Facebook kynti kerfisbundið undir reiði og upplýsingafalsi Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 12:21 Færslur með upplýsingafalsi eða leiðindum voru sérstaklega líklegar til að fá reiðitjámynd frá notendum Facebook. Algrím miðilsins gaf reiðitjámyndum fimm sinnum meira vægi en þegar líkað var við færslur. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook hélt upplýsingafalsi og umdeildu efni kerfisbundið að notendum sínum um þriggja ára skeið á sama tíma og starfsmenn fyrirtækisins reyndu að hafa hemil á skaðlegu efni á miðlinum. Umdeildar færslur á samfélagsmiðlinum Facebook fengu fimm sinnum meira vægi en aðrar í algrími sem stýrir hvað notendur sjá í tímalínum sínum eftir að miðillinn byrjaði að bjóða upp á fleiri valkosti fyrir notendur til að tjá skoðun sína á færslum árið 2017. Þá gátu notendur lýst viðbrögðum sínum við færslum með tjámyndum eins og „reið“, „ást“ og „vá“. Áður var aðeins hægt að líka við færslur með þumaltákni. Á sama tíma og nýju tjámyndirnar voru teknar upp forrituðu verkfræðingar Facebook algrímið sem stýrir því hvaða færslur birtast helst í tímalínum notenda þannig að tjámyndir fengu fimm sinnum meira vægi en gamli þumallinn. Washington Post segir að þetta hafi verið gert á þeim forsendum að færslur sem vektu sérstaklega mikil viðbrögð hjá notendum væru líklegri til að halda þeim lengur á miðlinum. Þetta þýddi í raun að notendur Facebook voru mun líklegri til að fá umdeildar færslur í tímalínu sína en ella. Árið 2019 sögðu sérfræðingar Facebook að færslur sem fengju margar reiðitjámyndir væru mun líklegri en aðrar til að byggjast á upplýsingafalsi, eiturpillum eða vafasömum fréttum. Reiði og hatur láti Facebook vaxa Sú niðurstaða þurfti ekki að koma neinum á óvart. Starfsmaður Facebook hafði varað við því innanhúss að með því að halda umdeildum færslum að notendum fengju amapóstar (e. spam), svívirðingar og smellubeitur aukið vægi á miðlinum. Þetta kemur fram í skjölum frá Facebook sem uppljóstrari lak nýlega. „Reiðir og hatur eru auðveldustu leiðirnar til þess að láta Facebook vaxa,“ sagði Frances Haugen, uppljóstrarinn, fyrir breskri þingnefnd í vikunni. Washington Post segir að algrím Facebook hafi þannig grafið undan tilraunum annars starfsfólks fyrirtækisins sem hafði þann starfa að takmarka dreifingu haturs og skaðlegs efnis á samfélagsmiðlinum. Talsmaður Facebook segir fyrirtækið reyna að skilja betur hvers konar efni fær neikvæð viðbrögð notenda svo hægt sé að takmarka útbreiðslu þess. Það eigi meðal annars við um efni sem fór sérstaklega mikið að reiðitjámyndum. Ýmsar tillögur voru gerðar um að draga úr vægi færslna sem fengu mikið af neikvæðum viðbrögðum síðustu ár en engar veigamiklar breytingar voru gerðar fyrr en í fyrra. Þá var vægi tjámyndanna breytt þannig að þær vógu aðeins helmingi meira en að líka við færslur. Síðasta haust var lok ákveðið að láta reiðitjámyndina ekki hafa neitt vægi í algríminu. Facebook Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. 26. október 2021 00:08 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Umdeildar færslur á samfélagsmiðlinum Facebook fengu fimm sinnum meira vægi en aðrar í algrími sem stýrir hvað notendur sjá í tímalínum sínum eftir að miðillinn byrjaði að bjóða upp á fleiri valkosti fyrir notendur til að tjá skoðun sína á færslum árið 2017. Þá gátu notendur lýst viðbrögðum sínum við færslum með tjámyndum eins og „reið“, „ást“ og „vá“. Áður var aðeins hægt að líka við færslur með þumaltákni. Á sama tíma og nýju tjámyndirnar voru teknar upp forrituðu verkfræðingar Facebook algrímið sem stýrir því hvaða færslur birtast helst í tímalínum notenda þannig að tjámyndir fengu fimm sinnum meira vægi en gamli þumallinn. Washington Post segir að þetta hafi verið gert á þeim forsendum að færslur sem vektu sérstaklega mikil viðbrögð hjá notendum væru líklegri til að halda þeim lengur á miðlinum. Þetta þýddi í raun að notendur Facebook voru mun líklegri til að fá umdeildar færslur í tímalínu sína en ella. Árið 2019 sögðu sérfræðingar Facebook að færslur sem fengju margar reiðitjámyndir væru mun líklegri en aðrar til að byggjast á upplýsingafalsi, eiturpillum eða vafasömum fréttum. Reiði og hatur láti Facebook vaxa Sú niðurstaða þurfti ekki að koma neinum á óvart. Starfsmaður Facebook hafði varað við því innanhúss að með því að halda umdeildum færslum að notendum fengju amapóstar (e. spam), svívirðingar og smellubeitur aukið vægi á miðlinum. Þetta kemur fram í skjölum frá Facebook sem uppljóstrari lak nýlega. „Reiðir og hatur eru auðveldustu leiðirnar til þess að láta Facebook vaxa,“ sagði Frances Haugen, uppljóstrarinn, fyrir breskri þingnefnd í vikunni. Washington Post segir að algrím Facebook hafi þannig grafið undan tilraunum annars starfsfólks fyrirtækisins sem hafði þann starfa að takmarka dreifingu haturs og skaðlegs efnis á samfélagsmiðlinum. Talsmaður Facebook segir fyrirtækið reyna að skilja betur hvers konar efni fær neikvæð viðbrögð notenda svo hægt sé að takmarka útbreiðslu þess. Það eigi meðal annars við um efni sem fór sérstaklega mikið að reiðitjámyndum. Ýmsar tillögur voru gerðar um að draga úr vægi færslna sem fengu mikið af neikvæðum viðbrögðum síðustu ár en engar veigamiklar breytingar voru gerðar fyrr en í fyrra. Þá var vægi tjámyndanna breytt þannig að þær vógu aðeins helmingi meira en að líka við færslur. Síðasta haust var lok ákveðið að láta reiðitjámyndina ekki hafa neitt vægi í algríminu.
Facebook Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. 26. október 2021 00:08 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. 26. október 2021 00:08