegri en orð fá lýst. Ég veit persónulega af nokkrum ungum konum sem hágrétu yfir sjónvarpinu í gær í fangi foreldra sinna en geta ekki stigið fram enda koma konur almennt ekki vel út úr slíku,“ segir Hildur. Hildur segir að Þóru Arnórsdóttur, sem sá um Kveiksþáttinn, hefði verið í lófa lagt að leita til þolenda Þóris áður en þátturinn var birtur en það hafi ekki verið gert. Augljóst væri að aðeins hefði verið leitað til viðmælenda sem hefðu viljað fordæma „hina svokölluðu slaufunarmenningu“. „Það hefur ekki hvarflað að henni að leita til talsfólks þolenda kynbundins ofbeldis, þrátt fyrir að það sé staðreynd að fjöldi kvenna hafi horfið af vinnumarkaði og/eða þurft að flýja land vegna þess að gerendur þeirra voru fyrirferðarmiklir í nærsamfélagi þeirra og engin undankomuleið fyrir þær. Vitanlega hefði fjöldi fagfólks og þolenda getað vitnað um þetta en til þess fólks var ekki leitað.“ Hildur segir að lokum að þátturinn hafi valdið umtalsverðum skaða. „Ekki bara fyrir þolendur viðmælandans (ýmist þá sem minnst var á, eða þau sem ekki var fjallað um) heldur fyrir þolendur kynbundins ofbeldis almennt. Með því að draga fram einn hálfsannleik sem túlkaður er af iðrunarlausum geranda og halda að það varpi einhverju ljósi á hvernig samfélagið tekur á gerendum almennt er alið á þolendaskömm og gerendameðvirkni sem var feykinóg af fyrir.“
MeToo Ríkisútvarpið Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Ung kona um samskipti sín við Þóri Sæmundsson þegar hún var 16 ára: „Ekki bara helmingi eldri en ég heldur líka frægur leikari“ Jófríður Ísdís Skaftadóttir, ung kona sem sakar leikarann Þóri Sæmundsson um að hafa notfært sér 20 ára aldursmun til að fá hana til samræðis þegar hún var 16 ára, segir í viðtali við Stundina að umtalað viðtal við Þóri á RÚV í gær hafi ýft upp sár. 3. nóvember 2021 23:54