Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2021 13:30 Bændurnir á Sólvöllum, þau Illugi Breki Albertsson og Hanna Valdís Guðjónsdóttir, heyja túnin í Odda og annast bústofn prestsins. Oddi sést á milli þeirra og ber kirkjustaðinn í Eyjafjallajökul. Sigurjón Ólason Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 kynnumst við Odda. „Starf prestsins hefur breyst. Okkar sauðir eru aðrir sauðir heldur en þeir sem þarf að heyja fyrir,“ segir Elína, sem samið hefur við unga nágrannabændur sína á Sólvöllum um að heyja túnin og annast fjárstofninn sem fylgir Odda. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, við útsýnisskífuna á Gammabrekku. Fjær sést til Vestmannaeyja.Sigurjón Ólason Sólvellir eru vestan Odda en þau Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Illugi Breki Albertsson, bæði Rangæingar, keyptu jörðina í fyrra af frænda hennar og gerðust bændur. Á Sólvöllum búa þau með sauðfé og hross auk þess að annast búskapinn í Odda. „Við hugsum um átján kindur fyrir prestinn. Og heyjum þá í staðinn ofan í þær og okkar í leiðinni,“ segir Hanna Valdís. -En hvernig heyskaparjörð er Oddi? „Hún er bara mjög fín. Sprettur vel á henni,“ svarar Illugi Breki. Frá Oddahátíð síðastliðið sumar.Arnar Halldórsson -En fylgir því öðruvísi tilfinning að slá og heyja túnin í Odda heldur en önnur tún? „Nei, það er nú bara eins,“ svarar hann. -Þú hugsar ekki um: Hér var Snorri Sturluson og hér var Sæmundur fróði? „Nei, ég hef nú aldrei pælt í því. En góð pæling.“ Í þættinum Um land allt lýsa forystumenn Oddafélagsins áformum um endurreisn staðarins sem menningar- og fræðaseturs. Við förum á Oddahátíð, ræðum við fræðimenn og heyrum af rannsókn, þar sem grafist er fyrir um upphaf ritmenningar Íslendinga með Sæmundi fróða og veldi Oddaverja, sem reis hæst á tíma Jóns Loftssonar. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Rangárþing ytra Menning Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 kynnumst við Odda. „Starf prestsins hefur breyst. Okkar sauðir eru aðrir sauðir heldur en þeir sem þarf að heyja fyrir,“ segir Elína, sem samið hefur við unga nágrannabændur sína á Sólvöllum um að heyja túnin og annast fjárstofninn sem fylgir Odda. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda, við útsýnisskífuna á Gammabrekku. Fjær sést til Vestmannaeyja.Sigurjón Ólason Sólvellir eru vestan Odda en þau Hanna Valdís Guðjónsdóttir og Illugi Breki Albertsson, bæði Rangæingar, keyptu jörðina í fyrra af frænda hennar og gerðust bændur. Á Sólvöllum búa þau með sauðfé og hross auk þess að annast búskapinn í Odda. „Við hugsum um átján kindur fyrir prestinn. Og heyjum þá í staðinn ofan í þær og okkar í leiðinni,“ segir Hanna Valdís. -En hvernig heyskaparjörð er Oddi? „Hún er bara mjög fín. Sprettur vel á henni,“ svarar Illugi Breki. Frá Oddahátíð síðastliðið sumar.Arnar Halldórsson -En fylgir því öðruvísi tilfinning að slá og heyja túnin í Odda heldur en önnur tún? „Nei, það er nú bara eins,“ svarar hann. -Þú hugsar ekki um: Hér var Snorri Sturluson og hér var Sæmundur fróði? „Nei, ég hef nú aldrei pælt í því. En góð pæling.“ Í þættinum Um land allt lýsa forystumenn Oddafélagsins áformum um endurreisn staðarins sem menningar- og fræðaseturs. Við förum á Oddahátíð, ræðum við fræðimenn og heyrum af rannsókn, þar sem grafist er fyrir um upphaf ritmenningar Íslendinga með Sæmundi fróða og veldi Oddaverja, sem reis hæst á tíma Jóns Loftssonar. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Rangárþing ytra Menning Fornminjar Landbúnaður Tengdar fréttir Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22 Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36 Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri. 2. ágúst 2021 22:22
Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum. 5. júlí 2021 22:36
Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. 4. júlí 2021 21:21