Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:45 Lögreglan í Santa Fe í Nýju-Mexíkó er með málið til rannsóknar. AP/Jae C. Hong Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Frá þessi greinir AP-fréttaveitan og vísar í framleiðanda myndarinnar frá 2019. Sá er sagður staðfesta að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls hefði verið rekinn úr framleiðsluteymi myndarinnar eftir að „skot hljóp óvænt úr byssu“ og slasaði meðlim í tökuliðinu. Framleiðandinn sem vísað er í kemur ekki fram undir nafni en segir að í kjölfarið hafi Halls strax verið gert að yfirgefa settið. Má skilja það svo að Halls hafi borið ábyrgð á atvikinu. Halls er sá sem rétti Baldwin byssuna sem skotið hljóp úr, með þeim afleiðingum að Hutchins lést og leikstjórinn Joel Souza særðist. Halls ku hafa rétt Baldwin byssuna og kallað „köld byssa“ (e. cold gun), upphrópun sem er til marks um það að byssan sé óhlaðin og öruggt að nota hana á setti. Sú reyndist þó sannarlega ekki raunin. Vildi halda áfram tökum þrátt fyrir yfirlið á setti Samkvæmt AP virðist Hallls áður hafa látið sér öryggisreglur á setti í léttu rúmi liggja. Þannig er vitnað í Maggie Goll, leikmyndasmið og sprengiefnasérfræðing sem vann að sjónvarpsþáttaseríu Hulu, Into the Dark, um að hún hafi kvartað til fyrirtækisins vegna hegðunar Hall á setti þar. Goll hefur sagt að Hall hafi hundsað öryggisreglur um vopn og sprengiefni á setti. Þá hafi hann viljað halda áfram tökum þrátt fyrir að einn sprengiefnasérfræðinga á setti, sem er með sykursýki, hafi fallið í yfirlið. Þó að öll spjót virðist nú beinast að Halls hvað varðar dauða Halynu Hutchins segir Goll að hann sé ekki vandamálið sjálft, heldur aðeins einkenni þess. „Þetta snýst ekki um Dave Halls. […] Þetta er á engan hátt á ábyrgð einnar manneskju. Þetta snýst um öryggi á tökustað og hverju við viljum ná fram í þeim efnum,“ hefur AP eftir Goll. Óvíst með framhald myndarinnar Í tölvupósti sem sendur var á tökuliðið sem kemur að gerð Rust nú um helgina kom fram að vinnu við myndina hefði verið hætt, í það minnst uns rannsókn lögreglu á andláti Hutchins væri lokið. Framleiðendur myndarinnar séu að vinna með löggæsluyfirvöldum, auk þess sem þau framkvæmi nú eigin könnun á málinu. Miðað við efni tölvupóstsins virðist þó ekki vera loku fyrir það skotið að framleiðslu myndarinnar verði haldið áfram síðar meir. „Þrátt fyrir að við séum í sárum, og erfitt sé að sjá lengra fram yfir sjóndeildarhringinn þá er þetta hlé í bili, frekar en endastöð,“ segir í póstinum.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00