Forstjóri Barclays hættir vegna tengsla við Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:45 Jes Staley, fráfarandi forstjóri Barclays. AP/Evan Agostini/Invision Jes Staley, forstjóri breska bankans Barclays, sagði af sér í dag í kjölfar skýrslu breska fjármálaeftirlitsins um tengsl hans við Jeffrey Epstein, bandaríska auðkýfingsins, sem var ákærður fyrir mansal. Staley hafði áður sagst harma samband sitt við Epstein sem svipti sig lífi í fangelsi í New York sumar 2019. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Staley hafi vitað af brotum Epstein gegn ungum konum og stúlkum, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska fjármálaeftirlitið birti skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar um samband Staley og Epstein þegar sá fyrrnefndi sinnti einkabankaþjónustu fyrir Epstein hjá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan á sínum tíma. Staley er sagður sem þrumu lostinn og reiður yfir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins sem hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að rannsóknin hafi leitt í ljós að frásögn Staley af sambandi sínu við Epstein fyrir stjórn Barclays stemmi ekki við þau gögn sen yfirvöld hafa undir höndum. Fjöldi tölvupósta sem fór á milli Staley og Epstein og tónn þeirra bendi til þess að samband þeirra hafi verið nánara en Staley hefur viljað gangast við til þessa. Barclays sagði í yfirlýsingu að sátt hefði verið á milli stjórnar bankans og Staley um að hann myndi hætta í ljósi niðurstaðana yfirvalda og þess að Staley ætli að mótmæla þeim formlega. Jeffrey Epstein Bretland Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Staley hafði áður sagst harma samband sitt við Epstein sem svipti sig lífi í fangelsi í New York sumar 2019. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Staley hafi vitað af brotum Epstein gegn ungum konum og stúlkum, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska fjármálaeftirlitið birti skýrslu um bráðabirgðaniðurstöður sínar um samband Staley og Epstein þegar sá fyrrnefndi sinnti einkabankaþjónustu fyrir Epstein hjá bandaríska fjárfestingabankanum JP Morgan á sínum tíma. Staley er sagður sem þrumu lostinn og reiður yfir niðurstöðum fjármálaeftirlitsins sem hafa þó ekki verið gerðar opinberar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að rannsóknin hafi leitt í ljós að frásögn Staley af sambandi sínu við Epstein fyrir stjórn Barclays stemmi ekki við þau gögn sen yfirvöld hafa undir höndum. Fjöldi tölvupósta sem fór á milli Staley og Epstein og tónn þeirra bendi til þess að samband þeirra hafi verið nánara en Staley hefur viljað gangast við til þessa. Barclays sagði í yfirlýsingu að sátt hefði verið á milli stjórnar bankans og Staley um að hann myndi hætta í ljósi niðurstaðana yfirvalda og þess að Staley ætli að mótmæla þeim formlega.
Jeffrey Epstein Bretland Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira