Myndasyrpa: Barnsgrátur og brunasár á flugslysaæfingu í Keflavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. október 2021 17:32 Fyrsta flugslysæfingin var haldin á Íslandi í fimm ár. Þar var öllu tjaldað til, kveikt í ýmsu braki, sem átti að vera úr flugvél og 150 leikurum, sem léku slaða flugfarþega, komið fyrir víða á stóru svæði við Keflavíkurflugvöll. Á fimmta hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. Þar af um 150 leikarar en hinir voru björgunaraðilar; lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni í dag með myndavélina á lofti: Slökkviliðsmenn mættu fyrstir á vettvang til að slökkva í brennandi brakinu.Vísir/óttarKveikt var í bílhræjum víða á svæðinu, sem áttu að líkja eftir braki úr flugvél sem hafði hrapað.Vísir/óttarHelstu aðgerðirnar í dag fóru fram við rör þar sem fólk átti að vera fast inni.vísir/óttarFljótlega var fjöldi viðbragðsaðila mættur til að bjarga fólki út úr brennandi rörinu.vísir/óttarBjörguaraðgerðir gengu velvísir/óttarFagaðilar og sjálfboðaliðar koma saman til að bjarga fólki.vísir/óttarNokkuð stór hópur fékk að fylgjast með æfingunni í dag og var leiddur um vettvanginn af vöskum mönnum.vísir/óttarDómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með í dag.Vísir/óttarRáðherrann tekur mynd af leiknu fórnarlambi flugslyssins. Vísir/óttarLeikmunum hafði verið komið fyrir víða um svæðið, til dæmis þessum ónýtu flugsætum.vísir/óttarBrúður sem voru inni í braki.vísir/óttarVel farðaður leikari, sem á að vera með mjög alvarlegt brunasár á bakinu.vísir/óttarHonum var hjálpað á fætur áður en ákveðið var að leggja hann aftur niður og bíða eftir sjúkrabörum.Vísir/óttarFarþegatöskur lágu víða um svæðið. Vísir/óttarEldur logaði víða við Keflavík í dag.vísir Erfitt að vinna við þessar aðstæður Það var hálfóhuggulegt að standa í miðjunni á björgunaraðgerðunum, sérstaklega þar sem fólk þóttist vera fast inni í brennandi röri en þaðan mátti heyra barnsgrátur og öskur. Er ekki erfitt fyrir björgunarfólk að vinna í slíkum aðstæðum? „Jú, auðvitað. Það er vissulega erfitt. Og það er auðvitað tilgangurinn með þessu, það reynir svolítið á mannskapinn," segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Rafn Sigmarsson, í björgunarsveitinni Þorbirni.Foto: Flugslys æfing/adelina Allt gekk vel Og æfingin gekk vel fyrir sig að sögn æfingastjórans. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Við erum með hátt í 500 þátttakendur á þessari æfingu og þar af eru 150 manns sem eru þolendur í þessu slysi," segir Elva Tryggvadóttir æfingastjóri. „Óhugnanleg upplifun" Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var mætt til að fylgjast með æfingunni.vísir/Adelina Dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með æfingunni í dag. „Þetta er auðvitað talsvert óhugnanleg upplifun en gríðarlega mikilvæg reynsla og gaman að sjá hvað samhæfing og samstarf allra aðila gengur vel þegar á það er reynt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Við gripum tækifærið og reyndum að fiska eftir því hvort hún teldi líklegt að hún héldi áfram í sínu ráðuneyti á næsta kjörtímabili. Þessar æfingar eru haldnar á þriggja til fjögurra ára fresti, heldurðu að þú verðir viðstödd hérna á næstu æfingu? „Það er aldrei að vita. Maður er auðvitað mjög stoltur af almannavarnakerfinu okkar og hvernig allir þessir viðbragðsaðilar vinna saman og það hefur auðvitað reynt mikið á það síðustu tvö ár. En ekki með svona stóru slysi og mikilvægt að æfa það. En það verður svo að koma í ljós." Þannig þú telur líklegt að þú haldir áfram sem dómsmálaráðherra? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég veit ekkert meira um það en þú einmitt núna," segir hún. Almannavarnir Lögreglan Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Slökkvilið Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á fimmta hundrað manns tóku þátt í æfingunni í dag. Þar af um 150 leikarar en hinir voru björgunaraðilar; lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og heilbrigðisstarfsfólk. Fréttastofa fékk að fylgjast með æfingunni í dag með myndavélina á lofti: Slökkviliðsmenn mættu fyrstir á vettvang til að slökkva í brennandi brakinu.Vísir/óttarKveikt var í bílhræjum víða á svæðinu, sem áttu að líkja eftir braki úr flugvél sem hafði hrapað.Vísir/óttarHelstu aðgerðirnar í dag fóru fram við rör þar sem fólk átti að vera fast inni.vísir/óttarFljótlega var fjöldi viðbragðsaðila mættur til að bjarga fólki út úr brennandi rörinu.vísir/óttarBjörguaraðgerðir gengu velvísir/óttarFagaðilar og sjálfboðaliðar koma saman til að bjarga fólki.vísir/óttarNokkuð stór hópur fékk að fylgjast með æfingunni í dag og var leiddur um vettvanginn af vöskum mönnum.vísir/óttarDómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með í dag.Vísir/óttarRáðherrann tekur mynd af leiknu fórnarlambi flugslyssins. Vísir/óttarLeikmunum hafði verið komið fyrir víða um svæðið, til dæmis þessum ónýtu flugsætum.vísir/óttarBrúður sem voru inni í braki.vísir/óttarVel farðaður leikari, sem á að vera með mjög alvarlegt brunasár á bakinu.vísir/óttarHonum var hjálpað á fætur áður en ákveðið var að leggja hann aftur niður og bíða eftir sjúkrabörum.Vísir/óttarFarþegatöskur lágu víða um svæðið. Vísir/óttarEldur logaði víða við Keflavík í dag.vísir Erfitt að vinna við þessar aðstæður Það var hálfóhuggulegt að standa í miðjunni á björgunaraðgerðunum, sérstaklega þar sem fólk þóttist vera fast inni í brennandi röri en þaðan mátti heyra barnsgrátur og öskur. Er ekki erfitt fyrir björgunarfólk að vinna í slíkum aðstæðum? „Jú, auðvitað. Það er vissulega erfitt. Og það er auðvitað tilgangurinn með þessu, það reynir svolítið á mannskapinn," segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Otti Rafn Sigmarsson, í björgunarsveitinni Þorbirni.Foto: Flugslys æfing/adelina Allt gekk vel Og æfingin gekk vel fyrir sig að sögn æfingastjórans. „Þetta er búið að ganga ljómandi vel. Við erum með hátt í 500 þátttakendur á þessari æfingu og þar af eru 150 manns sem eru þolendur í þessu slysi," segir Elva Tryggvadóttir æfingastjóri. „Óhugnanleg upplifun" Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var mætt til að fylgjast með æfingunni.vísir/Adelina Dómsmálaráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með æfingunni í dag. „Þetta er auðvitað talsvert óhugnanleg upplifun en gríðarlega mikilvæg reynsla og gaman að sjá hvað samhæfing og samstarf allra aðila gengur vel þegar á það er reynt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Við gripum tækifærið og reyndum að fiska eftir því hvort hún teldi líklegt að hún héldi áfram í sínu ráðuneyti á næsta kjörtímabili. Þessar æfingar eru haldnar á þriggja til fjögurra ára fresti, heldurðu að þú verðir viðstödd hérna á næstu æfingu? „Það er aldrei að vita. Maður er auðvitað mjög stoltur af almannavarnakerfinu okkar og hvernig allir þessir viðbragðsaðilar vinna saman og það hefur auðvitað reynt mikið á það síðustu tvö ár. En ekki með svona stóru slysi og mikilvægt að æfa það. En það verður svo að koma í ljós." Þannig þú telur líklegt að þú haldir áfram sem dómsmálaráðherra? „Það er ekkert hægt að segja til um það. Ég veit ekkert meira um það en þú einmitt núna," segir hún.
Almannavarnir Lögreglan Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Slökkvilið Samgönguslys Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira