Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Þorgils Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 21:01 Þórir Sæmundsson var í mörgum stórum hlutverkum í Þjóðleikhúsinu áður en hann var rekinn í kjölfar þess að hann sendi ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Hann var í viðtali um stöðu sína í Kveik á RÚV í kvöld. Skjáskot/RÚV Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Þetta kom fram í viðtali við Þóri í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV fyrr í kvöld. Hann var á þeim tíma fastráðinn og fór með stór hlutverk í sýningum leikhússins, þegar hann var kallaður til fundar með Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra í mars 2017. Þar var Þóri tjáð að leikhúsinu hefði borist kvörtun frá föður 15 ára stúlku um að hann hafi sent henni myndir af kynfærum sínum. Þórir gengst við því en að hans sögn hafi hann fengið skilaboð á Snapchat frá stúlkum sem sögðust vera 18 ára. Þær hefðu fyrst sent honum kynferðislegar myndir og hann svo sent myndir á móti. Stúlkurnar hafi þá tilkynnt honum að þær væru 15 ára. Þórir segir að honum hafi brugðið, en ekki haldið að þetta yrði mikið mál. „Mín frásögn af þessu hefur ekkert breyst. Í fjögur ár hef ég sagt sömu söguna af þessu.“ Skömmu seinna var Þórir kallaður aftur til Þjóðleikhússtjóra þar sem honum var sagt upp störfum, að sögn vegna rekstrarlegra ástæðna. Síðan þá hafi hann ekki fengið fasta vinnu. Hann hafi sótt um 200-300 störf og þegar hann hafi fengið vinnu hafi hann fljótlega verið rekinn eftir að upp komst um hans mál. „Af því að fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli.“ Meðal annars hafi hann sótt sér aukin ökuréttindi og farið að vinna við að aka fötluðum og öryrkjum, en hafi verið rekinn fjórum dögum síðar eftir að Strætó hafi borist kvörtun um að hann væri að keyra. Þórir segist vera orðinn ráðalaus. Hann fái ekki lengur atvinnuleysisbætur á Íslandi. „Ég er svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn. En mig langar ekkert að vera það og mig langar ekki að tala um það. Og mig langar ekki að sitja hérna og fokking tala um það í sjónvarpinu einu sinni. En ég veit ekki hvað ég á að gera.“ Hann segist ekki hafa viljað flýja land, því að það gæti verið túlkað sem viðurkenning á sekt. Hann eigi þó ekki margra kosta völ. „Ég þarf annað hvort að flýja þetta land eða gerast glæpamaður.“ Misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðtalið vakti nokkuð umtal á samfélagsmiðlum. Nei sorrí en HVAÐ Í ANDSKOTANUM? Ha? Er þetta í alvöru framlag @RUVohf til #metoo? pic.twitter.com/LXkmryRnTf— Hildur ♀ 🇵🇸 BLM (@hillldur) November 2, 2021 Afhverju í ósköpunum er Kveikur að taka eitthvað “Þórir Sæm er saklaus og gerði ekkert rangt” teik?— Sandra Smára (@ovinkona) November 2, 2021 Þórir Sæm er imo að hóta landanum að verða glæpamaður ef hann fær ekki vinnu bráðum— Adda (@addathsmara) November 2, 2021 Enginn:Þórir Sæm: ég ætla halda áfram að vera ömurlegur :)— agnes rugl (@ruglagnes) November 2, 2021 Ég gæti sagt margt um þennan Kveiksþátt. En þetta finnst mér mikilvægast í bili: Að halda því fram að fólk þori ekki að tala um þessi mál af því þau séu svo mikið jarðsprengjusvæði er beinlínis rangt.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 2, 2021 Mjög valid umræða um það hvenær menn eiga afturkvæmt í samfélagið og allt það - finnst persónulega að það eigi ekki heima í sviðsljósinu en á mjög erfitt með að trúa því að þeim sé neitað um hinar og þessar iðnaðarvinnur sem eru m.a. með fyrrum dæmda handrukkara en það er bara ég— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) November 2, 2021 Umm var ekki allur þátturinn í kvöld um það hvernig gerandi var útskúfaður og slaufað? Það er ekki að sjá á kommentum á fb hjá #kveikur Finnst ykkur hjá @ruvkveikur þið ekki bera neina ábyrgð á því að kynda undir þessa orðræðu sem er að birtast á miðlunum ykkar?— Ásta Marteins (@astamarteins1) November 2, 2021 Greinin var uppfærð MeToo Leikhús Vinnumarkaður Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þóri í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV fyrr í kvöld. Hann var á þeim tíma fastráðinn og fór með stór hlutverk í sýningum leikhússins, þegar hann var kallaður til fundar með Ara Matthíassyni Þjóðleikhússtjóra í mars 2017. Þar var Þóri tjáð að leikhúsinu hefði borist kvörtun frá föður 15 ára stúlku um að hann hafi sent henni myndir af kynfærum sínum. Þórir gengst við því en að hans sögn hafi hann fengið skilaboð á Snapchat frá stúlkum sem sögðust vera 18 ára. Þær hefðu fyrst sent honum kynferðislegar myndir og hann svo sent myndir á móti. Stúlkurnar hafi þá tilkynnt honum að þær væru 15 ára. Þórir segir að honum hafi brugðið, en ekki haldið að þetta yrði mikið mál. „Mín frásögn af þessu hefur ekkert breyst. Í fjögur ár hef ég sagt sömu söguna af þessu.“ Skömmu seinna var Þórir kallaður aftur til Þjóðleikhússtjóra þar sem honum var sagt upp störfum, að sögn vegna rekstrarlegra ástæðna. Síðan þá hafi hann ekki fengið fasta vinnu. Hann hafi sótt um 200-300 störf og þegar hann hafi fengið vinnu hafi hann fljótlega verið rekinn eftir að upp komst um hans mál. „Af því að fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli.“ Meðal annars hafi hann sótt sér aukin ökuréttindi og farið að vinna við að aka fötluðum og öryrkjum, en hafi verið rekinn fjórum dögum síðar eftir að Strætó hafi borist kvörtun um að hann væri að keyra. Þórir segist vera orðinn ráðalaus. Hann fái ekki lengur atvinnuleysisbætur á Íslandi. „Ég er svo mikið fórnarlamb í þessu einhvern veginn. En mig langar ekkert að vera það og mig langar ekki að tala um það. Og mig langar ekki að sitja hérna og fokking tala um það í sjónvarpinu einu sinni. En ég veit ekki hvað ég á að gera.“ Hann segist ekki hafa viljað flýja land, því að það gæti verið túlkað sem viðurkenning á sekt. Hann eigi þó ekki margra kosta völ. „Ég þarf annað hvort að flýja þetta land eða gerast glæpamaður.“ Misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðtalið vakti nokkuð umtal á samfélagsmiðlum. Nei sorrí en HVAÐ Í ANDSKOTANUM? Ha? Er þetta í alvöru framlag @RUVohf til #metoo? pic.twitter.com/LXkmryRnTf— Hildur ♀ 🇵🇸 BLM (@hillldur) November 2, 2021 Afhverju í ósköpunum er Kveikur að taka eitthvað “Þórir Sæm er saklaus og gerði ekkert rangt” teik?— Sandra Smára (@ovinkona) November 2, 2021 Þórir Sæm er imo að hóta landanum að verða glæpamaður ef hann fær ekki vinnu bráðum— Adda (@addathsmara) November 2, 2021 Enginn:Þórir Sæm: ég ætla halda áfram að vera ömurlegur :)— agnes rugl (@ruglagnes) November 2, 2021 Ég gæti sagt margt um þennan Kveiksþátt. En þetta finnst mér mikilvægast í bili: Að halda því fram að fólk þori ekki að tala um þessi mál af því þau séu svo mikið jarðsprengjusvæði er beinlínis rangt.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 2, 2021 Mjög valid umræða um það hvenær menn eiga afturkvæmt í samfélagið og allt það - finnst persónulega að það eigi ekki heima í sviðsljósinu en á mjög erfitt með að trúa því að þeim sé neitað um hinar og þessar iðnaðarvinnur sem eru m.a. með fyrrum dæmda handrukkara en það er bara ég— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) November 2, 2021 Umm var ekki allur þátturinn í kvöld um það hvernig gerandi var útskúfaður og slaufað? Það er ekki að sjá á kommentum á fb hjá #kveikur Finnst ykkur hjá @ruvkveikur þið ekki bera neina ábyrgð á því að kynda undir þessa orðræðu sem er að birtast á miðlunum ykkar?— Ásta Marteins (@astamarteins1) November 2, 2021 Greinin var uppfærð
MeToo Leikhús Vinnumarkaður Mál Þóris Sæmundssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira