Facebook kynti kerfisbundið undir reiði og upplýsingafalsi Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 12:21 Færslur með upplýsingafalsi eða leiðindum voru sérstaklega líklegar til að fá reiðitjámynd frá notendum Facebook. Algrím miðilsins gaf reiðitjámyndum fimm sinnum meira vægi en þegar líkað var við færslur. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook hélt upplýsingafalsi og umdeildu efni kerfisbundið að notendum sínum um þriggja ára skeið á sama tíma og starfsmenn fyrirtækisins reyndu að hafa hemil á skaðlegu efni á miðlinum. Umdeildar færslur á samfélagsmiðlinum Facebook fengu fimm sinnum meira vægi en aðrar í algrími sem stýrir hvað notendur sjá í tímalínum sínum eftir að miðillinn byrjaði að bjóða upp á fleiri valkosti fyrir notendur til að tjá skoðun sína á færslum árið 2017. Þá gátu notendur lýst viðbrögðum sínum við færslum með tjámyndum eins og „reið“, „ást“ og „vá“. Áður var aðeins hægt að líka við færslur með þumaltákni. Á sama tíma og nýju tjámyndirnar voru teknar upp forrituðu verkfræðingar Facebook algrímið sem stýrir því hvaða færslur birtast helst í tímalínum notenda þannig að tjámyndir fengu fimm sinnum meira vægi en gamli þumallinn. Washington Post segir að þetta hafi verið gert á þeim forsendum að færslur sem vektu sérstaklega mikil viðbrögð hjá notendum væru líklegri til að halda þeim lengur á miðlinum. Þetta þýddi í raun að notendur Facebook voru mun líklegri til að fá umdeildar færslur í tímalínu sína en ella. Árið 2019 sögðu sérfræðingar Facebook að færslur sem fengju margar reiðitjámyndir væru mun líklegri en aðrar til að byggjast á upplýsingafalsi, eiturpillum eða vafasömum fréttum. Reiði og hatur láti Facebook vaxa Sú niðurstaða þurfti ekki að koma neinum á óvart. Starfsmaður Facebook hafði varað við því innanhúss að með því að halda umdeildum færslum að notendum fengju amapóstar (e. spam), svívirðingar og smellubeitur aukið vægi á miðlinum. Þetta kemur fram í skjölum frá Facebook sem uppljóstrari lak nýlega. „Reiðir og hatur eru auðveldustu leiðirnar til þess að láta Facebook vaxa,“ sagði Frances Haugen, uppljóstrarinn, fyrir breskri þingnefnd í vikunni. Washington Post segir að algrím Facebook hafi þannig grafið undan tilraunum annars starfsfólks fyrirtækisins sem hafði þann starfa að takmarka dreifingu haturs og skaðlegs efnis á samfélagsmiðlinum. Talsmaður Facebook segir fyrirtækið reyna að skilja betur hvers konar efni fær neikvæð viðbrögð notenda svo hægt sé að takmarka útbreiðslu þess. Það eigi meðal annars við um efni sem fór sérstaklega mikið að reiðitjámyndum. Ýmsar tillögur voru gerðar um að draga úr vægi færslna sem fengu mikið af neikvæðum viðbrögðum síðustu ár en engar veigamiklar breytingar voru gerðar fyrr en í fyrra. Þá var vægi tjámyndanna breytt þannig að þær vógu aðeins helmingi meira en að líka við færslur. Síðasta haust var lok ákveðið að láta reiðitjámyndina ekki hafa neitt vægi í algríminu. Facebook Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. 26. október 2021 00:08 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Umdeildar færslur á samfélagsmiðlinum Facebook fengu fimm sinnum meira vægi en aðrar í algrími sem stýrir hvað notendur sjá í tímalínum sínum eftir að miðillinn byrjaði að bjóða upp á fleiri valkosti fyrir notendur til að tjá skoðun sína á færslum árið 2017. Þá gátu notendur lýst viðbrögðum sínum við færslum með tjámyndum eins og „reið“, „ást“ og „vá“. Áður var aðeins hægt að líka við færslur með þumaltákni. Á sama tíma og nýju tjámyndirnar voru teknar upp forrituðu verkfræðingar Facebook algrímið sem stýrir því hvaða færslur birtast helst í tímalínum notenda þannig að tjámyndir fengu fimm sinnum meira vægi en gamli þumallinn. Washington Post segir að þetta hafi verið gert á þeim forsendum að færslur sem vektu sérstaklega mikil viðbrögð hjá notendum væru líklegri til að halda þeim lengur á miðlinum. Þetta þýddi í raun að notendur Facebook voru mun líklegri til að fá umdeildar færslur í tímalínu sína en ella. Árið 2019 sögðu sérfræðingar Facebook að færslur sem fengju margar reiðitjámyndir væru mun líklegri en aðrar til að byggjast á upplýsingafalsi, eiturpillum eða vafasömum fréttum. Reiði og hatur láti Facebook vaxa Sú niðurstaða þurfti ekki að koma neinum á óvart. Starfsmaður Facebook hafði varað við því innanhúss að með því að halda umdeildum færslum að notendum fengju amapóstar (e. spam), svívirðingar og smellubeitur aukið vægi á miðlinum. Þetta kemur fram í skjölum frá Facebook sem uppljóstrari lak nýlega. „Reiðir og hatur eru auðveldustu leiðirnar til þess að láta Facebook vaxa,“ sagði Frances Haugen, uppljóstrarinn, fyrir breskri þingnefnd í vikunni. Washington Post segir að algrím Facebook hafi þannig grafið undan tilraunum annars starfsfólks fyrirtækisins sem hafði þann starfa að takmarka dreifingu haturs og skaðlegs efnis á samfélagsmiðlinum. Talsmaður Facebook segir fyrirtækið reyna að skilja betur hvers konar efni fær neikvæð viðbrögð notenda svo hægt sé að takmarka útbreiðslu þess. Það eigi meðal annars við um efni sem fór sérstaklega mikið að reiðitjámyndum. Ýmsar tillögur voru gerðar um að draga úr vægi færslna sem fengu mikið af neikvæðum viðbrögðum síðustu ár en engar veigamiklar breytingar voru gerðar fyrr en í fyrra. Þá var vægi tjámyndanna breytt þannig að þær vógu aðeins helmingi meira en að líka við færslur. Síðasta haust var lok ákveðið að láta reiðitjámyndina ekki hafa neitt vægi í algríminu.
Facebook Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. 26. október 2021 00:08 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. 26. október 2021 00:08