Sagði fullar vínflöskur af amfetamíni óvæntan vinning í skemmtun á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 11:01 Starfsmenn tollgæslu fundu metamfetamínbasann í vínflöskum í trékassa í farangri mannsins. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til innflutnings á um rúmum einum og hálfum lítra af amfetamínbasa ætluðum til söludreifingar hér á landi. Efnið flutti maðurinn, Friðrik Hansson, með flugi frá Barcelona til Keflavíkurflugvallar í mars 2019. Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira