Umfjöllun og viðtöl: Valur - Vestri 74-67 | Nýliðarnir reyndust Valsmönnum erfiðir Árni Jóhannsson skrifar 28. október 2021 23:00 vísir/bára Valur tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn áttu erfitt með að hrista nýliðana af sér, en unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 74-67. Leikur Vals og Vestra verður ekki sýndur aftur nema í þeim tilgangi fyrir liðin að finna hvað er það sem hægt er að bæta í leik sinna liða. Valur vann leikinn en þurftu að hafa, líklega, meira fyrir því en þeir ætluðu fyrir leik. Valsmenn byrjuðu mun betur og þegar fyrsti leikhluti var liðinn þá höfðu þeir níu stiga forskot og miðað við hvað sóknarleikur Vestra var afleitur þá leit ekki út fyrir að gestirnir myndu eiga erindi sem erfiði í höfuðborgina í kvöld. Einungis fjórðungur skota Vestra manna hafði ratað heim á þessum tímapunkti og dökk ský hrönnuðust upp. Vestri hins vegar komu út í anna leikhluta af miklum krafti og voru búnir að skora 10 stig á móti þremur þegar leikhlutinn var hálfnaður. Valsmenn náðu ekki að nýta styrkleika sína sem skildi á meðan skotprósenta gestanna hækkaði jafnt og þétt. Vstri jafnaði metin svo þegar um tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum 32-32. Liðin skiptust þá á að skora körfur en Valsmenn náðu örlitlum undirtökum þannig að þeir leiddu með þremur stigum 40-37 þegar gengið var til búningsherbergja. Leikurinn hafði verið kaflaskiptur en slæmu kaflarnir voru þó fleiri en þeir góðu. Sóknarleikur liðanna hélt áfram að vera stífur framan af hálfleik en það gerði það að verkum að leikurinn var í jafnvægi. Valsmenn sem fyrir fram voru sterkara liðið náðu ekki að hrista gestina af sér sem náðu nokkrum sinnum að hitta vel úr þriggja stiga skotum sínum og draga Valsmenn nærri sér. Þannig varð úr að staðan eftir þriðja leikhluta var 58-56 fyrir heimamenn og ekkert hægt að ráða í hvoru megin sigurinn mundi enda. Liðin byrjuðu á því að klúðra fyrstu sóknum sínum í fjórða leikhluta en skoruðu síðan fimm stig í röð á hvort lið. Valsmenn náðu þá ágætis kafla og komu sér í 68-63 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Það var eins og lok hafi verið sett á körfuna. Enn og einu sinni í þessum leik. Liðin virkuðu stressuð, enda mikið undir, og hver sóknin á fætur öðrum kom og fór án þess að stig væri skorað. Vestri náði þá að skora stig þegar rúm mínúta var eftir en Valur svaraði um hæl og staðan 70-65. Vestramenn töpuðu þá boltanum þegar þeir áttu tækifæri á að minnka muninn í tvö eða þrjú stig og Valsmenn fóru á vítalínuna í tvígang og brást ekki bogalistin. Lokatölur urðu 74-67 í tilþrifalitlum leik en Valsmenn taka stigunum sem fast fyrir sigur fegins hendi. Afhverju vann Valur? Það er hægt að færa rök fyrir því að reynsla heimamanna hafi skipt sköpum í leikslok. Þeir náðu að stoppa Vestra menn á ögurstundu og skora stigin sem nauðsynleg voru. Bæði lið fóru illa með opin skot og fín færi en Vestramenn gerðu ögn verr og því fór sem fór. Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna gekk illa. Vestri hitti úr 38% heildarskota sinna og tapaði boltanum 16 sinnum í leiknum. Valsmenn Reyndu 27 þriggja stiga skot, mörg hver galopin, en bara fjögur rötuðu rétta leið. Það gerir 14% nýting og það verður að teljast afleitt. Ég hugsa að Kári og Pablo hugsi liðsfélögum sínum þegjandi þörfina en þeir hefðu getað verið með mikið fleiri stoðsendingar í kvöld en raun varð. Þó svo að Kári hafi gerið átta stoðsendingar en margar voru á stóru mennina inn í teig sem kláruðu mjög vel úr sínum færum. Bestir á vellinum? Kristófer Acox og Callum Lawson leiddu Valsmenn til sigursins í kvöld en báðir skoruðu 19 stig. Kristófer telst þó maður leiksins en hann tók að auki 10 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði eitt skot. Þá tapaði hann aldrei boltanum og nýtti 69% tveggja stiga skota sinna. Hjá Vestra var Ken-Jah Bosley stigahæstur með 18 stig og félagi hans Julio Calver De Assis Afonso skilaði tvöfaldri tvennu með 16 stig og 11 fráköst. Tölfræði sem vakti athygli? Eins og hefur komið fram þá var þessi leikur í jafnvægi lengst af. Liðin skiptust fimm sinnum á því að hafa forystu í leiknum, Valur þó lengst af var í forystu, og sex sinnum var jafnt á öllum tölum. Þessi leikur hefði getað dottið báðum megin en Valur gerði nóg í kvöld. Hvað næst? Um helgina verður spilað í bikarnum og taka Vestra menn á móti Haukum og Valur spilar við Breiðablik. Næstu leikir liðanna í deildinni verða svo eftir vikur en þá fara Valsmenn í Garðabæ og etja kappi við Stjörnuna í leik sem verður erfiður á meðan Vestri fær KR í heimsókn vestur en það verkefni verður ekki síður erfitt. Pétur: Þessi leikur réðst á einni eða tveimur sóknum Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, segir að það sé hægt að færa rök fyrir því að reynsluleysi liðsins hafi spilað rullu í tapinu í kvöld.Vísir/Eyþór Þjáfari Vestra, Pétur Már Sigurðsson, var fámáll eftir leikinn við Val í kvöld en skiljanlega var hann ósáttur við úrslit leiksins. Hann var spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði hvað hefði verið hægt að gera til að landa sigrinum í kvöld. Tækifærið var til staðar. „Já já, við bara létum þá skora allt of mikið af körfum í kringum körfun, bæði á hálfum velli og í kringum körfuna. Auðvitað þurfum við að bæta sóknarleikinn okkar, þeir eru öflugt varnarlið og við reyndum að hægja á þessu og halda þessu á hálfum velli. Við fengum fín færi til að komast yfir nokkrum sinnum en það tókst ekki. Þessi leikur réðst á einni eða tveimur sóknum hérna. Það datt þeirra megin.“ Var þetta mögulega reynsluleysi Vestra manna? „Það er alveg hægt að færa rök fyrir því.“ Pétur var þá spurður að því hvða hann sæi fyrir sér í framtíðinni varðandi liðið sitt en hann var bara að hugsa um næsta leik í bikarnum. „Ég sé framtíðina fyrir mér þannig að við jöfnum okkur eftir þennan leik og svo byrjum við að undirbúa okkur undir leikinn á mánudag á mót Haukum.“ Subway-deild karla Valur Vestri
Valur tók á móti nýliðum Vestra í Subway-deild karla að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn áttu erfitt með að hrista nýliðana af sér, en unnu að lokum góðan sjö stiga sigur, 74-67. Leikur Vals og Vestra verður ekki sýndur aftur nema í þeim tilgangi fyrir liðin að finna hvað er það sem hægt er að bæta í leik sinna liða. Valur vann leikinn en þurftu að hafa, líklega, meira fyrir því en þeir ætluðu fyrir leik. Valsmenn byrjuðu mun betur og þegar fyrsti leikhluti var liðinn þá höfðu þeir níu stiga forskot og miðað við hvað sóknarleikur Vestra var afleitur þá leit ekki út fyrir að gestirnir myndu eiga erindi sem erfiði í höfuðborgina í kvöld. Einungis fjórðungur skota Vestra manna hafði ratað heim á þessum tímapunkti og dökk ský hrönnuðust upp. Vestri hins vegar komu út í anna leikhluta af miklum krafti og voru búnir að skora 10 stig á móti þremur þegar leikhlutinn var hálfnaður. Valsmenn náðu ekki að nýta styrkleika sína sem skildi á meðan skotprósenta gestanna hækkaði jafnt og þétt. Vstri jafnaði metin svo þegar um tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum 32-32. Liðin skiptust þá á að skora körfur en Valsmenn náðu örlitlum undirtökum þannig að þeir leiddu með þremur stigum 40-37 þegar gengið var til búningsherbergja. Leikurinn hafði verið kaflaskiptur en slæmu kaflarnir voru þó fleiri en þeir góðu. Sóknarleikur liðanna hélt áfram að vera stífur framan af hálfleik en það gerði það að verkum að leikurinn var í jafnvægi. Valsmenn sem fyrir fram voru sterkara liðið náðu ekki að hrista gestina af sér sem náðu nokkrum sinnum að hitta vel úr þriggja stiga skotum sínum og draga Valsmenn nærri sér. Þannig varð úr að staðan eftir þriðja leikhluta var 58-56 fyrir heimamenn og ekkert hægt að ráða í hvoru megin sigurinn mundi enda. Liðin byrjuðu á því að klúðra fyrstu sóknum sínum í fjórða leikhluta en skoruðu síðan