Einn gesta Gísla kominn með Covid og hinir í sóttkví Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Hallgrímur hefur greinst með Covid og eru nú þau Sóli Hólm og Katrín Halldóra komin í sóttkví. Sóli lætur sér hvergi bregða en segir að ef hann er ekki kominn með Covid eftir að hafa verið sessunautur Hallgríms í heitu ljósi kastara í stúdíóinu þá sé hann einskonar ofurmenni. Hann er þó kominn með neikvætt úr fyrsta prófi. Hallgrímur Helgason rithöfundur er kominn með Covid en hann var meðal gesta í Vikunni sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldið. „Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021 Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Jæja það fór ekki svo að Kóvíð konungur næði manni ekki inn í ríki sitt. Ég er semsagt einn af þessum 72 sem smituðust í gær. Er vel flensaður og slappur en þó enn með bragð- og lyktarskyn,“ tilkynnir Hallgrímur vinum sínum á Facebook. Hallgrímur segist vera tvívarinn með bóluefninu Astra Zeneca síðan í sumar og segir: Guð blessi bóluefnin! „Var í gærkveldi ekið hingað af slökkviliðsmanni á sóttvarnarhótelið við Rauðarárstíg. Hér er yndislegt að vera með útsýn yfir æskustöðvarnar og nafna á holtinu. Tímasetningin gat allavega ekki verið betri. Sýning komin upp og allar bækur í búðir.“ Ýmsir eru komnir í sóttkví sem eru í kringum Hallgrím svo sem þau sem voru með honum í sófanum hjá Gísla: Söng- og leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og skemmtikrafturinn Sóli Hólm. Sem var nánast ofan í Hallgrími allan þáttinn, svo vel fór á með þeim. Einskonar ofurmenni ef hann sleppur „Ég er kominn í sóttkví,“ segir Sóli í samtali við Vísi og tilkynnir að svo sé um allan panelinn sem var í settinu hjá Gísla. Hann segist vera búinn að taka eitt neikvætt hraðpróf og svo fer hann í alvöru próf á miðvikudaginn. Ef það reynist neikvætt er hann sloppinn. Sóli og Hallgrímur sátu þétt saman í sófa Gísla, voru nánast í faðmlögum og ef Hallgrímur var kominn með Covid þá hlyti Sóli að vera kominn með veiruna einnig? „Já, ef ekki þá er ég einhverskonar ofurmenni,“ segir Sóli. Þegar hann er spurður hvort hann sé ekki bólusettur segir eftirherman snjalla: „Nei ég er bara búinn að læra ákveðna öndunartækni og tek mikið af vítamínum.“ Ha? „Djók. Nei, ég var með þeim fyrstu. Fékk á undan pabba,“ segir Sóli sem þurfti að gangast undir erfiða krabbameinsmeðferð fyrir fáeinum árum. „Já. Og er meira að segja búinn að fá boð um örvunarskammt þrátt fyrir að hafa fengið Pfizer.“ Mikið í húfi Þú ert sem sagt stappfullur af bóluefni? „Já, já. En það eru 6 sýningar í Bæjarbíói undir og stórtónleikar hjá Kötu. Nema maður er öllu vanur, orðinn vanari því að aflýsa en að setja eitthvað á.“ Ekki náðist í Gísla Martein né Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu vegna málsins en Hallgrímur segir að allir sem hann hitti á föstudag séu í smitgát. „Allir neikvæðir að ég best veit. En við ykkur sem enn eigið eftir að láta bólusetja ykkur segi ég: Gerið það strax!“ Uppfært: Gísli Marteinn tjáði sig um smitið á Twitter og segist að óbreyttu losna úr sóttkví á miðvikudaginn. Hann sé einkennalaus líkt og Katrín Halldóra og Sóli. Þið eruð kannski búin að sjá það í fréttum en í ljós kom í gær að @HalgrimHelgason er með covid og við @SoliHolm og Katrín Halldóra erum komin í sóttkví af því við vorum í #vikan á fös. Erum öll stálslegin nema HH sem er slappur. Losnum á miðvikudag ef covid test er neikvætt.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 1, 2021
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisútvarpið Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira