Erlent

Smygluðu tonni af kókaíni í tún­völturum

Þorgils Jónsson skrifar
Smyglarar földu tonn af kókaíni í túnvölturum sem fluttir voru til New York frá Puerto Rico.
Smyglarar földu tonn af kókaíni í túnvölturum sem fluttir voru til New York frá Puerto Rico.

Lögreglan í New York lagði nýlega hald á um það bil eitt tonn af kókaíni sem smyglað hafði verið til borgarinnar frá Púertó Ríkó.

Þetta er mesta magn af kókaíni sem tekið hefur verið í einu tilviki í New York í meira en áratug, að því er fram kemur í frétt Reuters. Þrír voru handteknir vegna málsins.

Efnin fundust í stórum túnvölturum sem einn hinna handteknu hafði ekið með frá hafnarbakka í New Jersey að íbúðarhúsi í Bronx.

Í tilkynningu segir lögregla að fundurinn gefi til kynna að fíkniefnamarkaðurinn í New York sé að breytast. Sannkölluð sprenging hefur verið í málum tengdum kókaíni í New York að undanförnu. En í ár hefur lögregla tekið yfir tvöfalt meira magn af efninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×