fimm stig í röð á hvort lið. Valsmenn náðu þá ágætis kafla og komu sér í 68-63 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Það var eins og lok hafi verið sett á körfuna. Enn og einu sinni í þessum leik. Liðin virkuðu stressuð, enda mikið undir, og hver sóknin á fætur öðrum kom og fór án þess að stig væri skorað. Vestri náði þá að skora stig þegar rúm mínúta var eftir en Valur svaraði um hæl og staðan 70-65. Vestramenn töpuðu þá boltanum þegar þeir áttu tækifæri á að minnka muninn í tvö eða þrjú stig og Valsmenn fóru á vítalínuna í tvígang og brást ekki bogalistin. Lokatölur urðu 74-67 í tilþrifalitlum leik en Valsmenn taka stigunum sem fast fyrir sigur fegins hendi. Afhverju vann Valur? Það er hægt að færa rök fyrir því að reynsla heimamanna hafi skipt sköpum í leikslok. Þeir náðu að stoppa Vestra menn á ögurstundu og skora stigin sem nauðsynleg voru. Bæði lið fóru illa með opin skot og fín færi en Vestramenn gerðu ögn verr og því fór sem fór. Hvað gekk illa? Sóknarleikur liðanna gekk illa. Vestri hitti úr 38% heildarskota sinna og tapaði boltanum 16 sinnum í leiknum. Valsmenn Reyndu 27 þriggja stiga skot, mörg hver galopin, en bara fjögur rötuðu rétta leið. Það gerir 14% nýting og það verður að teljast afleitt. Ég hugsa að Kári og Pablo hugsi liðsfélögum sínum þegjandi þörfina en þeir hefðu getað verið með mikið fleiri stoðsendingar í kvöld en raun varð. Þó svo að Kári hafi gerið átta stoðsendingar en margar voru á stóru mennina inn í teig sem kláruðu mjög vel úr sínum færum. Bestir á vellinum? Kristófer Acox og Callum Lawson leiddu Valsmenn til sigursins í kvöld en báðir skoruðu 19 stig. Kristófer telst þó maður leiksins en hann tók að auki 10 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði eitt skot. Þá tapaði hann aldrei boltanum og nýtti 69% tveggja stiga skota sinna. Hjá Vestra var Ken-Jah Bosley stigahæstur með 18 stig og félagi hans Julio Calver De Assis Afonso skilaði tvöfaldri tvennu með 16 stig og 11 fráköst. Tölfræði sem vakti athygli? Eins og hefur komið fram þá var þessi leikur í jafnvægi lengst af. Liðin skiptust fimm sinnum á því að hafa forystu í leiknum, Valur þó lengst af var í forystu, og sex sinnum var jafnt á öllum tölum. Þessi leikur hefði getað dottið báðum megin en Valur gerði nóg í kvöld. Hvað næst? Um helgina verður spilað í bikarnum og taka Vestra menn á móti Haukum og Valur spilar við Breiðablik. Næstu leikir liðanna í deildinni verða svo eftir vikur en þá fara Valsmenn í Garðabæ og etja kappi við Stjörnuna í leik sem verður erfiður á meðan Vestri fær KR í heimsókn vestur en það verkefni verður ekki síður erfitt. Pétur: Þessi leikur réðst á einni eða tveimur sóknum Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, segir að það sé hægt að færa rök fyrir því að reynsluleysi liðsins hafi spilað rullu í tapinu í kvöld.Vísir/Eyþór Þjáfari Vestra, Pétur Már Sigurðsson, var fámáll eftir leikinn við Val í kvöld en skiljanlega var hann ósáttur við úrslit leiksins. Hann var spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði hvað hefði verið hægt að gera til að landa sigrinum í kvöld. Tækifærið var til staðar. „Já já, við bara létum þá skora allt of mikið af körfum í kringum körfun, bæði á hálfum velli og í kringum körfuna. Auðvitað þurfum við að bæta sóknarleikinn okkar, þeir eru öflugt varnarlið og við reyndum að hægja á þessu og halda þessu á hálfum velli. Við fengum fín færi til að komast yfir nokkrum sinnum en það tókst ekki. Þessi leikur réðst á einni eða tveimur sóknum hérna. Það datt þeirra megin.“ Var þetta mögulega reynsluleysi Vestra manna? „Það er alveg hægt að færa rök fyrir því.“ Pétur var þá spurður að því hvða hann sæi fyrir sér í framtíðinni varðandi liðið sitt en hann var bara að hugsa um næsta leik í bikarnum. „Ég sé framtíðina fyrir mér þannig að við jöfnum okkur eftir þennan leik og svo byrjum við að undirbúa okkur undir leikinn á mánudag á mót Haukum.“